Leita
Hreinsa Um leit

Menntamálaráðuneyti

299/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 174/1991 um Stýrimannaskólann í Reykjavík með síðari breytingu. - Brottfallin

1. gr.

                1. tl. 1. mgr. 4. gr. orðist svo:

1.             Til þess að fá inngöngu í 1. bekk þarf umsækjandi að leggja fram vottorð um 6 mánaða hásetatíma eftir 15 ára aldur á skipi yfir 12 rúmlestir. Til þess að fá inngöngu í deild þá, er býr menn undir próf skipstjóraefna á varðskipum ríkisins, skal umsækjandi hafa lokið 3. stigs prófi með eigi lægri en fyrstu meðaleinkunn.

                Skólastjóra er þó heimilt að veita efnilegum nemendum undanþágu frá þessu skilyrði, ef sérstaklega stendur á, svo sem langur reynslutími sem stýrimaður á varðskipum ríkisins.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 22/1972 um Stýrimannaskólann í Reykjavík, öðlast þegar gildi.

 

Menntamálaráðuneytinu, 21. maí 1996.

 

Björn Bjarnason.

Guðríður Sigurðardóttir.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica