Menntamálaráðuneyti

210/1992

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 278/1977 um Tækniskóla Íslands með áorðnum breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Aftan við c)-lið þriðju málsgreinar í 8. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi: Menntamálaráðuneytið getur, að tillögu skólanefndar, heimilað frávik frá framangreindum kröfum um verkkunnáttu sem skilyrði fyrir inngöngu, enda sé þá jafnframt kveðið á um hvernig nauðsynlegrar þjálfunar skuli aflað innan tiltekinna tímamarka.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 5. júní 1992.

Ólafur G. Einarsson.

Árni Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica