Menntamálaráðuneyti

370/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð um Ríkisútvarpið nr. 357/1986, sbr. reglugerð nr. 478/1986. - Brottfallin

1. gr.

7. mgr. 18. gr. orðist svo:

Veita skal þeim, sem eru fullra 67 ára eða fá greiddan örorkulífeyri skv. lögum um almannatryggingar 20% afslátt af útvarpsgjaldi. Almenn undanþága frá greiðslu útvarpsgjalds til handa þeim sem fá frekari uppbætur á lífeyri skv. 8. gr. reglugerðar nr. 59/1996, sbr. reglugerð nr. 231/1997, skal falla niður. Þeir einstaklingar sem njóta undanþágu frá greiðslu útvarpsgjalds 1. júní 1997, en uppfylla ekki skilyrði til að fá hækkun á heimilisuppbót þann dag, skv. 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 302/1997, skulu áfram undanþegnir greiðslu útvarpsgjalds. Undanþágan skal þó falla niður ef þeir öðlast síðar rétt til greiðslu heimilisuppbótar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 38. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytinu, 12. júní 1997.

Björn Bjarnason.

Örlygur Geirsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica