Menntamálaráðuneyti

105/1990

Reglugerð um framhaldsskóla - Brottfallin

I. KAFLI

Gildissvið.

1. gr.

Reglugerð þessi tekur til náms á framhaldsskólastigi er fer fram í menntaskólum, fjölbrautaskólum, iðnfræðsluskólum, framhaldsdeildum grunnskóla og sérskólum sem ekki starfa samkvæmt sérstökum lögum.

Setja skal reglugerð um sérskóla þar sem kveðið er á um hlutverk, starf og starfssvið þeirra ef starfsemin fellur ekki að almennum ákvæðum þessarar reglugerðar.

 

II. KAFLI

Hlutverk.

2. gr.

Hlutverk framhaldsskóla er að búa nemendur undir 1íf og starf í lýðræðissamfélagi og veita þeim almenna menntun sem nýtist bæði í starfi og tómstundum. Skólinn skal því m.a.: - stuðla að alhliða þroska nemenda með því að veita þeim viðfangsefni við hæfi hvers og eins,

- búa nemendur undir sérhæfð og/eða almenn störf í atvinnulífinu,

- búa nemendur undir áframhaldandi nám í sérskólum eða háskólum,

- þjálfa nemendur í að vinna með öðrum og taka tillit til annarra,

- veita nemendum þekkingu og þjálfun sem auðveldar þeim að taka sjálfstæða afstöðu til manna og málefna,

- þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum,

- stuðla að því að nemendur öðlist skilning á samfélagi í sífelldri þróun og veita þeim þjálfun og þekkingu til virkrar þátttöku í því,

- leitast við að kenna nemendum að njóta menningarlegra verðmæta og meta þau.

 

III. KAFLI

Stofnun og bygging framhaldsskóla.

3. gr.

Um stofnun og byggingu framhaldsskóla gildir sérstök reglugerð, sem sett verður síðar.

 

IV. KAFLI

Stjórnun.

4. gr.

Menntamálaráðuneytið fer með yfirstjórn framhaldsskóla.

 

5. gr

Menntamálaráðuneytið gefur út námskrá fyrir framhaldsskóla og er hún meginviðmiðun skóla við skipulagningu náms og kennslu.

Í námskrá eru skilgreind almenn markmið náms í framhaldsskóla, markmið einstakra námsbrauta, svo og markmið einstakra námsgreina, auk ákvæða um námsmat.

Sérhver skóli skal gefa út námsvísi/skólanámskrá á grundvelli þessarar námskrár þar sem gerð er grein fyrir námsframboði og kennsluháttum hlutaðeigandi skóla. Námsvísa/ skólanámskrá skal leggja fyrir ráðuneytið til staðfestingar.

Skólar ákveða sjálfir hvort þeir skipuleggja námið í áfangakerfi eða bekkjarkerfi.

 

6. gr.

Menntamálaráðuneytið fylgist með starfi skóla og sér um að þeir starfi í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og námskrá. Það hefur eftirlit með inntaki náms og fylgist með kennslu og árangri hennar. Þetta tekur einnig til almenns eftirlits með námi og starfsþjálfun sem fram fer á vinnustöðum á vegum skóla.

Skólastofnun verður að uppfylla lágmarkskröfur hvað varðar húsnæði og aðbúnað svo heimilt sé að setja á stofn námsbraut. Ráðuneytið skal á hverju ári láta fylgjast með því að skólar uppfylli kröfur um húsnæði og aðbúnað.

 

7. gr.

Heildarmat á starfi einstakra skóla eða afmarkaðra þátta þess getur farið fram í samvinnu skóla og menntamálaráðuneytis. Slíkt mat getur verið að frumkvæði skóla eða ráðuneytisins.

Menntamálaráðuneytið ræður tímabundið sérfróða starfsmenn í tilteknum greinum eða greinaflokkum sem skulu aðstoða og leiðbeina kennurum eftir því sem þörf krefur og/eða meta kennslu hver í sinni grein eða greinaflokki.

Í lok hvers starfsárs skulu þeir gera skýrslu um starfið og setja fram tillögur um úrbætur eða sérstakar aðgerðir til eflingar skólastarfi ef þeir telja þörf á.

Nánar skal kveðið á um störf þessi í verksamningi sem menntamálaráðuneytið gerir.

 

8. gr.

Menntamálaráðuneytinu ber að stuðla að þróun skólastarfs og hafa forgöngu um rannsóknir.

Skólar, aðrar menntastofnanir, félagasamtök og einstaklingar geta haft forgöngu um slík verkefni og sótt um styrki til þeirra í samræmi við framkvæmdaáætlun sem þeir leggja fram. Styrkirnir geta t.d. verið fólgnir í kennsluafslætti. Ráðuneytið lætur aðilum í té faglega aðstoð eftir því sem tök eru á. Þeir sem hljóta slíka styrki skulu skila skýrslu um starfið til menntamálaráðuneytisins við lok styrktímabils.

Menntamálaráðuneytið stuðlar einnig að útgáfu náms- og kennsluefnis fyrir framhalds­skóla og veitir styrki til slíkra verkefna eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum.

 

9. gr.

Samstarfsnefnd framhaldsskóla er skipuð skólameisturum (rektorum) undir forsæti menntamálaráðherra eða staðgengils hans.

Nefndin skipuleggur samstarf framhaldsskólanna og fjallar m.a. um verkaskiptingu, samvinnu um fagstjórn, skipulag, skólaþróun og önnur þau mál sem varða samstarf skóla.

Menntamálaráðherra getur skipt nefndinni í hópa til að fjalla um einstaka málaflokka.

Menntamálaráðherra er heimilt að skipta landinu í samstarfssvæði, að höfðu samráði við skólanefndir og skólastjórnir framhaldsskóla.

Samstarfsnefnd framhaldsskóla eða undirnefndir hennar skulu halda fundi eigi sjaldnar en tvisvar á ári.

 

10. gr.

Menntamálaráðherra skipar iðnfræðsluráð til 4ra ára í senn. sbr. 22. gr. laga nr. 57/ 1988.

Formaður iðnfræðsluráðs skal kveðja ráðíð saman til fundar eigi sjaldnar en á 2j a mánaða fresti og oftar ef þörf krefur.

Iðnfræðsluráð er sameiginlegur vettvangur atvinnulífs, skóla og menntamálaráðuneytis­ins þar sem fjallað er um ýmis mál sem tengjast iðnfræðslu. Iðnfræðsluráð setur sér sjálft starfsreglur.

Hlutverk iðnfræðsluráðs er að vera til ráðuneytis um mótun heildarstefnu í iðnfræðslu bæði að því er tekur til löggiltra iðngreina og annarra starfa í iðnaði.

Ennfremur skal iðnfræðsluráð:

- fylgjast með þróun iðnaðar og gera tillögur um breytingar á iðnmenntun í samræmi við hana,

- veita umsögn um tillögur um búnað og aðstöðu til kennslu í iðngreininni,

- gera tillögur um skipulag kennslueftirlits,

- veita umsögn um tillögur að námskrá í verklegum og bóklegum faggreinum,

- gera tillögur til menntamálaráðuneytisins um löggiltar iðngreinar,

- gera tillögur að reglum um framkvæmd námssamninga,

- sinna öðrum verkefnum sem ráðíð sjálft eða menntamálaráðuneytið telja að falli undir verksvið þess.

 

11. gr.

Menntamálaráðherra skipar fræðslunefnd skv. 23. grein laganna fyrir iðngreinaflokk eða iðngrein, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 102/1990 um löggiltar iðngreinar, námssamninga, sveinspróf og meistararéttindi. Af þeim fulltrúum, sem iðnfræðsluráð tilnefnir, skulu tveir vera frá aðilum vinnumarkaðarins og einn verkmenntakennari. Heimilt er að skipa með sama hætti fræðslunefndir fyrir menntun til starfa í öðrum iðnaði.

Hlutverk fræðslunefnda er m.a. að:

- greina þörf fyrir menntun í einstökum iðngreinum,

- gera tillögur um námsskipan, námskrá, námsgagnagerð og sveinspróf,

- skilgreina lágmarkskröfur sem meistari eða iðnfyrirtæki þarf að uppfylla til að taka nema á samning,

- fylgjast með því að kennsla og starfsþjálfun á vinnustað sé í samræmi víð námskrá og reglugerð,

- veita umsögn um beiðnir frá iðnmeisturum eða iðnfyrirtækjum um að gera námssamninga,

- veita fyrirtækjum leiðbeiningar um verklega þjálfun iðnnema.

Nefndirnar skulu hafa samvinnu og samráð víð fagnefndir félagasamtaka iðnaðarmanna hver á sínu sviði.

Menntamálaráðuneytið setur fræðslunefndum starfsreglur.

 

12. gr.

Menntamálaráðuneytið skipar iðnfulltrúa til 4ra ára í senn og ákveður umdæmi þeirra að fengnum tillögum iðnfræðsluráðs.

Hlutverk iðnfulltrúa er að leiðbeina um gerð iðnnámssamninga, staðfesta þá og sjá um að þeir séu skráðir hjá menntamálaráðuneytinu. Þeir skulu einnig veita hlutaðeigandi upplýsing­ar um framkvæmd samninganna og vera tengiliður skóla og atvinnulífs.

Æskilegt er að iðnfulltrúar hafi aðsetur í framhaldsskólum. Menntamálaráðuneytið setur iðnfulltrúum erindisbréf.

 

13. gr.

Menntamálaráðherra skipar fræðsluráð sjávarútvegs til fjögurra ára í senn, sbr. 26. gr. laganna. Þegar fræðsluráð sjávarútvegs hefur verið skipað skal fulltrúi menntamálaráðuneyt­isins kveðja það saman til fyrsta fundar. Á þeim fundi skal kosinn formaður, varaformaður og ritari ráðsins.

Fræðsluráð sjávarútvegs skal boðað til funda eigi sjaldnar en tvisvar á árí. Ráðíð setur sér starfsreglur.

Fræðsluráð sjávarútvegs er sameiginlegur vettvangur atvinnulífs, skóla og menntamála­ráðuneytisins þar sem fjallað er um ýmis mál sem tengjast fræðslu í sjávarútvegi.

Fræðsluráð sjávarútvegs mótar í samvinnu við menntamálaráðuneytið heildarstefnu og fræðsluskipulag í sjávarútvegs- og fiskeldisgreinum.

Ennfremur skal ráðíð:

- greina þörf fyrir menntun á sviði sjávarútvegs,

- fylgjast með þróun menntunar í sjávarútvegi, fiskvinnslu og fiskeldi í öðrum löndum, svo og samþykktum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um menntun og þjálfun sjómanna,

- veita umsögn um námskrár, námsgögn, búnað og aðstöðu til kennslu,

- gera tillögur um endurmenntun starfsmanna í sjávarútvegi,

- sinna öðrum verkefnum sem ráðíð sjálft eða menntamálaráðuneytið telja að falli undir verksvið þess.

 

14. gr.

Í ráðgjafarnefndum, sem skipaðar eru skv. 27. gr. laganna til að stuðla að samráði atvinnulífs og menntamálaráðuneytis, skulu sitja 5 - 7 fulltrúar. Skulu þeir tilnefndir of samtökum vinnumarkaðarins þar sem a.m.k. einn skal vera úr samtökum kennara og stofnunum sem tengjast viðkomandi sviði skv. nánari ákvörðun menntamálaráðuneytis. Menntamálaráðherra skipar formann án tilnefningar.

Ráðgjafarnefndirnar skulu gera tillögur um stefnu og skipulag fræðslu og námsbrautir í viðkomandi starfsgreinum.

Menntamálaráðuneytið setur ráðgjafarnefndum erindisbréf.

 

15. gr.

Menntamálaráðherra skipar skólanefnd víð hvern framhaldsskóla til fjögurra ára í senn og skal miðað víð kjörtímabil sveitarstjórna. Í skólanefndum skulu sitja sjö menn: tveir fulltrúar starfsmanna kosnir á fundi aura starfsmanna skólans, einn fulltrúi kosinn of nemendum skólans, þrír fulltrúar tilnefndir of hlutaðeigandi sveitarfélagi eða samtökum sveitarfélaga í viðkomandi landshluta og einn fulltrúa skipar ráðherra án tilnefningar. Fulltrúi nemenda skal þó kosinn til eins árs. Varamenn skulu valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til tveggja ára í senn, en fulltrúi ráðuneytisins kallar nýja nefnd saman til fyrsta fundar. Fráfarandi nefnd heldur fullu starfsumboði þar til ný nefnd hefur verið skipuð. Miða skal víð að skólanefndir framhaldsskóla séu að jafnaði fullskipaðar fyrir júlílok að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Fulltrúar nemenda og starfsmanna skulu þó tilnefndir áður en skólaári lýkur.

Tveir skólar eða fleiri í sama kjördæmi eða landshluta geta sameinast um eina skólanefnd. Tilnefning starfsmanna og nemenda fer eftir samkomulagi aðila.

Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt og er framkvæmda­stjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði víð formann. Skólanefnd skal m.a.:

- stuðla að því að skólinn þróist þannig að hann hafi sem mest gildi fyrir skólasvæðið og sem mest tengsl víð aðra starfsemi sem þar fer fram, einkum á sviði menningar- og atvinnulífs,

- ákveða ásamt skólameistara námsframboð skóla. Ákvörðunin er háð samþykki mennta­ málaráðuneytisins,

- undirbúa ásamt skólameistara tillögur til fjárlaga og senda þær menntamálaráðuneytinu,

- gera fjárhagsáætlun fyrir skólann að fengnum tillögum skólameistara vegna komandi rekstrarárs og fylgjast með að henni sé framfylgt. Raskist fjárhagsáætlun skóla vegna verðlagsbreytinga eða of öðrum gildum ástæðum skulu skólameistari og skólanefnd taka málíð upp víð stjórnvöld og leita úrræða,

- ákveða að fengnum tillögum skólameistara upphæð gjalda er nemendum er gert að greiða við innritun í námsáfanga, svo sem innritunargjalda, efnisgjalda, pappírsgjalda og nem­endasjóðsgjalda og sjá um bókhald yfir gjöldin og endurskoðun. Gjöld til nemendasjóðs skulu ákveðin að fengnum tillögum nemendaráðs,

- hafa ásamt skólameistara umsjón með rekstri heimavistar þar sem hún er rekin í tengslum við framhaldsskóla, svo og rekstri mötuneytis nemenda,

- ákveða að fengnum tillögum skólameistara upphæð gjalda er nemendur skulu greiða vegna sérgreinds kostnaðar við rekstur mötuneytis, skipulagðan akstur, efniskaup til verklegrar kennslu, vegna leigu í heimavist o.fl. Menntamálaráðuneytið setur reglur um hvaða kostnaðarliðir koma hér til greina,

- gera tillögur til skólameistara um ráðningu kennara, námsráðgjafa og skólasafnvarða og veita umsögn um ráðningu aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, kennslustjóra og deildar­stjóra,

- gera tillögur til menntamálaráðuneytisins um ráðningu í stöðu skólameistara og gera ásamt skólameistara tillögur um skipun kennara, námsráðgjafa og skólasafnvarða,

- setja reglur um notkun húsnæðis skólans utan skólatíma og ákveða upphæð gjalds er tekið skal fyrir slík afnot. Þó skulu samtök nemenda, foreldra, kennara og annarra starfsmanna skólans hafa forgang um afnot húsnæðisins til félagslegra starfa og skal það vera án endurgjalds,

- ráðstafa hagnaði of leigu húsnæðis framhaldsskóla til viðhalds og endurnýjunar á húsnæði og búnaði skólans.

Skólanefnd er ásamt skólameistara heimilt að semja við iðnmeistara, fyrirtæki og stofnanir og aðra skóla um að annast tiltekna þætti í verklegri og faglegri kennslu þegar þörf er á sérstökum búnaði eða sérhæfingu. Slíkir samningar skulu staðfestir of menntamálaráðu­neytinu og hefur ráðuneytið yfirumsjón með framkvæmd þeirra.

Skólanefnd getur stofnað sjóði við skólann með sérgreindum fjárhag, en háð skal slík sjóðstofnun opinberri skipulagsskrá.

Rísi ágreiningur í skólanefnd skal leitast við að jafna hann og reyna að ná niðurstöðu án þess að greiða þurfi atkvæði. Komi til atkvæðagreiðslu um mál ræður afl atkvæða.

Halda skal gerðabók um skólanefndarfundi og senda skólastjórn afrit fundagerða nema þegar um trúnaðarmál er að ræða.

 

16. gr.

Skólastjórn er kosin til eins árs við upphaf skólaárs. Skólameistari er oddviti skólastjórn­ar sem auk hans skal skipuð tveimur fulltrúum kennara, kjörnum á fyrsta almenna kennarafundi á skólaárinu, tveimur fulltrúum nemenda, kjörnum of nemendaráði, aðstoðar­skólameistara og áfangastjóra, starfi þeir við skólann. Ef öldungadeild starfar við skólann skal koma einn fulltrúi til viðbótar úr hópi öldungadeildarnema. Skólameistari skal skipa menn í stað aðstoðarskólameistara eða áfangastjóra ef þeir starfa ekki við skólann. Endurkjör fulltrúa kennara og nemenda er heimilt.

Skólastjórn skal m.a.:

- vera skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans og daglegan rekstur,

- fjalla um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar,

- fjalla um skólareglur, vinnuaðstöðu starfsliðs og nemenda, svo og félagsaðstöðu nemenda og kennara,

- veita umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstak­lingum, skólameistara og menntamálaráðuneytinu sé þess óskað.

- fjalla um mál sem upp kunna að koma og varða einstaka nemendur og kennara.

Umsagnir skólastjórnar, er varða rekstur skólans, skulu sendar skólanefnd. Skólastjórn getur vísað erindum, sem hún hefur fjallað um, ásamt umsögn, til skóla­nefndar, kennarafundar eða nemendaráðs.

Rísi ágreiningur í skólastjórn skal leitast við að jafna hann og reyna að ná niðurstöðu án þess að greiða þurfi atkvæði. Komi til atkvæðagreiðslu um mál ræður afl atkvæða. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði skólameistara.

Skólastjórn starfar á starfstíma skóla, en heimilt er að kalla hana saman þess utan beri brýna nauðsyn til. Hún heldur fundi a.m.k. mánaðarlega. Skólameistari boðar til funda. Skylt er að kalla saman fund ef tveir eða fleiri skólastjórnarmenn óska þess.

Halda skal gerðabók um skólastjórnarfundi og senda skólanefnd afrit fundargerða nema þegar um trúnaðarmál er að ræða.

 

17. gr.

Halda skal kennarafund eigi sjaldnar en tvisvar á önn. Skólameistari boðar til fundarins. Skylt er skólameistara að halda kennarafund ef fulltrúar kennara í skólastjórn eða þriðjungur fastra kennara óska þess.

Kennarafundi skal halda innan dagvinnumarka á starfstíma skólans og til þeirra boðað með tveggja daga fyrirvara og dagskrá. Fastir kennarar skulu sækja kennarafundi að forfallalausu. Stundakennurum er skylt að sækja kennarafundi ef skólameistari óskar þess og hafa þeir þá atkvæðisrétt. Skólameistari undirbýr mál er fyrir kennarafund koma, en öllum, sem þar eiga seturétt, er heimilt að bera þar fram mál.

Almennir kennarafundir skulu fjalla um stefnumörkun í starfi skólans, m.a. námsskipan, kennsluhætti, skipulag vinnutíma kennara á önn/hverju ári, tilhögun prófa og námsmat. Kennarafundur hefur umsagnarrétt um ráðningu/skipun skólameistara og annarra stjórnenda skólans.

Kennarafundur kýs við upphaf haustannar tvo fulltrúa í skólastjórn og er kjörtímabil eitt ár. Endurkjör er heimilt.

Skólameistari, skólanefnd og skólastjórn geta ákveðið að skjóta öðrum málum til umsagnar kennarafundar. Kennarafundur getur haft frumkvæði að því að mál komi til meðferðar skólanefndar og/eða skólastjórnar.

Skólameistari sér um að samþykktum kennarafunda sé komið á framfæri við rétta aðila nema fundurinn ákveði að hafa annan hátt á. Halda skal gerðabók um kennarafundi.

 

18. gr.

Almenn samtök nemenda í hverjum skóla setja reglur um skipun, starfssvið og starfshætti nemendaráðs. Þar skal tryggt eftir föngum jafnrétti nemenda til áhrifa á val fulltrúa í nemendaráð.

Nemendaráð er fulltrúi nemenda gagnvart skólastjórn, skólameistara og skólanefnd. Hlutverk þess er m.a.:

- að standa vörð um hagsmuni nemenda, efla félagsþroska þeirra, tengsl þeirra innbyrðis og við nemendur annarra skóla,

- að tilnefna fulltrúa nemenda í skólanefnd og skólastjórn. Kjörtímabil er eitt ár. Fulltrúinn er kosinn fyrir próf á vorin og er starfstími hans til jafnlengdar næsta ár. Endurkjör er heimilt,

- að gera tillögu til skólanefndar um nemendasjóðsgjöld,

- að tilnefna fulltrúa úr hópi nemenda til þess að koma á framfæri við stjórnendur skólans tillögum og umsögnum um markmið náms, námsefni og kennslutilhögun.

 

19. gr.

Gerðabækur skólanefnda, skólastjórna, kennarafunda og nemendaráða skal varðveita í skólunum sjálfum eða hjá formanni viðkomandi nefndar í tíu ár en síðan skulu bækurnar sendar Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu.

 

V. KAFLI

Starfslið.

20. gr.

Tryggt skal að framhaldsskólar hafi því starfsliði á að skipa, að þeir geti rækt þær skyldur er lög og reglugerð þessi mæla fyrir um.

Starfslið skóla starfar samkvæmt lögum, reglugerðum, erindisbréfi, kjarasamningi eða sérstökum reglum sem settar eru.

Þrátt fyrir verkaskiptingu skv. 21.-37. grein getur skólameistari skipað störfum með öðrum hætti ef hann telur það henta og samkomulag verður um það meðal hlutaðeigandi starfsmanna, sbr. einnig 27. grein.

 

21. gr.

Auglýsa skal öll laus störf innan framhaldsskólans.

Um skilyrði til þess að vera settur eða skipaður skólameistari eða ráðinn eða skipaður framhaldsskólakennari fer eftir ákvæðum laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, nr. 48/1986.

Þegar kennari, námsráðgjafi eða skólasafnvörður, hefur verið ráðinn með ráðningar­samningi við framhaldsskóla í a. m. k. eitt ár getur skólanefnd og skólameistari óskað eftir því við ráðuneytið að það skipi hann í stöðu.

Kennari, sem skólameistari ræður með ráðningarsamningi, nýtur sömu réttinda og kennari sem settur er of menntamálaráðuneytinu.

Við ráðningu alls starfsfólks framhaldsskóla og val á milli umsækjenda er skylt að taka tillit til menntunar og starfsreynslu auk annarra verðleika.

 

22. gr.

Menntamálaráðherra setur eða skipar skólameistara við framhaldsskóla að fengnum tillögum skólanefndar.

Skólameistari skal m.a.:

- bera ábyrgð á starfsemi skólans, innritun nemenda, menntunar- og uppeldishlutverki skólans, þróunarstarfi innan hans, eignum, fjárreiðum og öllum rekstri,

- hafa yfirumsjón með allri áætlanagerð um kennslu, námsframboð og aðra starfsemi skólans, rekstur og eignakaup og bera ábyrgð á því að samþykktum áætlunum sé fylgt,

- sjá um að lögum, reglugerðum og námskrá sé framfylgt, - sjá um að auglýsa öll laus störf innan skólans,

- ráða, að fengnum tillögum skólanefndar, kennara, námsráðgjafa og skólasafnverði eftir því sem gildandi lög segja til um og skipta með þeim verkum,

- ráða stundakennara í samráði við deildarstjóra og ráða aðra starfsmenn,

- hafa yfirumsjón með starfi kennara, nemenda og annarra starfsmanna skólans og fylgjast með því að þeir ræki skyldur sínar og njóti þeirra réttinda sem þeim ber,

- sjá um tengsl skólans við þá er láta sig störf hans varða, t.d. aðstandendur nemenda, yfirvöld og aðila á öðrum sviðum atvinnulífsins,

- gera ásamt skólanefnd tillögur til menntamálaráðuneytisins um skipun kennara.

Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara að höfðu samráði við skólanefnd. Hann skal ráðinn til fimm ára í senn úr hópi framhaldsskólakennara og skal starfið áður hafa verið auglýst. Endurráðning er heimil að undangenginni auglýsingu.

Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn skólans og rekstur, sjá þó 27. gr. reglugerðar þessarar.

 

23. gr.

Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara að höfðu samráði við skólanefnd. Hann skal ráðinn til fimm ára í senn úr hópi framhaldsskólakennara og skal starfið áður hafa verið auglýst. Endurráðning er heimil að undangenginni auglýsingu.

Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn skólans og rekstur, sjá þó 27. gr. reglugerðar þessarar.


 

24. gr.

Skólameistari ræður áfangastjóra að höfðu samráði við skólanefnd til allt að fjögurra ára í senn úr hópi framhaldsskólakennara við skólann eftir að starfið hefur verið auglýst innan skólans. Endurráðning er heimil að undangenginni auglýsingu.

Áfangastjóri skal m.a.:

- hafa umsjón með rekstri áfangakerfis við skólann,

- sjá um skráningu upplýsinga um nemendur er innritast í skólann, mat á námi frá öðrum skólum, færslu námsferilsskrár og miðlun slíkra upplýsinga til kennara og skólastjórnenda,

- hafa umsjón með fjarvistaskráningu,

- hafa yfirumsjón með námsvali nemenda í samráði við námsráðgjafa skólans og umsjónar­kennara,

- hafa umsjón með gerð stundaskrár, prófstjórn og úrvinnslu einkunna. 25. gr.

Heimilt er, þar sem henta þykir, að ráða kennslustjóra (sviðsstjóra), einn eða fleiri til þriggja ára úr hópi framhaldsskólakennara við skólann og skal starfið áður hafa verið auglýst innan skólans. Endurráðning er heimil að undangenginni auglýsingu. Skólameistari ræður kennslustjóra að höfðu samráði við skólanefnd.

Kennslustjóri skal m.a.:

- hafa umsjón með skipulagningu og kennslu á ákveðnum starfssviðum skólans, svo og mati á námi og kennslu,

- gera áætlanir um rekstur og tækjabúnað á sínu sviði og hafa umsjón með því að vel sé farið með efni og búnað og að aðstaða sé vel nýtt,

- leiðbeina kennurum og deildarstjórum er starfa á hans sviði, samhæfa störf þeirra og hlutast til um samstarf þeirra á milli,

- vera áfangastjóra til fulltingis um skipulagsmál,

- hafa umsjón með þróunarstarfi á sínu sviði.

 

26. gr.

Deildarstjóra skal ráða í kennslugreinum eða greinaflokkum þannig að allar greinar séu á verksviði ákveðins deildarstjóra. Deildarstjóri er ráðinn úr hópi framhaldsskólakennara skólans til tveggja ára í senn og skal starfið áður hafa verið auglýst innan skólans. Endurráðning er heimil að undangenginni auglýsingu. Skólameistari ræður deildarstjóra úr hópi umsækjenda að fenginni umsögn fagkennarafundar viðkomandi greina(r).

Deildarstjóri skal m.a.:

- hafa umsjón með kennsluáætlunum, kennslu, vali á námsefni, námsmati og samvinnu kennara í sinni grein eða greinum,

- gera áætlanir um störf deildarinnar ásamt kennurum og skrifa skýrslur um starfsemina í lok skólaárs,

- veita upplýsingar um nám, kennsluefni og kennsluhætti og aðstoða nemendur varðandi nám í greinum sem eru undir hans stjórn,

- halda fundi með kennurum um mál viðkomandi greina(r), setja nýja kennara inn í störf og vera til ráðuneytis um kennsluhætti,

- hafa samstarf við aðra deildarstjóra skólans um námsefni, kennsluhætti og tillögur til ráðuneytis um breytingar á námskrá. Þá skal deildarstjóri eftir föngum hafa samstarf við deildarstjóra í sinni grein (sínum greinum) við aðra framhaldsskóla eftir því sem tök eru á,

- hafa umsjón með kennslugögnum og tækjum og fylgjast með því að vel sé farið með efni og tæki í sinni deild,

- vera skólameistara til ráðuneytis um ráðningu kennara í viðkomandi grein (greinum).

Deildarstjóri í verklegum greinum skal ennfremur hafa umsjón með samstarfi við vinnustaði sem hafa nemendur deildarinnar í starfsþjálfun.

 

27. gr.

Í skólum, sem eru svo fámennir að það fjármagn, sem ætlað er til stjórnunar, nægir ekki til að ráða í stöðu deildarstjóra, áfangastjóra, kennslustjóra eða aðstoðarskólameistara, skal skólameistari í samráði við skólanefnd ákveða hvernig þessum störfum skuli skipt milli kennara innan þess ramma sem fjárlagaheimildir marka.

 

28. gr.

Menntamálaráðherra skipar kennara við framhaldsskóla að fengnum tillögum skóla­meistara og skólanefndar. Skólameistari ræður kennara, sbr. 22. gr.

Öllum kennararáðningum skal lokið eftir því sem kostur er fyrir 1. júlí ár hvert. Kennari skal m.a.:

- kenna og meta nám í kennslugrein sinni. Hann skal skipuleggja kennsluna með hliðsjón of markmiðum námsins, þroska og þörfum nemenda og gera kennsluáætlanir í samráði við samkennara og deildarstjóra,

- veita viðkomandi aðilum innan skólans upplýsingar um námsgengi nemenda,

- veita upplýsingar um námsefni og námsskipan í sinni grein,

- fylgjast með í kennslugrein sinni, stuðla að þróun hennar og huga að tengslum við aðrar greinar,

- taka þátt í samstarfi um starf og stefnu eigin skóla,

- starfa með öðrum kennurum skólans að sameiginlegum viðfangsefnum,

- hafa samskipti við aðila utan skólans sem tengjast eða hafa áhrif á nám og kennslu í viðkomandi kennslugrein.

 

29. gr.

Kennara er skylt að hafa umsjón með hópi nemenda eftir því sem skólameistari ákveður í upphafi skólaárs. Nefnist hann þá umsjónarkennari.

Umsjónarkennari skal m.a.:

- fylgjast með ástundun og námi nemendahópsins og koma ábendingum um námsvanda á framfæri við námsráðgjafa og skólameistara eða staðgengil hans,

- vera nemendum til ráðuneytis um mál er tengjast skólavist þeirra,

- aðstoða nemendur við námsval og vinna námsáætlanir með þeim,

- vera talsmaður nemenda sinna gagnvart skólayfirvöldum og öðrum kennurum,

- leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi,

- leitast við að virkja nemendur til þátttöku og samábyrgðar í mótun þroskavænlegs, skapandi skólastarfs,

- miðla upplýsingum frá stjórnendum skóla til umsjónarnemenda sinna.

 

30. gr.

Sérhver framhaldsskóli skal njóta starfa sérkennara í samræmi við þarfir nemenda skólans fyrir sérkennslu. Sérkennari getur annast sérkennslu í fleiri en einum skóla. Sérkennari skal m.a.:

- aðstoða stjórnendur skóla við gerð áætlunar fyrir sérkennslu, svo og framkvæmd hennar,

- annast kennslu þeirra nemenda sem fötlunar sinnar vegna þurfa á sérkennslu að halda,

- hafa umsjón með kennslu á ákveðnum, sérhæfðum námsbrautum,

- annast kennslu og ráðgjöf nemenda vegna sértækra lestrar- og skriftarörðugleika.

 

31. gr.

Nemendur framhaldsskóla eiga rétt á sálfræðiþjónustu. Þjónustuna skal miða við aðstæður í hverjum skóla. Þar sem því verður við komið gera framhaldsskólar, að fengnu samþykki menntamálaráðuneytisins, samning við fræðsluskrifstofu um sálfræðiþjónustu.

Heimilt er að ráða sálfræðing við framhaldsskóla ef stærð hans og aðstæður gefa tilefni til. Einnig er framhaldsskólum heimilt, að fengnu samþykki menntamálaráðuneytis, að semja við aðrar stofnanir, s.s. sérskóla á grunnskólastigi, um kennslufræðilega ráðgjöf vegna fatlaðra nemenda þegar námsráðgjafi og/eða sérkennari telja það nauðsynlegt.

 

32. gr.

Við hvern framhaldsskóla skal starfa námsráðgjafi/ráðgjafar. Þeir sem hlotið hafa sérmenntun í námsráðgjöf við háskóla og hafa kennsluréttindi á framhaldsskólastigi auk kennslureynslu skulu sitja fyrir um störf við námsráðgjöf. Skólameistari ræður námsráðgjafa að fengnum tillögum skólanefndar. Menntamálaráðherra skipar námsráðgjafa.

Námsráðgjafi liðsinnir nemendum í einkamálum er snerta skólavist þeirra, veitir þeim ráðgjöf um náms- og starfsval og liðsinnir kennurum vegna námsvanda nemenda. Hann skal vera skólastjórn til ráðuneytis um málaflokka er tengjast starfi hans.

Hann skal ennfremur:

- hafa samband við forráðamenn nemenda þegar þörf er á,

- hafa samvinnu við umsjónarkennara, sérkennara, sálfræðinga, geðlækna, félagsráðgjafa og starfsfólk heilsugæslu vegna nemenda þegar þörf krefur og vísa málum til annarra sérfræðinga þegar ástæða er til,

- aðstoða umsjónarkennara við að skipuleggja störf sín og meta þau, - hafa umsjón með námskynningu í skólanum og á vegum skólans,

- sitja fundi skólastjórnar þegar fjallað er um málefni einstakra nemenda og hafa þar málfrelsi og tillögurétt,

- fylgjast með og taka þátt í að þróa og samræma námsráðgjöf og starfa með námsráðgjöfum í framhaldsskólum og öðrum skólum að því marki,

- safna og halda við upplýsingum um námsleiðir, störf og ástand og horfur í íslensku atvinnulífi,

- afla eftir þörfum upplýsinga um nám nemenda í grunnskólum, - fylgjast með námsgengi nemenda,

- skila skýrslu til skólameistara og skólanefndar um helstu viðfangsefni sín á skólaárinu.

 

33. gr.

Yfirmaður skólasafns skal vera bókasafnsfræðingur og hafa að öðru jöfnu kennslurétt­indi á framhaldsskólastigi. Skólameistari ræður skólasafnvörð að fengnum tillögum skóla­nefndar. Menntamálaráðherra skipar skólasafnvörð.

Yfirmaður skólasafns skal m.a.:

- gera áætlanir um starfsemi safnsins og hafa umsjón með daglegum rekstri þess, bókakosti og öðrum eignum svo og lestrarsölum,

- annast skráningu bókasafnsins og sjá um að halda því í röð og reglu,

- annast innkaup bóka og annarra gagna til safnsins í umboði skólameistara,

- sitja fundi skólanefndar og skólastjórnar, með málfrelsi og tillögurétt þegar fjallað er um málefni tengd starfssviði hans,

- fylgjast með nýjungum á sviði bókasafns- og upplýsingafræði og annast kynningarstarfsemi innan skólans,

- kenna nemendum og kennurum safnnotkun og veita þeim bókfræðilega aðstoð,

- starfa með kennurum og nemendum að því að undirbúa og vinna verkefni sem krefjast sérstakrar þjónustu skólasafnsins,

- skila skýrslu til skólameistara um rekstur og notkun safnsins í lok skólaárs.

 

34. gr.

Skólameistari ræður félagsráðunaut/félagsráðunauta úr hópi kennara hlutaðeigandi skóla til a.m.k. einnar annar í senn.

Félagsráðunautur skal m.a.:

- vera nemendum til ráðuneytis um félagsstörf og skipulag þeirra,

- skipuleggja umsjón og eftirlit með samkomum nemenda er fram fara í húsnæði skólans eða á hans vegum,

- aðstoða nemendur eftir þörfum við gerð fjárhagsáætlana og fjárreiður vegna félagslífs þeirra.

 

35. gr.

Skólameistari ræður tækjavörð og/eða umsjónarmenn með sérstofum til a.m.k. einnar annar í senn til að hafa umsjón með kennslutækjum skólans, nýtingu þeirra, varðveislu og viðhaldi, svo og öðrum búnaði og efnum sem notuð eru við kennslu eftir því sem nánar er ákveðið í hverjum skóla.

 

36. gr.

Skólameistari ræður húsbændur eða húsfreyjur til eins skólaárs í senn. Þau annast í umboði skólameistara daglegt eftirlit með nemendum á heimavist og sjá til þess að reglum heimavistar sé framfylgt.

 

37. gr.

Um störf annars starfsfólks skólanna, s.s. fjármálastjóra, skrifstofumanna, aðstoðarfólks fatlaðra, húsvarða, ræstingarfólks og starfsfólks í mötuneytum skólanna skal kveða á í starfslýsingum sem skólastjórn setur.

 

38. gr.

Um heilsugæslu í framhaldsskólum fer eftir reglum er heilbrigðis- og tryggingamálaráðu­neytið setur.

 

39. gr.

Um kaup og kjör starfsliðs framhaldsskóla fer eftir ákvæðum kjarasamnings.

 

40. gr.

Þegar skipaður kennari, námsráðgjafi eða skólasafnvörður lætur of störfum sökum aldurs eða að eigin ósk skal hann tilkynna skólameistara það skriflega með lögboðnum fyrirvara, sbr. 15. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Starfslok fylgi annaskipt­um eða skólaári.

 

41. gr.

Menntamálaráðuneytið getur vent kennara, námsráðgjafa eða skólasafnverði leyfi án launa í allt að eitt ár að fenginni umsögn skólameistara og skólanefndar. Umsókn um slíkt leyfi ber að senda til skólameistara þremur mánuðum fyrir lok næstu námsannar á undan og sendir hann málið áfram til ráðuneytisins ásamt með umsögn skólanefndar. Heimilt er að framlengja slíkt leyfi ef sérstakar ástæður mæla með því.

Þegar sótt er um skemmra leyfi en að ofan greinir skal kennari sækja um það til skólameistara með eins löngum fyrirvara og unnt er.

 

VI. KAFLI

Eftirmenntun og orlof starfsmanna.

42. gr.

Þeir starfsmenn framhaldsskóla, sem gegna kennslu- og uppeldisstörfum, skulu eiga kost á reglubundinni þjálfun, námskeiðum eða annars konar menntun til að viðhalda og auka þekkingu sína og færni í kennslugrein og efla sig sem fagmenn á sviði kennslu- og skólamála. Þeir skulu ennfremur hafa aðgang að kennslufræðilegri ráðgjafarþjónustu á starfstíma skóla.

 

43. gr.

Kennari eða skólastjórnandi, sem starfað hefur a.m.k. fimm ár sem settur, skipaður eða ráðinn, getur sótt um orlof á launum til að efla þekkingu sína og kennsluhæfni.

Umsókn um orlof skal vera á eyðublaði sem menntamálaráðuneytið lætur gera. Umsókn um orlof á næsta skólaári skal senda skólanefnd og ráðuneyti fyrir 1. nóvember. Í umsókn skal m.a. taka fram eftirfarandi:

- menntastofnun og námsgrein eða námsgreinar þegar um er að ræða reglulegt nám. Sé ekki um reglulegt nám að ræða, heldur styttri námskeið eða annars konar námsdvöl, skal gera ýtarlega grein fyrir tilhögun námsins,

- hvort umsækjandi hefur sótt um eða fengið styrk til fararinnar frá öðrum en menntamála­ráðuneytinu,

- hvort umsækjandi hefur áður fengið orlof eða styrk frá menntamálaráðuneytinu eða fyrir milligöngu þess,

- aðrar upplýsingar sem umsækjandi telur skipta máli.

 

44. gr.

Umsækjandi, sem æskir orlofs, skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum og skuldbindingum:

- hafa starfað sem ráðinn, settur eða skipaður skólastjórnandi eða kennari eða gegnt uppeldísstörfum í skóla í a.m.k. 5 ár. Gegni kennari tímabundinni námsstjórn á vegum menntamálaráðuneytisins eða hliðstæðum störfum í þágu skólakerfisins telst sá tími jafngilda starfstíma við kennslu,

- skuldbinda sig til að starfa að skólamálum eða kennslu á vegum ríkisins a.m.k. þrjú ár að orlofi loknu.

Afgreiðsla orlofsumsókna vegna næsta skólaárs skal fara fram fyrir lok desembermánað­ar ár hvert.

Innan 6 mánaða frá því að orlofi lauk skal orlofsþegi senda menntamálaráðuneytinu skýrslu um störf sín og nám á orlofstímanum. Skýrslan skal miðuð við að unnt sé að birta hang og hefur ráðuneytið til þess heimild.

Menntamálaráðuneytið veitir styrki þeim sem orlof hafa fengið ef fé er vent til í fjárlögum. Ráðuneytið kynnir orlofsþegum styrkmöguleika og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 1. September vegna haustannar og fyrir 1. janúar vegna vorannar og skal þar greina ástæður fyrir umsókninni, t.d. kostnað vegna ferðalaga, skólagjöld, húsnæðiskostnað o.fl. Menntamálaráðuneytið lýkur afgreiðslu styrkumsókna fyrir 1. október og 1. febrúar. 46. gr.

Vanræki orlofsþegi að skila skýrslu um nám sitt og starf á orlofstímanum, sbr. 44. gr., getur menntamálaráðuneytið krafist endurgreiðslu launa fyrir orlofstímabilið, svo og endur­greiðslu styrkja. Ef menntamálaráðuneytið ákveður að endurheimta laun og/eða styrk orlofsþega skal krafa um það gerð innan 1 1/2 árs frá lokum orlofstímabils.

Hætti orlofsþegi störfum að kennslu eða öðrum skólamálum áður en 3 ár eru liðin frá lokum orlofs án þess að knýjandi ástæður séu fyrir hendi getur menntamálaráðuneytið krafist endurgreiðslu á orlofslaunum og/eða styrkjum í hlutfalli við þann tíma sem orlofsþeginn hefur starfað að orlofi loknu. Áður en ákvæði þessu er bent leitar ráðuneytið eftir rökstuddri greinargerð orlofsþega um ástæður fyrir því að hann hætti störfum og einnig skal leita umsagnar nefndar þeirrar er starfar samkvæmt 47. gr. þessarar reglugerðar.

Réttur ráðuneytisins til endurheimtu fyrnist á einu ári frá því að ráðuneytinu var tilkynnt um brottför úr starfi.

Ef sá, sem vent hefur verið orlof, hættir við að nýta orlofið eftir að lokið er tilkynningarfresti, sem ráðuneytið setur, og gildum forföllum, að mati ráðuneytisins, er ekki til að dreifa getur það varðað hann missi orlofsréttar allt að fimm næstu árum.

 

47. gr.

Fimm manna nefnd, sem menntamálaráðuneytið skipar, gerir tillögur til ráðuneytisins um úthlutun orlofs og styrkja. Nefndin skal þannig skipuð: Tveir skulu skipaðir of ráðuneyt­inu án tilnefningar og skal annar jafnframt vera formaður nefndarinnar, tveir skulu skipaðir skv. tilnefningu Hins íslenska kennarafélags og einn samkvæmt tilnefningu Kennarasam­bands Íslands. Skipunartímabil nefndarinnar er fjögur ár. Nefndin skal m.a. taka tillit til eftirfarandi atriða:

a)      Hvers konar nám umsækjendur hyggjast stunda og hversu það muni nýtast viðkomandi stofnun eða skólakerfinu í heild. Orlof skal fyrst og fremst vent til náms sem tengist starfssviði umsækjenda.

b)      Hvort starfsaldur skuli ráða röð annars jafngildra umsókna. Ennfremur hvort tekið skuli tillit til stundakennslu sem viðkomandi kann að hafa innt of hendi áður en hann hlaut fastráðningu.

Stefnt skal að því að orlof dreifist eðlilega milli skólastofnana, námsgreina, skólasvæða og kynja.

 

48. gr.

Að loknu hverju orlofsári sendir menntamálaráðuneytið skólameisturum framhalds­skóla og samtökum framhaldsskólakennara skýrslu um orlofsveitingar. Í skýrslunni skulu m.a. koma fram upplýsingar um ramma heildarfjárveitinga til orlofs og styrkja og fjölda umsækjenda. Þá skal tilgreina nöfn þeirra er hlutu orlof, viðfangsefni þeirra á orlofstímanum, sérsvið þeirra eða kennslugrein, starfsreynslu og vinnustað.

 

VII. KAFLI

Inntökuskilyrði.

49. gr.

Nemendur, sem lokið hafa námi í grunnskóla eða hlotið aðra jafngilda menntun, eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla.

Nemendur skulu eiga kost á námi, bóklegu eða verklegu, sem er við þeirra hæfi. Fatlaðir skulu að jafnaði stunda nám við hlið annarra nemenda.

Ákvæði til inngöngu í einstaka áfanga skulu sett í námskrá. Frávik eru ekki heimil nema með samþykki menntamálaráðuneytisins.

Sé um að ræða nám þar sem krafist er tiltekinnar starfsreynslu til inntöku verður nemandinn að fullnægja þeim skilyrðum.

Nemendur, sem orðnir eru átján ára, geta hafið nám í framhaldsskóla án þess að fullnægja framangreindum skilyrðum nema að því er varðar starfsþjálfun.

 

50. gr.

Nemendum skal tryggður aðgangur að framhaldsskóla og skal að jafnaði miðað við eftirfarandi skiptingu landsins í umdæmi:

Reykjavíkurumdæmi sem tekur yfir Reykjavik, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ og Kjósar­sýslu,

Reykjanesumdæmi sem tekur yfir Gullbringusýslu, Hafnarfjörð, Keflavík, Grindavík, Garðabæ, Kópavog og Njarðvík,

Vesturlandsumdæmi sem tekur yfir Borgarfjarðarsýslu, Mýrasýslu, Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu, Akranes, Borgarnes, Ólafsvík og Stykkishólm, Vestfjarðaumdæmi sem tekur yfir Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslur, Vestur- og

Norður-Ísafjarðarsýslur, Strandasýslu, Ísafjörð og Bolungarvík, Norðurlandsumdæmi vestra sem tekur yfir Vestur- og Austur-Húnavatnssýslur, Skaga­fjarðarsýslu, Blönduós, Sauðárkrók og Siglufjörð,

Norðurlandsumdæmi eystra sem tekur yfir Eyjafjarðarsýslu, Suður- og Norður-Þingeyj­arsýslur, Akureyri, Dalvík, Húsavík og Ólafsfjörð,

Austurlandsumdæmi sem tekur yfir Norður- og Suður-Múlasýslur, Austur-Skaftafells­sýslu, Egilsstaði, Eskifjörð, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Seyðisfjörð, Suðurlandsumdæmi sem tekur yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu, Árnes­sýslu, Hveragerði, Selfoss og Vestmannaeyjar.

Þessi umdæmaskipting gildir ekki um nám sem í boði er á fáum stöðum.

Þar sem fleiri en einn skóli eru í umdæmi má skipta því í skólahverfi. Skólar í hverju skólaumdæmi/skólahverfi skulu hafa náið samstarf um inntöku nemenda.

 

51. gr.

Samkvæmt skiptingu í 50. grein skal hver nemandi eiga forgangsrétt til að sækja skóla í því umdæmi (skólahverfi) þar sem hann á lögheimili ef það nám, sem hann hyggst stunda, er þar í boði.

Nemendur, sem óska að stunda nám í sérskólum eða á sérhæfðum brautum, sem ekki er boðið upp á í þeirra umdæmi, hafa sama rétt og aðrir til innritunar á þessar brautir þar sem þær eru í boði.

Sé aðsókn að námsbraut, sem aðeins er í boði á fáum stöðum, meiri en hún fær borið skal þess gætt við innritun að umsækjendur hafi sem jafnastan rétt hvar sem-þeir búa á landinu.

 

VIII. KAFLI

Námsskipan.

52. gr.

Námsframboð og starf í framhaldsskólum skal vera þannig að sérhver nemandi eigi völ á námi og kennslu í sem bestu samræmi við óskir hans, þarfir og þroska. Í þessu skyni skal innan framhaldsskólans skipulagt mislangt nám, bóklegt og verklegt, sem farið getur fram í skóla eingöngu eða bæði í skóla og atvinnulífi. Námi er lokið þegar fullnægt er skilgreindum kröfum þess. Nemandi er þá brautskráður og honum afhent prófskírteini. Námið veitir undirbúning fyrir daglegt 1íf, til starfa í atvinnulífinu og/eða til áframhaldandi náms. Í námskrá skal nánar kveðið á um markmið og lok náms, þar á meðal um einingafjölda til lokaprófa. Þar skulu og vera upplýsingar um réttindi sem þau veita.

 

53. gr.

Nám í framhaldsskóla skal að öllu jöfnu byggt upp of tveimur meginþáttum, þ. e. brautarkjarna og vali. 1 brautarkjarna eru námsgreinar sem nemandanum er skylt að leggja stund á og eru bundnar þeirri námsbraut sem hann velur. Valgreinar ákvarðar nemandi sjálfur.

Við skipulagningu náms í framhaldsskóla skal á öllum brautum leitast við að tryggja tengsl við atvinnulíf í landinu og daglegt 1íf í umhverfi skólans.

 

54. gr.

Iðnnám í einstökum iðngreinum skiptist samkvæmt námskrá í nám í skóla og starfsnám í atvinnulífi og getur farið fram skv. námssamningi eða starfsþjálfun á vegum skóla. Um námssamninga við iðnmeistara eða fyrirtæki vísast til reglugerðar nr. 102/1990 um löggiltar iðngreinar, námssamninga og sveinspróf.

Menntamálaráðuneytið gefur iðnmeistara heimild til að taka nema til iðnnáms að fenginni umsögn fræðslunefndar um hæfni hans og sér um skráningu námssamninga.

Til þess að iðnnemi teljist hafa lokið iðnnámi skal hann hafa lokið burtfararprófi frá framhaldsskóla og tilskildum starfstíma í atvinnulífinu og staðist sveinspróf.

 

55. gr.

Meistaranám fer fram í framhaldsskólum eða annars staðar að fenginni heimild ráðherra. Nám þetta skal skipuleggja sem eðlilegt framhald iðnnáms og skal það, eftir því sem við verður komið, tengt iðnfræði- og tæknifræðinámi.

Markmið meistaranáms er að veita fræðslu og þjálfun þeim sem lokið hafa sveinsprófi svo að þeir geti fengið meistarabréf skv. 10, gr. iðnaðarlaga nr. 42!1978 og staðið fyrir sjálfstæðum rekstri í iðngrein sinni, stjórnað verkum og kennt nýliðum vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði.

Menntamálaráðuneytið setur námskrá fyrir meistaraskóla. Leitað skal umsagnar fræðslunefnda um námskrá.

 

56, gr.

Sérkennsla fyrir einstaklinga eða nemendahópa fer fram innan almennra námshópa (bekkjardeilda), í sérstökum námshópum eða með öðrum hætti. Um getur verið að ræða tímabundna aðstoð eða samfelldan stuðning um lengri tíma, jafnvel alla skólagöngu nemandans.

Sérkennsla tekur til nemenda sem vegna fötlunar sinnar þurfa á að halda breytingu á námsmarkmiðum, innihaldi náms, breyttum kennsluaðferðum eða námsaðstæðum, miðað við það sem nemendum er almennt boðið upp á. Gera skal námsáætlun fyrir námshópa og/eða einstaka nemendur eftir því sem við á.

Skólameistari gerir ásamt námsráðgjafa og sérkennara sérstaka áætlun um þörf fyrir sérkennslu í skólanum sem fylgja skal tillögum til fjárlaga ár hvert.

Í þessari áætlun skal gera ráð fyrir ráðningu sérhæfðs starfsliðs og sérstökum búnaði, námsefni og breytingu á húsnæði ef fötlun nemanda krefst þess.

Nemendur, sem ekki geta sótt skóla vegna langvarandi veikinda, skulu eiga kost á aðstoð kennara við nám sitt.

Meta skal árangur sérkennslunnar a.m.k. árlega með tilliti til áframhaldandi kennslu og senda menntamálaráðuneyti greinargerð.

 

57. gr.

Námsefni framhaldsskóla er skipað í námsáfanga sem skilgreindir eru í námskrá. Í áfangalýsingu skal koma fram markmið, inntak í megindráttum og hvaða kröfur nemandinn þarf að uppfylla til þess að hann teljist hafa lokið áfanganum með fullnægjandi árangri. Einnig skal tilgreina einingafjölda áfangans og auðkenni.

 

58. gr.

Námseining skal skilgreind í námskrá og skal skilgreiningin miðast við áætlaða náms­vinnu nemenda í skóla og/eða utan skóla í ákveðinn tíma.

 

59. gr.

Þegar nemandi lýkur skilgreindu námi skal hann fá skírteini sem vottar að hann hafi lokið því með fullnægjandi árangri. Þar skal einnig tilgreina hver staða nemandans er til áframhald­andi náms eða starfa í atvinnulífinu.

Menntamálaráðuneytið gefur út staðal fyrir slík skírteini.

 

60. gr.

Tilgangur námsmats í framhaldsskóla er að:

- veita nemendum upplýsingar um gengi þeirra í náminu og örva þá til að leggja sig fram við námið,

- veita kennurum og nemendum upplýsingar um ýmsa þætti kennslunnar sem hafa má að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms og kennslu,

- veita upplýsingar um árangur nemenda við lok náms í framhaldsskóla.

 

61. gr.

Meginábyrgð á námsmati hvílir á hlutaðeigandi skóla og byggir á markmiðum náms og kennslu. Námsmat getur einnig farið fram á vegum fræðsluyfirvalda og byggir þá á markmiðum námskrár nema annað hafi verið tilkynnt fyrirfram. Sveinspróf fer fram á vegum prófnefnda iðngreina og á ábyrgð þeirra.

 

62. gr.

Öll gögn, sem veita upplýsingar um námsárangur og gengi einstaklinga í skóla, eru trúnaðarmál yfirstjórnar skóla og fræðsluyfirvalda og er þeim óheimilt að veita öðrum en nemendum sjálfum og umboðsmönnum þeirra upplýsingar þar um nema nauðsyn beri til: - vegna flutnings nemenda milli skóla,

- vegna athugana sem gerðar eru innan skóla eða of fræðsluyfirvöldum,

- vegna fræðilegra rannsókna, enda sé krafist fullrar þagnarskyldu um einstaklinga. Mennta­málaráðuneytið eitt getur vent leyfi til slíkra rannsókna.

Um varðveislu þessara upplýsinga fer skv. lögum nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands.

 

63. gr.

Nemendur, sem þess óska og uppfylla sett skilyrði, skulu eiga þess kost að sanna getu sína í ákveðinni námsgrein með stöðuprófi. Stöðupróf skulu haldin að jafnaði tvisvar á ári. Menntamálaráðuneytið setur reglur um stöðupróf.

 

64. gr.

Að loknu prófi skulu nemendur eiga þess kost að skoða prófúrlausnír sínar í viðurvist kennara í síðasta lagi innan 3ja daga frá afhendingu einkunna.

Komi upp ágreiningur milli nemanda og kennara um mat úrlausnar skal hlutaðeigandi skólameistari kveðja til prófdómara til þess að fara yfir úrlausnína að höfðu samráði við deildarstjóra.

Skólameistari getur óskað eftir því að ráðuneytið skipi prófdómara við lokapróf eða til aðstoðar við úrlausn alvarlegra ágreiningsefna sem upp kunna að koma á milli nemenda og kennara.

 

65. gr.

Árlegur starfstími framhaldsskóla skal eigi vera skemmri en 9 mánuðir. Menntamála­ráðuneytið setur árlega nánari reglur um skiptingu starfstíma skóla.

 

IX. KAFLI

Rekstur framhaldsskóla.

66. gr.

Hver framhaldsskóli er sjálfstæð rekstrareining og hefur sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum. Skólameistari og skólanefnd, eftir því sem við á, bera ábyrgð gagnvart mennta­málaráðuneyti á rekstri skóla, eignum og öllum fjárreiðum, gerð fjárhagsáætlana og reikningsskilum.

 

67. gr.

Hver framhaldsskóli skal árlega gera tillögur um fjárveitingar á fjárlögum næsta árs. Í tillögum skóla skal gerð sérstök grein fyrir nýjungum eða breytingum á starfsemi hans. Tillögur þessar skulu sendar menntamálaráðuneytinu á þar til gerðum eyðublöðum, fyrir tilgreindan skiladag hverju sinni.

Menntamálaráðuneytið sendir skólum skilagrein um frekari afgreiðslu og afstöðu þess til skólahaldsins, tímanlega fyrir upphaf haustannar.

 

68. gr.

Rekstrarumfang skóla ræðst of fjárveitingu á fjárlögum hverju sinni. Hverjum skóla skal ætluð fjárveiting á fjárlögum til kennslu og stjórnunarstarfa, í sem fyllstu samræmi við þann nemendafjölda, sem ætla má að sitji í skólanum það ár.

Ríkissjóður greiðir allan launakostnað við kennslu sem fram fer og skipulögð er í samræmi við áætlun sem samþykkt er of menntmálaráðuneytinu.

 

69. gr.

Við ákvörðun fjárveitinga til kennslu skal miða við grunntöluna 1,7 kennslustundir á viku á hvern nemanda í fullu bóknámi.

Um frávik vegna sérstakra aðstæðna og til þess að mæta umframkostnaði vegna skiptingar í smáa námshópa svo og vegna verknámskennslu skal standa að gerð áætlunar til fjárlaga sem hér segir: Í fjárhagsáætlun skal skóli gera grein fyrir áætluðum nemendafjölda, áætluðum vikustundafjölda og stærð námshópa.

Heimilað kennslumagn tekur mið of eftirfarandi reiknireglu:

 

Kennslumagn = nemendafjöldi x meðalvikustundafjöldi nemenda

meðalnemendafjöldi í kennslustund

 

Fjárveiting til kennslu miðast við launaflokka kennara í viðkomandi skóla og það hlutfall kennsluyfirvinnu sem metið er nauðsynlegt á hverjum stað.

Stærð skóla, kennslumagn og skipulag er háð samþykki menntamálaráðuneytisins.

 

70. gr.

Ríkissjóður greiðir kostnað sem stafar of lækkun kennsluskyldu vegna stjórnunar skóla sem hér segir:

  1. Lækkun kennsluskyldu skólameistara ræðst of kjarasamningum á hverjum tíma.
  2. Aðstoð við skólastjórn, áfangastjórn, kennslustjórn og deildarstjórn skal samsvara a.m.k. 6,5% of kennslumagni. Skólar með 200-999 nemendur fái auk þess viðbót samkvæmt viðmiðunarreglum sem menntamálaráðuneytið setur og sendar eru skólum árlega. Stjórnunarafslátt í minni skólum ákvarðar ráðuneytið sérstaklega.

 

71. gr.

Ríkissjóður greiðir annan þann kostnað er leiðir of lækkun kennsluskyldu samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis, laun prófdómara, forfallakennslu, orlof, svo og annan þann kostnað sem leiðir of kjarasamningum ríkisins og starfsmanna þess.

 

72. gr.

Til námsráðgjafar skal í hverjum skóla varið a.m.k. 20°,% ársstarfs fyrir fyrstu 50 nemendur, síðan bætast við 11,5% ársstarfs fyrir hvert 100 nemenda að 750. Eftir það bætist við 5,75% starfs fyrir hverja 100 nemendur.

Heimilt er að ráða námsráðgjafa úr hópi kennara gegn afslætti of kennsluskyldu. Verði framlag til námsráðgjafar aukið skal það tilgreint í árlegum viðmiðunarreglum.

 

73. gr.

I hverjum framhaldsskóla með 200 nemendur eða fleiri skal gert ráð fyrir skólasafnverði. Í smærri skólum skal starfshlutfall skólasafnvarða ákvarðast sérstaklega hverju sinni.

Um annað starfsfólk á skólasöfnum fer eftir viðmiðunarreglum er menntamálráðuneytið setur við gerð fjárlaga.

 

74. gr.

Fjárveitingar vegna félagsstarfa nemenda, starfa félagsráðunauts (sbr. 34. gr.) og framlög vegna menningar- og listastarfsemi í framhaldsskólum fara eftir viðmiðunarreglum er menntamálaráðuneytið setur.

 

75. gr.

Við alla skóla skal starfa skrifstofufólk, þar á meðal fjármálafulltrúi. Fjöldi stöðugilda fer eftir stærð skóla og rekstrarumfangi samkvæmt viðmiðunarreglum, sem menntamálaráðu­neytið setur.

Um störf fjármálafulltrúa skal samið í samningi um fyrirkomulag á fjárreiðum skóla.

 

76. gr.

Þar sem starfrækt er heimavist við framhaldsskóla skal ráða starfsfólk til umsjónar og eftirlits (húsbændur eða húsfreyjur).

Heimild þessi samsvari a.m.k, einu stöðugildi þar sem heimavist er ætluð fyrir 100 nemendur eða fleiri.

 

77. gr.

Í hverjum skóla skal að jafnaði starfa húsvörður í heilli stöðu. Umfang vörslu húsnæðis og tækja ræðst of stærð og gerð húsnæðis og of rekstrarumfangi og ákvarðast fyrir hvern skóla fyrir sig. Heimilt er að fela húsverði eða umsjónarmanni tiltekin viðhaldsverkefni ef henta þykir. Tækjavarsla getur að hluta til verið í umsjá einstakra kennara, eða annarra sérfróðra aðila.

Fjárveitingar til ræstingar húsnæðis framhaldsskóla skal miða við staðfesta uppmælingu húsnæðis annars vegar og hins vegar við sannanlegan ræstingarkostnað næstliðin tvö skólaár.

 

78. gr.

Menntamálaráðuneytið skal setja nánari viðmiðunarreglur um vinnumagn fyrir störf í framhaldsskólum er lagðar verði til grundvallar árlegum fjárveitingum, og skulu þær kynntar fjármálaráðuneyti, samtökum kennara og samstarfsnefnd framhaldsskólanna.

 

79. gr.

Annan rekstrarkostnað þ.m.t. minni háttar viðhaldskostnað sem of skólahaldi hlýst, greiðir ríkissjóður í samræmi við fjárveitingu til skólans.

Framlag ríkissjóðs tekur mið of rekstrarkostnaði skóla undanfarin ár, fjölda nemenda, tegund náms, aldri húsnæðis, stærð þess, gerð og staðsetningu.

Að öllum stærri viðhaldsverkefnum skal staðíð skv. þeim reglum sem gilda um framkvæmdir á vegum ríkisins.

 

80. gr.

Skólanefnd ákveður í samráði við skólameistara þau gjöld sem nemendum er gert að greiða.

Sérgreindur kostnaður, er nemendur berg sjálfir, telst m.a. vera:

a)      hráefnis- og launakostnaður í mötuneyti,

b)      leigugjöld í heimavist. Gjaldtaka miðast að hámarki við rekstrarkostnað heimavista á skólatíma,

c)      hluti kostnaðar í skipulögðum skólaakstri sem miðast við að nemendur greiði hliðstæð fargjöld og með almenningsvögnum.

Kynna skal stjórn nemendafélags skólans og menntamálaráðuneyti ákvörðun um skólagjöld.

 

81. gr.

Gjöld nemenda í öldungadeildum og meistaraskólum skulu nema sem næst þriðjungi kennslukostnaðar og skulu þau greidd áður en kennsla hefst. Innheimta kennslugjalda og skipting þeirra á einstaka nemendur o g námshópa er í höndum skóla og skulu þau að jafnaði miðast við eðli og umfang námsins. Kennslugjöld nemenda öldungadeilda skv. 35. gr. laganna og meistaraskóla skv. 25. gr. laganna skulu renna til ríkissjóðs.

 

82. gr.

Gjaldtaka fyrir skólahúsnæði utan reglulegs skólatíma skal aldrei vera lægri en sem nemur kostnaði við orku, ræstingu og vörslu á leigutíma.

Hagnaði of leigu skólahúsnæðis og tækja utan skólatíma skal varið til viðhalds og endurnýjunar húsnæðis og búnaðar.

 

83. gr.

Ríkissjóður greiðir fulltrúum í skólanefnd og skólastjórn þóknun fyrir fundarsetur samkvæmt ákvörðun þóknunarnefndar, svo og kostnað sem leiðir af störfum samstarfsnefnd­ar framhaldsskólastigsins og undirnefnda hennar og annarra þeirra nefnda sem skipaðar eru samkvæmt lögunum.

 

84. gr.

Kostnaður vegna sérkennslu og annarrar þjónustu fyrir fatlaða skal áætlaður árlega fyrir framhaldsskólana í heild. Greiðslur til hvers skóla ákvarðast of umfangi þjónustunnar og samþykktum áætlunum.

 

85. gr.

Kostnaður við skipulagðan skólaakstur, svo og annar kostnaður við að jafna aðstöðu nemenda, skal áætlaður árlega fyrir framhaldsskóla í heild.

 

86. gr.

Ríkissjóður greiðir rekstrarkostnað framhaldsdeilda í samræmi við reglugerð þessa. Skal við það miðað að framlag á hvern nemanda vegna kennslu og almennra rekstrargjalda verði sem næst jafnhátt framlagi til þess skóla er hefur faglega stjórn námsins á hendi.

Rekstrarkostnaður framhaldsdeilda skal áætlaður sem hluti of kostnaði móðurskóla, þ.e. skóla sem 6efur faglega stjórn námsins á hendi.

 

87. gr.

Kostnaður við endur- og eftirmenntunarnámskeið sbr. 36. gr. laganna skal áætlaður í heild. Greiðslur til einstakra skóla ráðast of fjárveitingum og umfangi þeirra námskeiða sem þar eru heimiluð hverju sinni.

 

88. gr.

Gerður skal samningur milli menntamálaráðuneytis og hvers skóla um tilhögun á greiðslum til skólanna, Framlag vegna almenns rekstrar og annarra þeirra rekstrarliða er samkomulag verður um skal greitt fyrirfram til allt að þriggja mánaða í senn­

Samningur þessi skal staðfestur af fjármálaráðuneytinu.

 

89. gr.

Bókhaldi framhaldsskóla skal haga í samráði við ríkisbókhald og í samræmi við reglur og fyrirmæli um bókhald ríkisins,

Rekstraráætlanir og reikningsuppgjör fyrir alla starfsþætti skal miða við þær reglur sem almennt gilda um stofnanir A-hluta ríkissjóðs.

 

X. KAFLI

Fullorðinsfræðsla og endurmenntun.

90, gr.

Framhaldsskólum er heimilt með samþykki menntamálaráðuneytisins að stofna til sérstakra námskeiða, þar á meðal kvöldskóla (öldungadeilda) fyrir þá sem komnir eru of venjulegum skólaaldri og hentar ekki að sækja reglulega kennslu í dagskóla. en æskja að stunda nám hliðstætt því sem þar er í boði.

 

91. gr.

Nemendur. sem stunda nám skv. 1. málsgr. 90. greinar, skulu að jafnaði vera orðnir 20 ára þegar þeir hefja námið. Ekki er krafist sérstakrar undirbúningsmenntunar, en heimilt er að meta fyrra nám sem hluta of náminu. Skólastjórn er heimilt að veita undanþágu frá aldursákvæði þessu.

Gera skal sömu námskröfur til þessara nemenda og annarra nemenda skólans. Fjöldi kennslustunda í hverjum námsáfanga skal vera sem næst helmingur þess sem annars er í skólanum. Sé að mati skóla nauðsynlegt að víkja verulega frá þeirri reglu skal leita samþykkis menntamálaráðuneytisins.

Skertan kennslutíma má meðal annars vega upp með því að skipuleggja sjálfsnám og nota fjarkennslu.

Nemendur ráða sjálfir námshraða sínum innan þess ramma sem viðkomandi skuli setur. Allar námsgreinar, sem kenndar eru, skulu heyra undir deildarstjóra og/eða kennslu­stjóra eftir því sem við á í viðkomandi skóla. Leitast skal við að sömu kennarar kenni og annist deildarstjórn í dagskóla og kvöldskóla.

Nemendur skulu njóta námsráðgjafar og almennrar þjónustu eins og aðrir nemendur skólans, en skólasóknarreglur taka ekki til þeirra.

Annamörk kvöldskóla skulu vera hin sömu og dagskóla.

 

92. gr.

Framhaldsskólum er heimilt að bjóða upp á námskeið, s.s. endur- og eftirmenntunar­námskeið, einum sér eða í samráði og samvinnu við samtök atvinnulífsins, fyrirtæki, sérskóla og hagsmuna- og áhugahópa. Námið getur farið fram í skólanum, úti í atvinnulífinu eða annars staðar sem henta þykir og með fjarkennslu.

Húsnæði og tækjabúnaður skólanna skulu jafnan vera til reiðu til námskeiðahalds og endurmenntunar samkvæmt reglum sem skólanefnd setur.

Hver skóli hefur frjálsar hendur um ráðstöfun fjárveitinga til þessarar starfsemi innan þess ramma sem kjarasamningar og reglur stjórnvalda marka á hverjum tíma. Menntamálaráðherra skipar átta manna starfshóp til að fjalla um nám of þessu tagi.

Formaður er skipaður án tilnefningar, en hinir samkvæmt tilnefningu frá Samtökum sveitarfélaga, Bandalagi kennarafélaga, Skólameistarafélagi Íslands, Bandalagi háskóla­menntaðra ríkisstarfsmanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusambandi Íslands og Vinnuveitendasambandi Íslands. Hlutverk starfshópsins er m.a. að afla upplýsinga um endurmenntunarþörf og miðla þeim upplýsingum til þeirra sem málið varðar.

 

93. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 57/1988 um framhaldsskóla samanber breytingu með lögum nr. 72/1989 og auk þess er gefin út sérstök reglugerð um löggiltar iðngreinar, námssamninga. sveinspróf og meistararéttindi og sérstök reglugerð um byggingar og búnað skóla.

Reglugerð þessi öðlast gildi 1. mars 1990.

 

Menntamálaráðuneytið, 26. febrúar 1990.

 

Svavar Gestsson.

Sólrún Jensdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica