Menntamálaráðuneyti

69/1986

Reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva - Brottfallin

1. gr.

Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að veita íslenskum útvarpsstöðvum framlög til etlingar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Það telst innlend dagskrárgerð ef íslenskur aðili hefur forræði á gerð dagskrár og dagskrá er gerð til flutnings í útvarpi, hljóðvarpi eða sjónvarpi, hér á landi.

2. gr

Tekjur Menningarsjóðs útvarpsstöðva eru:

1. Sérstakt menningarsjóðsgjald, sem leggjast skal á allar auglýsingar í útvarpi. Menning­arsjóðsgjaldið skal vera 10% og leggst það ofan á auglýsingaverð án söluskatts.

2. Fjármagnstekjur.

3. Aðrar tekjur.

Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva ákveður hvar handbært fé sjóðsins skuli geymt.

 

3. gr.

Af tekjum þeim sem Menningarsjóður útvarpsstöðva hefur of menningarsjóðsgjaldi, sbr. 2. gr., skal sjóðurinn greiða hlut Ríkisútvarpsins í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sbr. lög nr. 36/1982, áður en til úthlutunar á styrkjum eða öðrum framlögum til útvarpsstöðva kemur.

 

4. gr.

Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva úthlutar úr sjóðnum a. m. k. tvisvar á ári. Skal auglýst með venjulegum hætti eftir umsóknum. Stjórnin lætur gera sérstök eyðublöð fyrir umsóknir um framlög úr sjóðnum. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um áætlaðan kostnað og tímasetningar varðandi gerð eða kaup á þeirri dagskrá sem sótt er um framlög til. Að öðru leyti ákveður sjóðsstjórn og tiltekur í auglýsingu hvaða upplýsingar skulu fylgja umsókn.


 

5. gr.

Framlög úr Menningarsjóði útvarpsstöðva skulu vent til afmarkaðra, tilgreindra viðfangsefna á sviði innlendrar dagskrárgerðar. Framlög má veita til fyrirhugaðra viðfangs­efna eða verka sem lokið er. Framlög skulu vera styrkir, en heimilt skal þó að veita 1án eftir nánari ákvörðun sjóðsstjórnar.

Meginreglan við úthlutun úr sjóðnum skal vera sú, að framlög séu einungis vein eftir umsókn, sbr. þó 3. gr. Sjóðsstjórn skal þó heimilt, ef sérstök ástæða þykir til, að veita framlög úr sjóðnum án umsóknar.

Framlög úr Menningarsjóði útvarpsstöðva skulu einvörðungu vent útvarpsstöðvum. Framlög má bæði veita vegna dagskrárgerðar viðkomandi útvarpsstöðvar sjálfrar og vegna kaupa útvarpsstöðvar á efni til flutnings frá öðrum innlendum aðilum sem annast dagskrárgerð.

Sjóðsstjórn ákveður í hverju tilviki hvernig útborgun framlaga úr sjóðnum skuli háttað. Stjórnin getur ákveðið að greiðslur fari fram í áföngum eftir því sem kostnaður fellur til. Nú lýkur útvarpsstöð eigi við gerð dagskrár innan hæfilegs tíma að mati sjóðsstjórnar og

skal henni þá skylt að kröfu stjórnarinnar að endurgreiða styrk sem henni hefur verið veittur ásamt venjulegum vöxtum sem vera skulu jafnháir og almennir sparisjóðsvextir á hverjum tíma við Landsbanka Íslands. Sama á við þegar styrkur hefur verið veittur til kaupa á dagskrárefni.

Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva skal árlega taka saman skýrslu um starfsemi sjóðsins, sem skal geyma endurskoðaðan ársreikning og skrá um úthlutanir úr sjóðnum. Skýrslan skal send menntamálaráðherra, útvarpsréttarnefnd og öllum útvarpsstöðvum.

 

6. gr.

Útvarpsstöðvar skulu standa Menningarsjóði útvarpsstöðva skil á menningarsjóðsgjaldi því sem þeim ber að innheimta samkvæmt 1. tölulið 2. gr. á greiðslustað sem sjóðurinn tiltekur. Skulu greiðslur inntar of hendi 6 sinnum á ári á eftirfarandi gjalddögum: Hinn 15. apríl fyrir tímabilið janúar-febrúar, 15. júní fyrir tímabilið mars-apríl, 15. ágúst fyrir tímabilið maí-júní, 15. október fyrir tímabilið júlí-ágúst, 15. desember fyrir tímabilið september-október og 15. febrúar fyrir tímabilið nóvember-desember. Greiðslu skal fylgja skilagrein á sérstökum eyðublöðum sem Menningarsjóður útvarpsstöðva lætur útbúa. Sé greiðsla eigi innt of hendi á gjalddaga reiknast á hang hæstu lögleyfðu dráttarvextir á hverjum tíma.

Menningarsjóður útvarpsstöðva á rétt á að krefjast þess að endurskoðandi viðkomandi útvarpsstöðvar láti í té álit á því hvort uppgjör á menningarsjóðsgjaldi sé rétt og í samræmi við bókhald útvarpsstöðvar.

 

7. gr.

Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva, sem skipuð skal til tveggja ára í senn, skipa þrír menn, einn tilnefndur of útvarpsráði Ríkisútvarpsins, einn sameiginlega of öðrum útvarps­stöðvum en Ríkisútvarpinu eða of útvarpsréttarnefnd, ef þær koma sér ekki saman, og einn of menntamálaráðherra og skal hann vera formaður sjóðsstjórnar. Sjóðsstjórn skiptir að öðru leyti með sér verkum.

 

8. gr.

Stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva ræður sjóðnum starfslið eftir því sem þörf krefur. Menntamálaráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna. Stjórnarlaun og annar kostnaður greiðist of fé sjóðsins.

 

9. gr.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt lögum.


 

 

10. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. gr. og 38. gr. laga nr. 68/1985 og öðlast hún þegar gildi.

 

Ákvæði til bráðabirgða I.

Meðan útvarpsstöðvar aðrar en Ríkisútvarpið hafa ekki myndað með sér samtök eða með öðrum hætti komið sér saman um það - hvernig að tilnefndingu manns í stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva skuli staðið, skal menntamálaráðherra hafa forgöngu um að kveðja fulltrúa þessara útvarpsstöðva saman til fundar á tveggja ára fresti þar sem þess skal freistað að ganga frá tilnefningu þessara útvarpsstöðva á manni í stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva.

 

Ákvæði til bráðabirgða II.

Útvarpsréttarnefnd skal tilnefna fulltrúa annarra útvarpsstöðva en Ríkisútvarpsins til setu í fyrstu stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva.

 

Menntamálaráðuneytið, 11. febrúar 1986.

 

Sverrir Hermannsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica