Í 1. viðauka II. kafla bætist við tilvísun til tilskipunar nr. 2002/70/EB.
27. liður töflunnar í B. hluta 1. viðauka II. kafla breytist og verður:
Óæskileg efni
|
Afurðir sem ætlaðar eru í fóður
|
Hámarksinnihald fyrir fóður með 12% rakainnihald
|
(1)
|
(2)
|
(3)
|
27. Díoxín (summa fjöl-klóraðra díbensó-para-díoxína (PCDD) og fjölklóraðra díbensófúrana (PCDF), gefið upp sem eiturjafngildi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), með því að nota WHO-TEF (eiturjafngildisstuðlar frá 1997)) | (a) Allt fóður úr jurtaríkinu þ.m.t. jurtaolíur og aukaafurðir | 0,75 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (2) (3) |
(b) Steinefni samanber 11. lið 2. viðauka II. kafla | 1,0 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (2) (3) | |
(c) Kaolinitleir, vatnsfirrt kalsíumsúlfat, vermikúlít, natrólít – fónólít, tilbúð kalsíumalúmínat og klínoptílólít upprunnin úr seti, samanber 10. lið 3. viðauka II. kafla. | 0,75 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (2) (3) | |
(d) Dýrafita, þ.m.t. mjólkurfita og eggjafita. | 2,0 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (2) (3) | |
(e) Aðrar afurðir af landdýrum, þ.m.t. mjólk, mjólkurafurðir, egg og eggjaafurðir | 0,75 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (2) (3) | |
(f) Fisklýsi | 6 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (5) (3) | |
(g) Fiskur, önnur sjávardýr, afurðir þeirra og aukaafurðir, að undanskildu fisklýsi og vatnsrofnu fiskipróteini með meira en 20% fitu (4) | 1,25 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (2) (3) | |
(h) Fóðurblöndur, að undanskildu loðdýra-, gæludýra- og fiskafóðri | 0,75 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (2) (3) | |
(i) Fiskafóður og gæludýrafóður | 2,25 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (2) (3) | |
(j) Vatnsrofið (melt) fiskiprótein með meira en 20% fitu | 2,25 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg (2) (3) |
Í enda töflunnar er neðanmálsgrein (2) eytt og eftirfarandi bætt við:
(2) | Efri styrkleikamörk eru reiknuð út frá þeirri forsendu að öll gildi hinna ýmsu skyldu efna, sem eru undir greiningarmörkum, séu jöfn greiningarmörkunum. |
(3) | Endurskoða skal þessi viðmiðunarmörk í fyrsta sinn fyrir 31. desember 2004 í ljósi nýrra gagna um tilvist díoxína og díoxín-líkra PCB-efna, einkum í því skyni að fella PCB-efni, sem líkjast díoxíni, inn í þau gildi sem sett hafa verið og sem verða síðan endurskoðuð fyrir 31. desember 2006 með það að markmiði að lækka viðmiðunarmörkin til muna. |
(4) | Ferskur fiskur, sem er afhentur beint og notaður án millistigsvinnslu við framleiðslu á fóðri fyrir loðdýr, er undanskilinn þessum viðmiðunarmörkum og hámarksgildi 4,0 ng WHO-PCDD/F-TEQ/kg eru heimil í ferskum fiski fyrir gæludýr og dýr í dýragörðum og sirkusum. Afurðir, unnin dýraprótín sem eru framleidd úr þessum dýrum þ.e. loðdýrum, gæludýrum og dýrum í dýragörðum og sirkusum, mega ekki komast inn í fæðukeðjuna og bannað er að nota þær sem fóður fyrir húsdýr sem eru alin og ræktuð til manneldis. |
Með hliðsjón af tilskipun nr. 2002/70/EB bætist við Óæskileg efni í 12. viðauka Greiningaraðferðir við efnafræðilegt eftirlit, undir Greining/ákvörðun Díoxín og tilvísun í tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2002/70/EB sem er birt sem fylgiskjal 1 við reglugerð þessa.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2002/70/EB skv. ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 39/2003 og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2003/57/EB. Reglugerðin tekur þegar gildi.