1.gr.
Menntamálaráðherra skipar skólanefnd við hvern framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sigja 5 menn: þrír fulltúar án tilnefningar og skulu þeir að jafnaði búsettir í sveitarfélagi sem á aðild að skólanum, tveir fulltrúar tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarstjórn/-um í viðkomandi landshluta. Varamenn eru valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til eins árs í senn. Skólameistari kallar skólanefnd saman til fyrsta fundar og stýrir kjöri formanns.
Áheyrnarfulltúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir til eins árs í senn, annar af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari skal leita eftir tilnefningum áheyrnarfulltrúa.
Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt og er framkvæmdastjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði við formann.
2.gr.
Með vísan til heimildar í 3. mgr. 6. gr. laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla eru skólanefndir Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands skipaðar sem hér segir:
Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir til eins árs í senn, annar af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari skal leita eftir tilnefningum áheyrnarfulltrúa.
Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt og er framkvæmdastjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði við formann.
Varamenn eru valdir með sama hætti. Nefndin velur sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, tilnefndir til eins árs í senn, annar af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari skal leita eftir tilnefningum áheyrnarfulltrúa.
Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt og er framkvæmdastjóri hennar. Skólameistari undirbýr fundi skólanefndar í samráði við formann.
3.gr.
Ráðherra getur heimilað sveitarstjór/-um að tveir framhaldsskólar eða fleiri sameinist um eina skólanefnd.
4.gr.
Hlutverk skólanefndar er að:
Skólanefnd er heimilt, ef þörf krefur, að millifæra fé af rekstrarlið fjárlaga til launaliðar og af launalið til rekstrarliðar. Menntamálaráðuneytið stendur að þeirri millifærslu að fengnu almennu rekstraryfirliti og upplýsingum um fjölda nemenda frá viðkomandi skóla.
Skólanefnd getur stofnað sjóð við skólann með sérgreindum fjárhag. Skal um þá sett skipulagsskrá, leitað staðfestingar á henni og hún birt í Stjórnartíðindum.
5.gr.
Fráfarandi skólanefnd heldur fullu starfsumboði þar til ný nefnd hefur verið skipuð.
6.gr.
Halda skal gerðabók um skólanefndarfundi og senda skólaráði og menntamálaráðuneyti afrit fundargerða nema þegar um trúnaðarmál er að ræða. Fundargerðir skólanefndarfunda skulu liggja frammi í skólanum.
7.gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. og 7. grein laga nr. 80/1996 um framhaldsskóla og öðlast þegar gildi.
Menntamálaráðuneytinu, 11. febrúar 1997.
Björn Bjarnason
Guðríður Sigurðardóttir