Mennta- og menningarmálaráðuneyti

908/2014

Reglugerð um breyting á reglugerð um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 478/2011, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. orðast svo:

Lánasjóður íslenskra námsmanna skal auglýsa með tryggilegum hætti eftir umsóknum um námslán. Í auglýsingu skal taka fram um hvaða lán sé að ræða, hvar umsóknargögn séu fáanleg, hvenær umsóknarfrestur rennur út, sem og annað sem máli skiptir. Umsóknir og fylgiskjöl þeirra, svo og upplýsingar um námsaðstoð sjóðsins, skulu jafnan vera aðgengileg á skrifstofu sjóðsins og á vefsíðu hans.

2. gr.

1. málsliður 2. gr. orðast svo:

Sækja skal sérstaklega um námslán fyrir hvert námsár sem hefst að hausti ár hvert.

3. gr.

4. gr. orðast svo:

Námsmenn, sem eru ríkisborgarar EES-ríkis og fjölskyldur þeirra, eiga rétt á námslánum samkvæmt 13. gr. laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sbr. ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 492/2011 frá 5. apríl 2011 um frjálsa för launafólks innan Sambandsins, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/38/EB frá 29. apríl 2004 um rétt borgara Sambandsins og aðstandenda þeirra til frjálsra flutninga og búsetu á yfirráðasvæði aðildarríkjanna, sbr. 1. gr. laga um frjálsan atvinnu- og búseturétt launa­fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 47/1993, að uppfylltum eftirtöldum skil­yrðum:

  1. Umsækjandi um námslán, sem er ríkisborgari í EES-ríki, sem er launþegi eða sjálfstæður atvinnurekandi hér á landi skv. reglum EES-réttarins, á rétt til náms­láns vegna náms hér á landi eða erlendis. Með launþega eða sjálfstæðum atvinnu­rekanda er einnig átt við EES-ríkisborgara sem hefur áður verið launþegi eða sjálf­stæður atvinnurekandi hér á landi, þegar samhengi er á milli náms og fyrra starfs hér á landi með tilliti til innihalds og tíma. Jafnframt falla hér undir þeir sem eru án atvinnu vegna heilsufars eða sem vegna skipulags á vinnumarkaði hafa þörf fyrir endurmenntun í fagi án tillits til samhengis við fyrra starf hér á landi, að því er varðar innihald og tíma.
  2. Umsækjandi um námslán sem er maki ríkisborgara í EES-ríki, sem er launþegi eða sjálfstæður atvinnurekandi hér landi skv. reglum EES-réttarins, á rétt til náms­láns vegna náms hér á landi eða erlendis, ef viðkomandi býr hjá eða hefur búið hjá EES-ríkisborgara sem maki á sama tíma og sá er eða hefur verið launþegi eða sjálfstæður atvinnurekandi hér á landi.
  3. Umsækjandi um námslán, sem er niðji ríkisborgara í EES-ríki eða maka hans, sem hefur verið launþegi eða sjálfstæður atvinnurekandi hér á landi skv. reglum EES-réttarins, á rétt til námsláns vegna náms hér á landi eða erlendis, enda sé hann á framfæri viðkomandi. Áskilið er að aðstæður framfærsluaðila umsækjanda hafi aldurs og stöðu hans vegna þýðingu skv. reglum EES-réttarins. Ef umsækjandi býr ekki á Íslandi við upphaf námsins á hann aðeins rétt á námsláni ef hann var á framfæri EES-ríkisborgarans fram að þeim tíma og telst þá vera laun­þegi eða sjálfstæður atvinnurekandi hér á landi skv. reglum EES-réttarins.
  4. Umsækjandi um námslán, sem er foreldri ríkisborgara í EES-ríki eða foreldri maka hans, sem hefur verið launþegi eða sjálfstæður atvinnurekandi hér á landi skv. reglum EES-réttarins, á rétt til námsláns vegna náms hér á landi eða erlendis, ef viðkomandi býr hjá eða hefur búið hjá EES-ríkisborgara á sama tíma og sá er eða hefur verið launþegi eða sjálfstæður atvinnurekandi hér á landi og hefur verið á framfæri hans.

4. gr.

Aftan við orðið "vanskilaskrá" og á undan orðunum "skal hann leggja fram…" í þriðja máls­lið 7. gr. bætist eftirfarandi: eða lánasjóðurinn hefur áður þurft að afskrifa lán gagn­vart viðkomandi.

5. gr.

Síðari málsliður 12. gr. orðast svo:

Ef lánþegi gerir skriflega grein fyrir þessum breyttu högum sínum og styður hana til­skildum gögnum, er sjóðstjórn heimilt að veita undanþágu frá árlegri endurgreiðslu.

6. gr.

15. gr. orðast svo:

Almennar upplýsingar, sem tengjast ekki einstökum lánþegum, ábyrgðarmönnum eða umsækjendum, eru öllum opnar eftir því sem tök eru á að afla þeirra hverju sinni. Aðrar upplýsingar sem sjóðurinn býr yfir teljast einstaklingsbundnar og eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál sem eru eingöngu aðgengileg stjórn og starfsfólki sjóðsins, auk utanað­komandi ráðgjafa þegar slíkt er nauðsynlegt t.d. vegna innheimtu, svo og náms­manni sjálfum og umboðsmanni hans, að því er hann sjálfan varðar. Skal stjórn, starfs­fólki og ráðgjöfum á hverjum tíma kynnt hvað í þessu felst. Námsmaður fellst með umsókn sinni á ofangreinda meðferð upplýsinga er hann varða. Að öðru leyti er farið með upp­lýsingar sem sjóðurinn býr yfir í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð per­sónu­upplýsinga nr. 77/2000.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 6. mgr. 13. gr. og 1. mgr. 16. gr. laga nr. 21/1992, um Lána­sjóð íslenskra námsmanna, með síðari breytingum, og öðlast gildi við birtingu.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 2. október 2014.

Illugi Gunnarsson.

Ásta Magnúsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica