Menntamálaráðuneyti

395/1992

Reglugerð um lyfjatæknanám. - Brottfallin

1. gr.

Menntamálaráðuneytið starfrækir við framhaldsskóla nám í lyfjatækni á lyfjatæknabraut.

2. gr.

Markmið lyfjatæknabrautar er að sérmennta fólk til starfa við afgreiðslu, sölu og dreifingu lyfja.

3. gr.

Skólameistari framhaldsskólans sem býður fram þetta nám ræður kennslustjóra að höfðu samráði við fagráð (sjá 4. gr.) til allt að þriggja ára í senn og skal hann vera lyfjafræðingur.

 

Kennslustjóri skal m.a.:

-

hafa umsjón með skipulagningu og kennslu á brautinni og mati á námi og kennslu.

-

gera áætlanir um rekstur og tækjabúnað og hafa umsjón með því að vel sé farið með efni og búnað og að aðstaða sé vel nýtt.

-

leiðbeina kennurum er starfa á brautinni, samhæfa störf þeirra og hlutast til um samstarf þeirra á milli.

-

sjá um skráningu upplýsinga um nemendur er innritast á brautina, mat á námi frá öðrum skólum, færslu námsferilsskrá og miðlun slíkra upplýsinga til kennara og fagráðs

-

hafa umsjón með fjarvistarskráningu.

-

hafa umsjón með gerð stundaskrár, prófstjórn og úrvinnslu einkunna.

-

gera tillögur að námsskrá.

-

hafa umsjón með þróunarstarfi á brautinni.

4. gr.

Menntamálaráðuneytið skipar fagráð við brautina. Í fagráði skulu sitja 5 fulltrúar skipaðir sem hér segir: Einn skipaður af ráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður, einn tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, einn tilnefndur af Apótekarafélagi Íslands, einn tilnefndur af Lyfjatæknifélagi Íslands og einn tilnefndur af nemendum brautarinnar.

Fagráð skal skipað til þriggja ára í senn. Fulltrúi nemenda skal þó kosinn til eins árs. Kennslustjóri hefur áheyrnarrétt og tillögurétt á fundum ráðsins.

Verkefni fagráðs er m.a.:

-

fylgjast með þróun lyfjatæknigreinarinnar og gera tillögur um menntun í samræmi við

 

hana.

-

veita umsögn um búnað og aðstöðu til kennslu í greininni.

-

veita umsögn um tillögur að námskrá.

-

gera tillögur að reglum um framkvæmd námssamninga.

-

gera tillögur um skipulag kennslueftirlits.

-

gera tillögu til skólameistara um ráðningu kennslustjóra.

-

gera tillögur um endurmenntun lyfjatækna.

5. gr.

Nemendur sem lokið hafa aðfaranámi fyrir lyfjatæknabraut eða sambærilegu námi að mati skólans eiga rétt á að hefja nám á brautinni. Um innritun gilda að öðru leyti almennar reglur framhaldsskólans nema sakavottorð skal fylgja umsókn.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 15. gr. laga um lyfjadreifingu, 21. maí 1982 með síðari breytingum og 2. gr. laga um starfsheiti og starfsréttindi heilbrigðisstétta nr. 24, 28. maí 1985. Reglugerðin tekur þegar gildi.

Menntamálaráðuneytið, 27. október 1992.

Ólafur G. Einarsson.

Sólrún Jensdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica