Innanríkisráðuneyti

1144/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010 og reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010. - Brottfallin

I. KAFLI

Breyting á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010.

1. gr.

9. gr. orðast svo:

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. e. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi að undanskilinni grein 6.4 í viðauka I við reglugerðina sem tekur gildi 1. janúar 2015. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 488/1997 um almannaflug með síðari breytingum.

II. KAFLI

Breyting á reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010.

2. gr.

9. gr. orðast svo:

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. e. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi að undanskilinni grein 6.4 í viðauka I við reglugerðina sem tekur gildi 1. janúar 2015.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 28. gr. e. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 122/2011 um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010 og reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010.

Innanríkisráðuneytinu, 19. desember 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica