Leita
Hreinsa Um leit

Menntamálaráðuneyti

492/1990

Reglugerð um kostnaðaruppgjör milli ríkissjóðs og sveitarfélaga samkvæmt 75. gr. laga nr. 87/1989 - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð þessi tekur til uppgjörs á samþykktum kostnaðarhluta ríkissjóðs í framkvæmdum sveitarfélaga og félagasamtaka við byggingu dagvistarheimila, grunnskóla, íþróttamannvirkja og félagsheimila, sbr. lög nr. 87/1989 um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

 

2. gr.

Uppgjör þessi skulu miðast við stöðu framkvæmda í árslok 1989, sbr. ákv. 4. gr. reglugerðar þessarar. Samþykkt kostnaðarþátttaka ríkissjóðs skal miðuð við þau lagaákvæði er í gildi voru um viðkomandi framkvæmdir við gildistöku laga nr. 87/1989 um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Uppgjör þessi skulu byggð á þeim sérsamningum er gerðir hafa verið milli menntamálaráðuneytis og einstakra sveitarfélaga um mat á samþykktum stærðum, álögum á beinan byggingarkostnað. Þátttöku í lóðargerð og kaupum á stofnbúnaði. Þar sem enn hefir ekki verið gengið frá slíkum samningum skal ákvörðun um uppgjör eftirstöðva byggjast á gögnum samkvæmt 3. gr. reglugerðar þessarar.

 

3. gr.

Menntamálaráðuneytið mun senda þeim aðilum, sveitarstjórnum eða félagasamtökum er hér um ræðir yfirlit um greiðslustöðu á samþykktu framlagi ríkissjóðs um hverja samþykkta framkvæmd fyrir sig fyrir3l. desember 1990. Óski einhver þessara aðila að gera athugasemdir varðandi greiðslustöðu slíkra framkvæmda sem við er miðað 31. desember 1989 skulu þær athugasemdir hafa borist ráðuneytinu fyrir 1. apríl 1991 ella verður talið að uppgjör séu samþykkt án athugasemda.

 

4. gr.

Framkvæmdir ársins 1959 skulu metnar sér og fjárframlög ríkisins á fjárlögum 1989 ganga til uppgjörs hluta ríkissjóðs á þeim svo langt sem þau ná, fjárframlög sveitarfélaga eða félagasamtaka skulu þá hafa náð a.m.k. því sem Bert er ráð fyrir sem mótframlagi við framlag ríkissjóðs samkvæmt þeim lögum er giltu um viðkomandi framkvæmd. Framkvæmdir áríð 19S9 umfram fjárlög 1959 skapa ríkissjóði ekki greiðsluskyldu og koma því ekki til álita við uppgjör á eftirstöðvum á greiðslum ríkissjóðs samkvæmt reglugerð þessari.

 

5. gr.

Eftirstöðvar á samþykktum greiðslum ríkissjóðs 31. desember 1989 vegna stofnkostnaðar grunnskóla og dagvistarheimila skulu umreiknaðar til byggingarvísitölu 1. janúar 1990. Greiðslur skulu reiknaðar til byggingarvísitölu greiðsludags.

Greiðslur vegna þátttöku ríkisins í stofnkostnaði félagsheimila og íþróttamannvirkja samkvæmt lögum um félagsheimili og íþróttalögum lúta ekki ákvæðum um verðbreytingar samkvæmt byggingavísitölu.

 

6. gr.

Ríkissjóður greiðir sveitarfélögum og félagasamtökum á árunum 1990-1993 framlög vegna áfallinna skuldbindinga ríkissjóðs við byggingu dagvistarheimila, grunnskóla, íþróttamannvirkja og félagsheimila eins og mælt er fyrir í fjárlögum.

 

7. gr.

Verði ekki samkomulag milli ríkissjóðs annars vegar og sveitarfélaga eða félagasamtaka hins vegar, getur hvor aðili um sig vísað málinu til úrskurðar sérstakrar nefndar sem starfa skal meðan unnið er að kostnaðaruppgjöri samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar. Ósk um slíkan úrskurð verður að koma fram fyrir 1. janúar 1992.

 

8. gr.

Menntamálaráðherra skipar nefnd er úrskurða skal ágreiningsmál er upp kunna að koma samkvæmt reglugerð þessari (sbr. 7. gr.). Nefndin skal skipuð 3 mönnum, einum tilnefndum af Menntamálaráðuneytinu, einum tilnefndum af sambandi íslenskra sveitarfélaga og oddamaður tilnefndur af Hæstarétti Íslands. Meirihluti ræður úrslitum mála. Úrskurður nefndarinnar er endanlegur.

 

9. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 75. gr. laga,nr. 87/1989, um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, og öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 14. desember 1990.

 

Svavar Gestsson.

Örlygur Geirsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica