Landbúnaðarráðuneyti

465/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins nr. 948/2002. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Reglugerð þessi tekur til uppruna og ræktunar íslenska hestsins. Reglugerðinni er ætlað að tryggja viðurkenningu á Íslandi sem upprunalandi íslenska hestsins, tryggja áframhaldandi hreinræktun hans með notkun á viðurkenndum ættbókum í samræmi við opinberan ræktunarstaðal, sbr. I. viðauka og að tryggja áreiðanleika þeirra upplýsinga sem skráðar eru í upprunaættbók íslenska hestsins WorldFeng.

Reglugerðinni er einnig ætlað að styðja alþjóðlegt samstarf um ræktun íslenska hestsins.


2. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 2. gr.:

a. 3. tl. 2. gr. fellur brott.
b. 5. tl. 2. gr. orðist svo: WorldFengur er upprunaættbók íslenska hestsins sem inniheldur upplýsingar og skrá um hreinræktuð íslensk hross.
c. Orðin "Feng eða" í 1. ml. 7. tl. falla brott.


3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 4. gr.:

a. 1. ml. 1. mgr. 4. gr. orðist svo: Bændasamtök Íslands halda upprunaættbók íslenska hestsins (WorldFeng) og bera ábyrgð á að færa í hana upplýsingar um hreinræktuð íslensk hross sem uppfylla skilyrði þessarar reglugerðar.
b. 3. mgr. 4. gr. orðist svo: Hross sem skrá á í WorldFeng skulu geta rakið alla ætt sína til hreinræktaðra íslenskra hesta. Bændasamtök Íslands skulu setja nánari reglur um framkvæmd skráningar í WorldFeng, þar sem m.a. skal kveðið á um hverjum skuli veittur skráningaraðgangur að WorldFeng og hvaða skilyrði skráningaraðili þarf að uppfylla.


4. gr.

Í stað orðanna "viðauka II" í 7. gr. kemur: viðauka I.


5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 19. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 og með vísan til III. kafla búnaðarlaga og öðlast þegar gildi. Reglugerðin er sett með hliðsjón af tilskipun ráðsins 90/427/EBE og ákvörðunum framkvæmdastjórnarinnar nr. 92/353/EBE, 92/354/EBE, 96/78/EB og 96/79/EB og öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 2. júní 2004.

F. h. r.
Ólafur Friðriksson.
Atli Már Ingólfsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica