Leita
Hreinsa Um leit

Menntamálaráðuneyti

159/1987

Reglugerð um Íslenska málnefnd og starfsemi Íslenskrar málstöðvar - Brottfallin

1. gr.

Íslensk málnefnd er málræktar- og málverndarstofnun og rekur Íslenska málstöð í samvinnu við Háskóla Íslands.

Hlutverk málnefndar og verkefni.

2. gr.

Aðalhlutverk Íslenskrar málnefndar er að vinna að eflingu íslenskrar tungur og varðveislu hennar í ræðu og riti.

Helstu verkefni nefndarinnar eru þessi:

1. Málnefndin er stjórnvöldum til ráðuneytis um íslenskt má1 og lætur þeim í té umsagnir um málfarsleg efni. Leita skal umsagnar nefndarinnar áður en settar eru reglugerðir eða gefin annars konar opinber fyrirmæli um íslenska tungu, að svo miklu leyti sem einstök atriði heyra ekki undir aðra samkvæmt lögum.

2. Nefndin skal hafa samvinnu við stofnanir sem afskipti hafa af íslenskum manna- og staðanöfnum. Hún skal ennfremur leitast við að hafa góð samskipti við þá sem mikil áhrif hafa á málfar almennings, svo sem fjölmiðla og skóla.

3. Íslenskri málnefnd ber að veita opinberum stofnunum og almenningi leiðbeiningar um málfarsleg efni á fræðilegum grundvelli. Nefndin skal leitast við að halda uppi daglegri ráðgjafarþjónustu, eftir því sem fjárráð leyfa. Fyrirspurnir og svör skulu geymd í gögnum nefndarinnar.

Ef ástæða þykir til, getur málnefndin átt frumkvæði að athugasemdum um meðferð íslenskrar tungu á opinberum vettvangi

4. Íslensk málnefnd gefur út rit til fræðslu og leiðbeiningar um íslenskt má1, þ.á.m. stafsetningarorðabók og önnur hagnýt orðasöfn.

Nefndin getur bent sér fyrir fræðslu um málið og meðferð þess í opinberum stofnunum eða annars staðar, bæði með fundarhöldum og námskeiðum.

5. Íslensk málnefnd skal annast söfnun nýyrða og útgáfu þeirra og jafnframt vera til aðstoðar við val nýrra orða og við nýyrðasmíði. Tillögur, sem fram koma og nýtilegar þykja, skulu skrásettar. Auk þess skal nefndin leitast við að fylgjast með því hvaða nýyrði ná festu í málinu.

Málnefndin skal vinna að skipulögðu íðorðastarfi ásamt annarri nýyrðastarfsemi. Hún skal hafa samvinnu við orðanefndir sem félög eða stofnanir hafa komið á fót og vera þeim til aðstoðar. Hún skal og leitast við að hafa samvinnu við aðra þá sem vinna að íðorða- eða öðrum nýyrðastörfum og skyldum verkefnum og stuðla að eflingu slíkrar starfsemi. Hún skal stuðla að samræmingu í vinnubrögðum þeirra, sem fást við myndun orða til útgáfu í sérstökum orðasöfnum eða gefa út staðla.

6. Íslensk málnefnd skal hafa samstarf við aðrar málnefndir á Norðurlöndum, m.a. með aðild að Norrænni málstöð, og eiga fulltrúa á hinum árlegu þingum þeirra ef við verður komið.

Nefndin skal einnig, eftir ástæðum, hafa samvinnu við erlendar stofnanir sem gefa út sérhæfð orðasöfn, þ.á m. staðla.

Að öðru leyti skal málnefndin leitast við að kynna sér starfsemi erlendra málræktarstofnana og alþjóðlegt samstarf til eflingar þjóðtungum.

Skipan málnefndar og fundir.

3. gr.

Fimm menn eiga sæti í Íslenskri málnefnd, skipaðir of menntamálaráðherra. Háskólaráð tilnefnir einn mann, heimspekideild Háskólans einn og Orðabók Háskólans einn, en tveir eru skipaðir án tilnefningar.

Menntamálaráðherra skipar formann og varaformann úr hópi nefndarmanna. Skipunartími nefndarinnar er fjögur ár.

4. gr.

Íslensk málnefnd kemur saman þegar formaður boðar til fundar eða þrír nefndarmenn hið fæsta óska þess. Forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar skal jafnan boðaður á fundi nefndarinnar (sbr. 9. gr.).

Málnefndin er ályktunarfær ef meirihluti nefndarmanna er á fundi. Nú eru atkvæði jöfn og ræður þá atkvæði formanns.

Tekjur málnefndar.

5. gr.

Starfsemi Íslenskrar málnefndar er kostuð af ríkisfé samkvæmt því sem veitt er í fjárlögum og hefur hún sjálfstæðan fjárhag.

Aðrar tekjur nefndarinnar eru:

a) styrkir til einstakra verkefna,

b) greiðslur fyrir aðstoð eða verk sem unnin eru á vegum málnefndar, c) tekjur of útgáfu rita,

d) gjafir.

Um Íslenska málstöð.

6. gr.

Íslensk málstöð er skrifstofa Íslenskrar málnefndar og miðstöð þeirrar starfsemi sem málnefndin hefur með höndum.

Málstöðin er einnig samstarfsvettvangur málnefndarinnar og Háskóla Íslands, sbr. 9. gr. og 11. gr.

Málstöðin getur haft með höndum hagnýtar rannsóknir á íslensku máli og beitt sér fyrir eða tekið þátt í slíkum rannsóknum í samvinnu við aðra. Þar getur ýmist verið um að ræða rannsóknarverkefni á starfssviði málnefndar, sem unnin eru fyrir hana, eða verkefni er forstöðumaður á frumkvæði að og teljast þá háskólaverkefni, sbr. 9. gr.

Nú tekur málstöðin að sér verkefni, sem ekki er unnið fyrir málnefndina, og tekur greiðslu fyrir. Þá skal greiða skatt of því í Rannsóknasjóð Háskólans eins og af þjónustuverkefnum háskólastofnana en heimilt er að öðru leyti að nota fé, sem þannig er aflað, til að efla starfsemi málstöðvarinnar.

Málstöðin getur einnig í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla Íslands gefið stúdentum kost á þjálfunarstörfum við rannsóknir o.fl. eftir því sem aðstæður leyfa, sbr. e-1ið 16. gr. reglugerðar nr. 89/1983 um rannsóknastofnanir heimspekideildar.

7. gr.

Málstöðin skal fylgjast með þróun í orðabanka í öðrum löndum, undirbúa slíkan banka hér og sjá um rekstur hans.

Málstöðin skal leitast við að ganga svo frá gögnum og heimildum, orðaskrám af ýmsu tagi og öðru slíku, sem hún ræður yfir, að sem best not verði af. Skal málstöðin kappkosta að liðsinna starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands, sem til hennar leita í fræðilegum tilgangi.

8. gr.

Málstöðin annast hvers konar fræðslu- og kynningarstarf fyrir hönd Íslenskrar málnefndar. Hún undirbýr fundi, ráðstefnur og námskeið, sem haldin eru á vegum nefndarinnar, þ.á.m. norræn málnefndaþing.

Málstöðin undirbýr útgáfu fræðslu- og kynningarrita fyrir málnefndina og getur einnig gefið út eigin rit, svo sem skýrslur um starfsemi sína.

9. gr.

Forstöðumaður málstöðvarinnar er jafnframt prófessor í íslenskri málfræði í heimspekideild Háskóla Íslands með takmarkaða kennsluskyldu. Hann á því aðild með fullum réttindum og skyldum að Málvísindastofnun Háskóla Íslands, sbr. a-1ið 21. gr. reglugerðar um rannsóknastofnanir heimspekideildar nr. 89/1983.

Forstöðumaður getur að eigin frumkvæði unnið eða látið vinna að hagnýtum rannsóknarverkefnum, sem koma annarri starfsemi stöðvarinnar að beinum notum eða samrýmast aðaltilgangi hennar (sbr. 6., 7. og 8. gr.), enda sé aflað fjár til slíkra verkefna sérstaklega, annaðhvort frá Alþingi eða eftir öðrum lögmætum leiðum.

Forstöðumaður annast daglegan rekstur og stjórn stöðvarinnar og kemur fram fyrir hennar hönd útá við. Hann lausræður starfsfólk í samráði við Íslenska málnefnd, gefur árlega skýrslu um starfsemi stöðvarinnar og leysir af hendi önnur þau verkefni sem málnefndin telur honum.

Forstöðumaður hefur umsjón með fjármálum stöðvarinnar og gengur frá rekstraráætlun og fjárveitingatillögum til menntamálaráðuneytis í samráði við málnefndina. Forstöðumaður á rétt til setu á fundum málnefndar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt (sbr. 4. gr.).

10. gr.

Menntamálaráðherra skipar annað fastráðið starfsfólk en forstöðumann að fengnum tillögum Íslenskrar málnefndar, eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum.

11. gr.

Háskóli Íslands leggur málstöðinni til húsnæði, húsgögn og aðra búsmuni, ennfremur síma að sínum hluta, eftir því sem um semst.

Íslensk málnefnd kostar rekstur málstöðvarinnar að öðru leyti. Laun forstöðumanns og annarra fastra starfsmanna eru greidd af fjárveitingu til Íslenskrar málnefndar hverju sinni (sbr. 10. gr.).

Aðrar tekjur málstöðvarinnar eru háðar samþykki Íslenskrar málnefndar. Reikningshald stöðvarinnar er sérstakur liður í reikningshaldi nefndarinnar.

12. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 9. gr. laga nr. 80/1984, um Íslenska málnefnd, og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 26. mars 1987.

Sverrir Hermannsson.

Árni Gunnarsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica