Menntamálaráðuneyti

23/1991

Reglugerð um breytingu á reglugerð um framhaldsskóla nr. 105/1990. - Brottfallin

1. gr.

11. gr. orðist svo:

Menntamálaráðherra skipar fræðslunefnd skv. 23. grein laganna fyrir iðngreinaflokk eða iðngrein, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 102/1990 um löggiltar iðngreinar, námssamninga, sveinspróf og meistararéttindi. Af þeim fulltrúum, sem iðnfræðsluráð tilnefnir, skulu tveir vera frá aðilum vinnumarkaðarins og einn verkmenntakennari. Æskilegt er að fulltrúar vinnumarkaðarins komi frá mismunandi iðngreinum. Heimilt er að skipa með sama hætti fræðslunefndir fyrir menntun til starfa í öðrum iðnaði.

Hlutverk fræðslunefnda að viðhöfðu samráði og samvinnu við fagnefndir í viðkomandi iðngreinum, að því tilskildu að iðngreinar hafi orðið við ósk um að koma á fót fagnefnd, er m.a. að

- greina þörf fyrir menntun í einstökum iðngreinum,

- gera tillögur um námskipan, námskrá, námsgagnagerð og sveinspróf,

- skilgreina lágmarkskröfur sem meistari eða iðnfyrirtæki þarf að uppfylla til að taka nema á samning,

- fylgjast með því að kennsla og starfsþjálfun á vinnustað sé í samræmi við námskrá og reglugerð,

- veita umsögn um beiðnir frá iðnmeisturum eða iðnfyrirtækjum um að gera námssamninga,

- veita fyrirtækjum leiðbeiningar um verklega þjálfun iðnnema.

Fræðslunefndir skulu í störfum sínum hafa samvinnu og samráð við fagnefnd iðnsveina og iðnmeistara í hverri iðngrein innan iðngreinaflokksins að því er varðar málefni þeirrar iðngreinar.

Menntamálaráðuneytið setur fræðslunefndum starfsreglur.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 57/1988 um framhaldsskóla ásamt síðari breytingum og öðlast gildi þegar við birtingu.

Menntamálaráðuneytið, 15. janúar 1991.

Svavar Gestsson.

Knútur Hallsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica