Mennta- og menningarmálaráðuneyti

821/2011

Reglugerð um breyting á reglugerð um Lánasjóð íslenskra námsmanna, nr. 478/2011. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna er heimilt í sérstökum tilvikum að leggja sterk tengsl umsækjanda við Ísland að jöfnu við að uppfyllt séu skilyrði lánveitingar sam­kvæmt 1. mgr.

2. gr.

Í stað orðsins "skilyrðum" í 1. - 4. tölul. 4. gr. kemur: skilmálum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett skv. 6. mgr. 13. gr. og 1. mgr. 16. gr. laga nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna, með síðari breytingum, og öðlast gildi við birtingu.

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 2. september 2011.

Svandís Svavarsdóttir.

Ásta Magnúsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica