Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

124/2008

Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1646/2004, frá 20. september 2004, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 4/2006, frá 28. janúar 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1518/2005, frá 19. september 2005, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 25/2006, frá 11. mars 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1356/2005, frá 18. ágúst 2005, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 24/2006, frá 12. mars 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 712/2005, frá 11. maí 2005 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 869/2005, frá 8. júní 2005, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2006, frá 23. september 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 205/2006, frá 6. febrúar 2006, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahags­svæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 116/2006, frá 23. júní 2006, reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1055/2006, frá 12. júlí 2006, sem vísað er til í XIII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 148/2006, frá 9. desember 2006, skulu öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samning­inn og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Ofangreindar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar eru birtar sem fylgiskjöl við reglu­gerð þessa.

3. gr.

Með innleiðingu á reglugerðum Evrópusambandsins nr. 1646/2004, nr. 1518/2005, nr. 1356/2005, nr. 712/2005, nr. 869/2005, nr. 205/2006 og nr. 1055/2006, breytast ákvæði reglugerðar nr. 653/2001 um hámark dýralyfjaleifa í sláturafurðum, eggjum og mjólk, þannig að lyfjaefnum er bætt við 1. kafla Sýkingalyf og 2. kafla Sníklalyf í viðauka I.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, ásamt síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 24. janúar 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica