Menntamálaráðuneyti

138/1978

Reglugerð um almenningsbókasöfn - Brottfallin

1. gr.

Sveitarfélög reisa og reka almenningsbókasöfn (miðsöfn og hreppasöfn), ýmist ein sér eða í samstarfi sín á milli, eftir því sem nánar greinir í reglugerð þessari. Stofn- og rekstrarkostnaður stofnanasafna greiðist af hlutaðeigandi stofnunum.

 

2. gr.

Menntamálaráðuneytið fer með málefni almenningsbókasafna að svo miklu leyti sem ríkið hefur afskipti af þeim málum.

Ráðuneytið hefur yfirumsjón með almenningsbókasöfnum og sér um, að starfs­emi þeirra sé í samræmi við lög og reglur, er að þessum efnum lúta.

 

3. gr.

Almenningsbókasöfn skiptast í þrjá flokka:

1. Bæjar- og héraðsbókasöfn, og skal líta á þau sem miðsöfn.

2. Hreppasöfn.

3. Stofnanasöfn (bókasöfn í sjúkrahúsum, hælum, vistheimilum og fangahúsum).

Að jafnaði skal koma fram í nafni safnsins, um hvers konar safn sé að ræða, en sé vikið frá því, skal um það haft samráð við menntamálaráðuneytið.

 

4. gr.

Landið skiptist í eftirtalin bókasafnsumdæmi:

I. Umdæmi í kaupstöðum. Þar starfa bæjarbókasöfn.

1. Reykjavik (Borgarbókasafn).

2. Seltjarnarnes.

3. Bolungarvík.

4. Siglufjörður.

5. Ólafsfjörður.

6. Dalvík.

7. Seyðisfjörður (ásamt Seyðisfjarðarhreppi).

8. Neskaupstaður (ásamt Norðfjarðar- og Mjóafj. hreppum).


9. Eskifjörður.

10. Vestmannaeyjar.

11. Grindavík.

12. Njarðvík.

13. Hafnarfjörður.

14. Garðakaupstaður (ásamt Bessastaðahreppi).

15. Kópavogur.

II. Umdæmi í kaupstöðum og héruðum í kring. Þar starfa bæjar- og héraðsbókasöfn.

16. Keflavík og Gullbringusýsla.

17. Akranes og hreppar í Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar.

18. Ísafjörður og Ísafjarðarsýslur.

19. Sauðárkrókur og Skagafjarðarsýsla. 20. Akureyri og Eyjafjarðarsýsla.

21. Húsavík og Suður-Þingeyjarsýsla.

III. Umdæmi utan kaupstaða. Þar starfa héraðsbókasöfn.

22. Kjósarsýsla, Aðsetur aðalsafns Mosfellssveit.

23. Borgarfjarðarsýsla norðan Skarðsheiðar og Mýrasýsla. Aðsetur aðalsafns Borgarnes.

24. Snæfellanessýsla. Aðsetur aðalsafns Stykkishólmur.

25. Dalasýsla, Aðsetur aðalsafns Búðardalur.

26. Austur-Barðastrandarsýsla. Aðsetur aðalsafns Reykhólar.

27. Vestur-Barðastrandarsýsla. Aðsetur aðalsafns Patreksfjörður.

28. Strandasýsla. Aðsetur aðalsafns Hólmavík.

29. Vestur-Húnavatnssýsla. Aðsetur aðalsafns Hvammstangi.

30. Austur-Húnavatnssýsla. Aðsetur aðalsafns Blönduós.

31. Norður-Þingeyjarsýsla. Aðsetur aðalsafns Kópasker. (Leirhöfn).

32. Vopnafjörður og Skeggjastaðahreppur í Norður-Múlasýslu. Aðsetur aðal­safns Vopnafjörður.

33. Fljótsdalshérað. Aðsetur aðalsafns Egilsstaðir. Í umdæminu eru þessir hreppar: Í Norður-Múlasýslu: Hlíðar-, Jökuldals-, Fljótsdals-, Fella-, Tungu-, Hjaltastaðar og Borgarfjarðarhreppar. Í Suður-Múlasýslu: Skriðdals-, Valla-, Egilsstaða-, og Eiðahreppar.

34. Suður-Múlasýsla nyrðri. Í þessu umdæmi eru Reyðarfjarðar-, Fáskrúðsfjarðar-, Búða og Stöðvarfjarðarhreppur. Aðsetur aðalsafns Reyðarfjörður.

35. Suður-Múlasýsla syðri. Í þessu umdæmi eru Breiðdals-, Berunes-, Búlands­- og Geithellnahreppar. Aðsetur aðalsafns Djúpivogur.

36. Austur-Skaftafellssýsla. Aðsetur aðalsafns Höfn.

37. Vestur-Skaftafellssýsla austan Mýrdalssands. Aðsetur aðalsafns Kirkjubæjar­klaustur.

38. Vestur-Skaftafellssýsla vestan Mýrdalssanda. Aðsetur aðalsafns Vík í Mýrdal.

39. Rangárvallasýsla. Aðsetur aðalsafns Hvolsvöllur.

40. Árnessýsla. Aðsetur aðalsafns Selfoss.

Um leið og sveitarfélag öðlast kaupstaðarréttindi verður það sjálfkrafa bóka­safnsumdæmi með bæjarbókasafni. Hafi héraðsbókasafn verið starfandi í hinum nýja kaupstað verður það bæjar- og héraðsbókasafn en bókasafnsumdæmið verður hið sama.

Ráðuneytið getur breytt þeirri skipan, sem hér er lýst að fengnum tillögum aðila.

 

5. gr.

Í menntamálaráðuneyti starfar sérstakur fulltrúi, hér eftir nefndur bókafulltrúi, er annast málefni almenningsbókasafna.

Hann fjallar einnig um málefni skólabókasafna.

Í stöðu fulltrúans skal að öðru jöfnu ráða eða skipa bókasafnsfræðing, sem hefur reynslu í störfum og stjórnun í almenningsbókasafni.

Hlutverk bókafulltrúa er:

1. að vera ráðunautur opinberra aðila um allt það, sem lýtur að stofnun og rekstri almenningsbókasafna.

2. að eiga frumkvæði að sem víðtækustu samstarfi sveitarfélaga um skipun og rekstur miðsafna.

3. að koma á sem nánustu samstarfi almenningsbókasafna innbyrðis, safna og miðla upplýsingum til almenningsbókasafna og vinna að því að sameiginleg þjónusta nýtist við kaup á hvers konar búnaði og gögnum til bókasafna, svo og við spjaldskrárgerð, bókband, fyrirkomulag útlána, þjónustu við blinda, hljóðbóka­þjónustu o. s. frv.

4. að halda uppi skipulagsbundinni fræðslu fyrir starfslið bókasafna, sveitar­stjórnir, bókasafnsstjórnir, svo og allan almenning um starfsemi almennings­bókasafna. Kostnaður við þessa fræðslustarfsemi greiðist úr ríkissjóði eftir því sem fé er veitt til í fárlögum. Heimilt er að gera samkomulag við sveitar­félög og stofnanir um kostnaðarþátttöku.

5. að koma á samvinnu við önnur bókasöfn í landinu um lán milli safna og annars konar gagnkvæma fyrirgreiðslu.

6. að láta í té álit um staðsetningu bókasafna, uppdrætti, mannahald, fjárþörf og annað slíkt, eftir því sem óskað er, svo og að eigin frumkvæði, ef hann telur nauðsynlegt.

7. að aðstoða við gerð samninga milli sveitarfélaga innbyrðis um rekstur almennings­bókasafna svo og við aðrar stofnanir, t, d. skóla, sjúkrahús, vistheimili o. s. frv.

8. að fylgjast með rekstri almenningsbókasafna og benda aðilum á það, sem áfátt kann að vera.

9. að gera árlega skýrslu um málefni almenningsbókasafna, húsakost, bókaeign (m.a.vegna Rithöfundasjóðs Íslands), útlán, bókakaup og annað, er máli skiptir. Er bókasafnsstjórn (yfirbókaverði) skylt að veita þær upplýsingar um safnið, sem skýrsluform bókafulltrúa segir til um innan tilskilins tíma.

10. að sjá til þess, að birt sé í Lögbirtingablaði fyrir 1. október árlega, hvert skuli vera lágmarksframlag til almenningsbókasafna á næsta ári, sbr. 8. gr. laga nr. 50/1976.

11. að aðstoða við undirbúning tillögugerðar um fjárveitingar í fjárlögum til að leysa þau viðfangsefni, sem ráðuneytinu eru falin samkvæmt þessari reglu­gerð.

12. að vinna að öðrum skyldum menningarmálum eftir því sem nánar kann að verða ákveðið.

Bókafulltrúi skal hafa náið samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga um málefni almenningsbókasafna svo og landshlutasamtök eftir því sem við á.

 

6. gr.

Ráðherra skipar sérstaka ráðgjafarnefnd um málefni almenningsbókasafna. Í nefndinni skulu eiga sæti tveir fulltrúar, annar tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hinn tilnefndur af Bókavarðafélagi Íslands, og sé hann starfandi í almenningsbókasafni. Skipun miðast við fjögur ár.

Það hlutverk nefndarinnar að tryggja með skipulegum hætti sem nánast sam­starf ríkis, sveitarfélaga, stofnana og bókavarða um málefni almenningsbókasafna. Nefndin skal eiga reglulega fundi með bókafulltrúa og vera honum til ráðuneytis eftir föngum.

Nefndin setur sér sjálf starfsreglur, m. a. um tíðni funda, fundarstjórn og annað, er þurfa þykir.

 

7. gr.

Um sérstaka tilhögun vegna hreppssafna, stofnanasafna og lestrarfélaga skal þetta tekið fram:

Nú óskar hreppsnefnd þess, að starfandi hreppssafn starfi áfram, og getur þá menntamálaráðuneyti heimilað slíkt, nema sýnt sé, að ekki séu fyrir fá­mennis sakir tök á því að halda uppi fullnægjandi þjónustu.

Stofnanasöfn skulu kostuð og rekin af stofnun, sem í hlut á. Heimilt er þó stjórn stofnunar að semja við miðsafn (hreppssafn) um þjónustu að nokkru eða öllu leyti.

Þar, sem lestrarfélag er starfandi, getur sveitarstjórn(ir) samið við það um bókasafnsþjónustu á félagssvæðinu, enda hafi það tök á að halda uppi slíkri. þjónustu, þannig að fullnægjandi sé.

Samningar skv. grein þessari eru háðir staðfestingu menntamálaráðuneytis, sem leitar umsagnar ráðgjafarnefndar um þá.

 

8. gr.

Menntamálaráðuneyti getur samið við sveitarstjórn (sveitarstjórnir, sem standa saman að stofnun og rekstri almenningsbókasafns) um samvinnu almenningsbóka­safns og skólasafns, sbr. 72. gr. laga um grunnskóla nr. 63/1974. Getur sú samvinna verið fólgin í samnotkun húsnæðis, búnaðar, bókakosts og annars efnis, sameiginlegu starfsmannahaldi o. s. frv.

Gera skal sérstakan samning um þessa samvinnu, og skal þar gætt þeirra megin­sjónarmiða um almenningsbókasöfn, sem reglugerð þessi felur í sér. Bókafulltrúi undirbýr samning í samráði við ráðgjafanefnd.

 

9. gr.

Hlutverk miðsafns er m. a.:

1. að veita almenningi möguleika á ævimenntun með því að hafa til afnota fræðirit og annað efni, sem fræðslugildi hefur og láta í té leiðbeiningar um slíkt.

2. að gefa almenningi kost á að verja tómstundum sér til menningarauka og afþreyingar með heimláni bóka og annarra gagna, við bókmenntakynningar, sýningar ýmiss konar, fyrirlestra, tónlistarflutning o. s. frv.

3. að halda uppi þjónustu við almenning með bókabílum, eftir því sem þörf krefur og fé kann að vera veitt til.

4. að annast útvegun bóka og annarra gagna að láni frá öðrum söfnum og veita hreppssöfnum, skólasöfnum og stofnanasöfnum í umdæminu aðstoð og þjónustu og efla samvinnu þeirra.

5. að vera upplýsinga- og gagnamiðstöð, þar sem haldið sé sérstaklega til hags efni, sem varðar umdæmið, sem í hlut á, að því leyti sem slík varðveisla er ekki sérstaklega öðrum falin.

6. að veita fræðimönnum sérstaka lestraraðstöðu, þar sem betra er næði, sé þess kostur.

 

10. gr.

Eitt miðsafn á landinu skal annast hljóðbókaþjónustu skv. sérstökum samningi við menntamálaráðuneytið. Nú er talið, að þörf sé á að slík þjónusta sé veitt víðar og getur þá menntamálaráðuneytið heimilað slíkt að fenginni umsögn bókafulltrúa og ráðgjafanefndarinnar.

Hljóðbókaþjónusta fer fram í nánu samstarfi við Blindrafélagið, sem getur til­nefnt einn fulltrúa eða fleiri til að vera með í ráðum um framkvæmd þessarar þjónustu, t. d. val á bókum, hljómbandshylkjum, hverjir lesi á hljómbönd, fyrir­greiðslu við blint fólk á þessu sviði, þar sem sárstök ástæða þykir til o. s. frv.

Kostnaður við þessa þjónustu greiðist af söfnum þeim, sem hagnýta sér hana, að því leyti sem framlög annarra aðila ekki koma til.

Um skiptingu kostnaður fer eflir samningi menntamálaráðuneytis og mið­safns þess, sem þjónustu veitir.

 

11. gr.

Hlutverk hreppssafna er hið sama og hlutverk miðsafna, eftir því sem við getur átt.

Í hverju sjúkrahúsi, hjúkrunarheimili, vistheimili og fangahúsi skal vera bóka­safn, búið þeim hjálpartækjum, sem nauðsynleg eru til að vistmenn geti notfært sér þjónustuna. Sá aðili, sem rekur slíka stofnun, skal sjá um rekstur bókasafns.

Heimilt er stjórn stofnunar að semja við miðsafn eða hreppsnefnd um bókasafns­þjónustu, en háður er slíkur samningur staðfestingu ráðuneytisins.

Í árlegri fjárhagsáætlun stofnunar skal á sérstökum rekstrarlið tilgreint, hve mikið fé er áætlað til rekstrar bókasafns.

Við hönnun byggingar fyrir stofnun skal gera ráð fyrir sérstöku rými fyrir bókasafn, svo og fullnægjandi lestraraðstöðu, eftir því hvers konar stofnun um er að ræða.

Útlánsstofa skal opin vissar stundir vikulega, og skal það auglýst greinilega í stofnuninni.

Þar sem rúmliggjandi fólk dvelst, skal hafa bókavagna til að veita því þjónustu.

 

12. gr.

Hlutverk stofnanasafna er að sjá vistmönnum og starfsliði stofnunar fyrir fræðslu- og afþreyingarefni eftir því sem við verður komið.

 

13. gr.

Stjórn almenningsbókasafns er þannig skipuð, að í henni eiga sæti 3, 5 eða fleiri fulltrúar, þó þannig að tala standi jafnan á stöku.

Þar sem umdæmi bókasafns er eitt sveitarfélag, ákveður sveitarstjórn tölu stjórn­armanna og kýs þá.

Þar sem umdæmi tekur til fleiri sveitarfélaga en eins, skal meirihluti stjórnar kosinn af sveitarstjórn, þar sem miðsafn er. Þeir sem kjörnir verða, boða til fundar þeirra sveitarstjórna, sem aðild eiga að safni, einn fyrir hverja sveitarstjórn, og kjósa þeir úr sinum hópi fulltrúa, sem vantar í stjórn.

Kjörtímabil bókasafnsstjórnar er hið sama og kjörtímabil sveitarstjórnar.

 

14. gr.

Stjórn bókasafns kýs formann og varaformann úr sínum hópi.

Heimilt er stjórn bókasafns, þar sem heppilegt þykir vegna fjarlægða, að kjósa þriggja manna framkvæmdanefnd úr sínum hópi, til þess að sinna málefnum safnsins milli funda í bókasafnsstjórn.

Bókasafnsstjórn heldur fundi eftir þörfum, þó eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Yfirbókavörður undirbýr fundi samkvæmt þessari grein. Hann á sæti á fundum með málfrelsi og tillögurétti.

 

15. gr.

Hlutverk bókasafnsstjórnar er sem hér segir:

1. Hún sér um. að safnið hafi viðunandi húsnæði. Hún fjallar um staðsetningu og uppdrætti nýbygginga, kaup á húsnæði eða leigu, svo og meiriháttar breytingar á húsnæði, ef því er að skipta.

2. Hún fylgist með því, að búnaður og rekstur safns sé í góðu lagi.

3. Hún gerir tillögur til sveitarstjórnar um ráðningu yfirbókavarðar.

4. Hún fjallar um tillögu að fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið, sem í hönd fer.

5. Hún gerir tillögur til sveitarstjórnar um starfsmannafjölda i bókasafni.

6. Hún getur sett reglur um notkun safnsins og annað slíkt í samráði við yfir­bókavörð.

 

16. gr.

Sýslunefndir skulu fylgjast með rekstri almenningsbókasafna, sem eru kostuð af hreppum innan sýslu. Þær skulu vekja athygli bókafulltrúa og bókasafnsstjórnar (sveitarstjórnar) á því, sem þær telja betur mega fara.

Sýslusjóður stendur skil á greiðslu hreppsfélaga til almenningsbókasafns, sbr. 8. gr. laga nr. 50/1976.

 

17. gr.

Almenningsbókasafni (miðsafni, hreppssafni) skal valinn staður miðsvæðis, þar sem eru eða ætla má, að verði miklar mannaferðir, t. d. í námunda við verslunar- og þjónustumiðstöðvar.

Við skipulagningu byggðar skal sérstaklega kannað, hvernig bókasafnsþjónustu verði best skipað.

Við hönnun bókasafnshúsa, svo og kaup eða leigu búsnæðis handa bókasafni, skal þess gætt, að safn verði öllum aðgengilegt jafnt heilbrigðum sem fötluðum, ungum sem öldruðum, þægileg aðkoma verði fyrir þá, sem koma fótgangandi svo og þá, sem í bifreiðum koma, hvort sem eru almenningsbifreiðar eða einkabifreiðar.

 

18. gr.

Við hönnun bókasafns (miðsafns) eða endurskipulagningu skal hafa eftirfarandi sjónarmið í huga:

1. að sá hluti safnsins, sem almenningi er ætlaður, sé á 1. hæð. Þægileg lyfta sé í húsinu eða sambærileg aðstaða eftir aðstæðum.

2. að komist verði hjá burðarveggjum í útláns- og lestrarsölum, þannig að hvers konar skipulagsbreytingar verði auðveldar án mikils kostnaðar.

3. að auk útlánssalar, lestraraðstöðu fyrir börn og fullorðna og bókageymslu skuli gert ráð fyrir námsaðstöðu og þjónustu skv. 9. gr. svo sem kostur er. Þá skal gert ráð fyrir húsrými til viðgerða, fyrirlestra og sýninga auk aðstöðu fyrir starfsfólk.

4. að þegar almenningsbókasafn er rekið í húsnæði með skólasafni sé þess gætt, að húsnæðið sé meira en stærðarreglur (norm) vegna skólasafna setja. Við hönnun húsnæðis fyrir slík söfn, skal þess gætt. að auk inngangs úr skólanum sé jafn­framt sérinngangur fyrir almenning. Bókafulltrúi lætur í té leiðbeiningar um lágmarksrými fyrir starfsemi bókasafns.

 

19. gr.

Bókafulltrúi skal stuðla að því, að almenningsbókasöfn (lestrarfélög). skólasöfn og stofnanasöfn innan bókasafnsumdæmis hafi sem nánasta samvinnu sín á milli undir forystu miðsafnsins.

Þar sem hreppsnefnd óskar að reka áfram starfandi bókasafn sjálfstætt, skal slíkt heimilt. hafi safnið aðstöðu til að veita fullnægjandi þjónustu. Að öðru leyti skal bókafulltrúi vinna að því að bókasöfn verði útibú frá miðsafni svo og að útibú verði stofnuð, þar sem slíkt er nauðsynlegt.

Í samráði við ráðgjafanefnd sér bókafulltrúi um, að samningur verði gerðir um yfirtöku húsnæðis og bókakosts, svo og greiðslu kostnaðar, sem af stofnun útibús og rekstri leiðir.

Þó skal bókafulltrúi og vinna að því, að miðsöfn og hreppasöfn veiti öldruðum og fötluðum þá þjónustu að senda bækur heim, eftir því sem aðstæður leyfa.

 

20. gr.

Sveitarfélag, sem á aðild að miðsafni, greiðir til þess framlag, skv. 8. gr. laga nr. 50/1976, og stendur sýslusjóður skil á þeirri greiðslu.

Ef sérstakur samningur er gerður við miðsafn um þjónustu umfram það, sem miðbókasafn er skylt að veita, skv. áðurnefndum lögum, fer um greiðslur sam­kvæmt samningi eða úrskurði bókafulltrúa, ef samningur hefur ekki verið gerður.

 

21. gr.

Á almenningsbókasafni skal þess gætt, að öll kynning á bókum og öðrum gögnum sé veitt greiðlega og á hlutlægan, hátt.

 

22. gr.

Að miðbókasafn skal ráða bókavörð (yfirbókavörð) í fullt starf, enda sé íbúa­tala umdæmis 3000 hið fæsta.

Sveitarstjórn, þar sem miðbókasafn er, ræður yfirbókavörð að fengnum tillögum bókasafnsstjórnar, bókafulltrúa og ráðgjafanefndar. Skal bókasafnsfræðingur að öðru jöfnu gangs fyrir.

Ef íbúafjöldi umdæmis miðsafns eða hreppssafns er lægri en í 1. mgr. segir, en yfir 1000, skal miða við, að bókavörður sé í a. m. k. hálfu starfi.

Sé íbúafjöldi lægri en 1000, gerir ráðgjafanefnd ásamt bókafulltrúa tillögu um, hvernig fara skuli um daglega stjórn bókasafns.

 

23. gr.

Bókavörður (yfirbókavörður) fer með daglega stjórn bókasafns. Hlutverk hans er sem hér segir:

1. að fara með fjárreiður bókasafnsins, gera tillögu að fjárhagsáætlun, sjá um innheimtu tekna og uppgjör að því leyti sem þessi störf eru ekki öðrum sérstak­lega falin.

2. að sjá um, að í safninu sé flokkuð skrá (höfunda- og titlaskrá), svo og að haldin sé aðfangaskrá, þannig að almenningur eigi greiðan aðgang að upplýsingum um bækur og önnur gögn safnsins.

3. að annast skýrslugerð skv. reglum, sem ráðuneytið setur, og standa því og sveitar­stjórn(um), sem hlut á að máli, skil á þeim á tilskildum tíma.

4. að eiga frumkvæði að kynningu á starfsemi safnsins fyrir almenning, gangast fyrir sýningum, bókakynningum og hvers konar starfsemi í þá átt, að safnið verði virk menningarstofnun.

5. að hafa sem nánast samstarf við bókasafnsstjórn, sveitarstjórn(ir) og mennta­málaráðuneyti (bókafulltrúa). Hlutverk bókavarðar (yfirbókavarðar) í mið­safni er jafnframt að vinna að samræmingu bókasafnsþjónustu og samvinnu bókasafna í umdæminu og að eiga frumkvæði í bókasafnsmálum umdæmisins. Hann skal efna til funda með bókavörðum í umdæminu a. m. k. einu sinni á ári.

Ef honum virðist áfátt bókasafnsþjónustu innan umdæmisins, er ekki lýtur stjórn miðsafnsins, skal hann vekja athygli hlutaðeigandi bókasafnsstjórnar (stjórnar stofnunar) á því. Ef það hrífur ekki, skal hann gera bókafulltrúa að­vart um það.

 

24. gr.

Bókasafnsstjórn gerir tillögur til sveitastjórnar um starfsmannafjölda í bóka­safni, en starfsmenn taka laun hjá sveitarsjóði, þar sem miðsafn er.

 

25. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um almenningsbókasöfn nr. 50, 25. maí 1976, öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytið, 7. mars 1978.

 

Vilhjálmur Hjálmarsson.

 

Birgir Thorlacius.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica