Samgönguráðuneyti

125/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr. 122/2004, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað orðanna "406 MHz" í 6.-9. reglu í hluta B um kröfur varðandi skipið í IX. kafla um fjarskipti í viðauka I um reglur um smíði og búnað fiskiskipa kemur: 406 MHz til stað­setningar og 121,5 MHz til nærmiðunar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 4. mgr. 3. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.

Við næstu búnaðarskoðun skipa, en eigi síðar en 1. október 2009, skal þess gætt að þau séu búin frífljótandi neyðarbaujum sem senda út á 406 MHz til staðsetningar og 121,5 MHz til nærmiðunar.

Við næstu þjónustuskoðun gúmmíbjörgunarbáta, en eigi síðar en 1. október 2009, skal þess gætt að þeir séu búnir neyðarsendum sem senda út á 406 MHz til staðsetningar og 121,5 MHz til nærmiðunar. Í þeim skipum þar sem gúmmíbjörgunarbátar hafa ekki uppfyllt kröfur þessarar reglugerðar fyrir 1. febrúar 2009 skulu slíkir neyðarsendar vera um borð í stýrishúsum þeirra eftir þann tíma og þangað til lögboðin þjónustuskoðun á gúmmíbjörgunarbátum skipsins hefur farið fram og þeir búnir slíkum neyðarsendum skv. þessari reglugerð.

Jafnframt fellur brott reglugerð nr. 955/2008 um breytingu á reglugerð um öryggi fiski­skipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr. 122/2004.

Samgönguráðuneytinu, 22. janúar 2009.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica