Á eftir næstsíðustu setningu 8. gr., I. kafla bætist eftirfarandi:
Aðfangaeftirlitið getur veitt fyrirtæki sem ekki uppfyllir þessar kröfur að fullu hæfilegan frest til að gera þær úrbætur sem krafist er, enda liggi fyrir tímasett áætlun um verkið sem aðfangaeftirlitið samþykkir. Þessi frestur má þó aldrei vera lengri en sex mánuðir. Uppfylli fyrirtæki ekki skilyrði 14. viðauka að liðnum gefnum fresti fellur viðurkenning á fyrirtækinu niður.
Í II. kafla 1. viðauka fellur niður tilvísun til tilsk. 1999/29/EB og í staðinn kemur tilvísun til tilsk. 2002/32/EB.
Með hliðsjón af tilsk. 2003/32/EB fellur A. hluti 1. viðauka II. kafla Almenn ákvæði niður og í staðinn kemur:
Eftirfarandi orðskýringar eiga aðeins við í þessum viðauka:
a) | "Fóðurefni": ýmsar afurðir úr jurta- eða dýraríkinu, eins og þær koma fyrir í náttúrunni, nýjar eða rotvarðar, svo og afurðir þeirra úr iðnaðarvinnslu, og lífræn eða ólífræn efni, með eða án aukefna, gefin dýrum, annaðhvort óbreytt eða eftir vinnslu, notuð til framleiðslu á fóðurblöndum eða notuð sem burðarefni í forblöndum, |
b) | "Afurðir sem ætlaðar eru í fóður": fóðurefni, forblöndur, aukefni, fóður og allar aðrar afurðir sem ætlaðar eru til notkunar eða eru notaðar í fóður, |
c) | "Dýr": dýr af tegundum sem algengt er að menn fóðri, haldi eða leggi sér til munns og dýr sem lifa villt í náttúrunni og er gefið fóður, |
d) | "Markaðsetning" (setja í dreifingu eða dreifing): að geyma hvers kyns afurðir, ætlaðar í fóður, með tilliti til sölu, einnig að bjóða til sölu, eða afhendingar með einhverjum öðrum hætti til þriðja aðila, gegn greiðslu eða ekki, einnig sjálf salan eða afhendingin sem fer fram með einhverjum öðrum hætti, |
l) | "Óæskilegt efni": sérhvert efni eða afurð, að undanskildum sjúkdómsvöldum, sem eru í og/eða á afurðum sem ætlaðar eru í fóður og sem heilbrigði dýra eða manna eða umhverfinu stafar hugsanlega hætta af eða sem gæti haft skaðleg áhrif á búfjárframleiðslu. |
1. Einungis er heimilt að flytja inn afurðir, sem ætlaðar eru í fóður, frá þriðju löndum til dreifingar og/eða notkunar ef þær eru óspilltar, ósviknar og markaðshæfar og því skal ekki stafa af þeim hætta fyrir heilbrigði manna, heilbrigði dýra, umhverfið né skulu þær hafa skaðleg áhrif á búfjárframleiðslu ef þær eru notaðar á réttan hátt.
2. Líta skal svo á að afurðir, sem ætlaðar eru í fóður, samræmist ekki 1. mgr. ef magn óæskilegra efna, sem þær innihalda, er ekki í samræmi við hámarksviðmiðunargildin sem mælt er fyrir um í B hluta 1. viðauka.
1. Einungis er heimilt að nota óæskilegu efnin, sem eru talin upp í B hluta 1. viðauka, í afurðir sem ætlaðar eru í fóður í samræmi við skilyrðin sem þar er mælt fyrir um.
2. Í því skyni að draga úr eða eyða upptökum óæskilegra efna í afurðum, sem ætlaðar eru í fóður, skal í samvinnu rekstraraðila framkvæma rannsókn til að finna upptök þessara óæskilegu efna í þeim tilvikum þar sem farið er yfir hámarksviðmiðunargildi og í þeim tilvikum þar sem aukið magn slíkra efna greinist að teknu tilliti til bakgrunnsgilda. Til að fá einsleita nálgun í þeim tilvikum þar sem um aukið magn er að ræða kann að vera nauðsynlegt að setja aðgerðamark til að hrinda slíkum rannsóknum af stað. Heimilt er að mæla fyrir um þetta aðgerðamark í C. hluta 1. viðauka.
Óheimilt er að blanda afurðir, sem ætlaðar eru í fóður og innihalda óæskileg efni í magni sem er yfir hámarksviðmiðunargildinu sem tilgreint er í B hluta 1. viðauka, sömu afurð eða öðrum afurðum, sem ætlaðar eru í fóður, í því skyni að þynna þær.
Fóðurbætir má ekki innihalda meira af óæskilegu efnunum, sem eru talin upp í B hluta 1. viðauka, en tilgreint er fyrir heilfóður.
1. Hafi aðfangaeftirlitið ástæðu, sem byggð er á nýjum upplýsingum eða endurmati á fyrirliggjandi upplýsingum sem farið hefur fram eftir að viðkomandi ákvæði voru samþykkt, til að ætla að hámarksviðmiðunargildi, sem er tilgreint í B hluta I. viðauka, eða óæskilegt efni, sem er ekki talið þar upp, skapi hættu fyrir heilbrigði dýra eða manna eða umhverfið, er því heimilt tímabundið að lækka gildandi hámarksviðmiðunargildi, ákvarða hámarksviðmiðunargildi eða banna að óæskilega efnið sé í afurðum sem ætlaðar eru í fóður. Þetta skal þegar í stað tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og hinum aðildarríkjum EES-svæðisins og tilgreina ástæðuna fyrir ákvörðun sinni.
2. Breytingar gerðar skv. 1. mgr. skal birta opinberlega.
Með hliðsjón af tilsk. 2002/32/EB fellur B hluti 1. viðauka II. kafla Aðrar viðmiðanir varðandi innihald óæskilegra efna og afurða í fóðri niður og í staðinn kemur:
B. Hámarksmörk fyrir innihald óæskilegra efna í afurðum sem ætlaðar eru í fóður.
Óæskileg efni
|
Afurðir sem ætlaðar eru í fóður
|
Hámarksinnihald í mg/kg (milljónarhlutar) fyrir fóður með 12% rakainnihald
|
(1)
|
(2)
|
(3)
|
1. Arsen
2. Blý 3. Flúor 4. Kvikasilfur 5. Nítrít 6. Kadmíum 7. Aflatoxín B1 8. Blásýra 9. Óbundið gossýpól 10. Þeóbrómín 11. Rokgjörn mustarðsolía 12. Vinýlþíóoxasólídon (vinýloxasólídínþíon) 13. Grasdrjólasveppur (Claviceps purpurea) 14. Illgresisfræ og ómöluð og ómulin aldin sem innihalda beiskjuefni, glúkósíð eða önnur eiturefni, ein sér eða saman, m.a.: a) Lolium temulentum L., b) Lolium remotum Schrank, c) Dantura stramonium L. 15. Kristpálmi — Ricinus communis L. 16. Crotalaria spp. 17. Aldrín ü eitt sér eða saman, ñ 18. Díeldrín þ gefið upp sem díeldrín 19. Kamfeklór (toxafen) 20. Klórdan (summa sis- og trans-myndbrigða og oxýklórdans, gefið upp sem klórdan) 21. DDT (summa DDT-, TDE- og DDE-myndbrigða, gefið upp sem DDT) 22. Endósúlfan (summa alfa- og beta-myndbrigða og endósúlfansúlfats, gefið upp sem endósúlfan) 23. Endrín (summa endríns og delta-ketóendríns, gefið upp sem endrín) 24. Heptaklór (summa heptaklórs og hepta-klórepoxíðs, gefið upp sem heptaklór) 25. Hexaklórbensen (HCB) 26. Hexaklórsýklóhexan (HCH) 26.1 alfa-myndbrigði 26.2 beta-myndbrigði 26.3 gamma-myndbrigði 27. Díoxín (summa PCDD og PCDF), gefið upp í alþjóðlegum eiturjafngildum 28. Apríkósur — Prunus armeniaca L. 29. Beiskar möndlur — Prunus dulcis (Mill.) D.A. Webb var. amara (DC.) Focke (= Prunus amygdalus Batsch var. amara (DC.) Focke) 30. Beykihnetur með hýði — Fagus silvatica L. 31. Akurdoðra — Camelina sativa (L.) Crantz 32. Mowrah, Bassia, Madhuca — Madhuca longifolia (L.) Macbr. (= Bassia longifolia L. = Illiped malabrorum Engl.) Madhuca indica Gmelin (= Bassia latifolia (Roxb.) = Illipe latifolia (Roxb.) F. Mueller) 33. Purghera — Jatropha curcas L. 34. Tígurskrúð — Croton tiglium L. 35. Brúnn mustarður — Brassica juncea (L.) Czern. og Coss. ssp. intergrifolia (West.) Thell. 36. Sareptamustarður — Brassica juncea (L.) Czern. og Coss. ssp. juncea 37. Kínverskur mustarður — Brassica juncea (L.) Czern. og Coss. ssp. juncea var. lutea Batalin 38. Svartmustarður — Brassica nigra (L.) Koch 39. Eþíópíumustarður — Brassica carinata A. Braun |
Fóðurefni, að undanskildu:
— grasmjöli, úr þurrkuðum refasmára og þurrkuðum smára og þurrkuðu sykurrófumauki og þurrkuðu, melassabættu sykurrófumauki — fosfötum og fóðri sem fellur til við vinnslu fisks eða annarra sjávardýra Heilfóður, að undanskildu: — heilfóðri fyrir fisk Fóðurbætir, að undanskildum: — steinefnablöndum Fóðurefni, að undanskildu: — grænfóðri — fosfötum — geri Heilfóður Fóðurbætir, að undanskildum: — steinefnablöndum Fóðurefni, að undanskildu: — fóðri úr dýraríkinu — fosfötum Heilfóður, að undanskildu: — heilfóðri fyrir nautgripi, sauðfé og geitfé — mjólkandi — önnur — heilfóðri fyrir svín — heilfóðri fyrir alifugla — heilfóðri fyrir kjúklinga Steinefnablöndur fyrir nautgripi, sauðfé og geitfé Annar fóðurbætir Fóðurefni, að undanskildu: — fóðri sem fellur til við vinnslu fisks eða vinnslu annarra sjávardýra Heilfóður, að undanskildu: — heilfóðri fyrir hunda og ketti Fóðurbætir, að undanskildum: — fóðurbæti fyrir hunda og ketti Fiskimjöl Heilfóður, að undanskildu: — fóðri ætluðu gæludýrum, öðrum en fuglum og búrfiskum Fóðurefni úr jurtaríkinu: Fóðurefni úr dýraríkinu, að undanskildu: — fóðri fyrir gæludýr Fosföt Heilfóður fyrir nautgripi, sauðfé og geitfé, að undanskildu: — heilfóðri fyrir kálfa, lömb og kiðlinga Annað heilfóður, að undanskildu: — fóðri fyrir gæludýr Steinefnablöndur Annar fóðurbætir fyrir nautgripi, sauðfé og geitfé Fóðurefni, að undanskildum: — jarðhnetum, kókoshnetukjarna, pálmakjarna, baðmullarfræi, babassú, maís og afurðum úr vinnslu þeirra Heilfóður fyrir nautgripi, kindur og geitur, að undanskildum: — mjólkurkúm — kálfum og lömbum Heilfóður fyrir svín og alifugla (að undanskildu ungviði) Annað heilfóður Fóðurbætir fyrir nautgripi, sauðfé og geitfé (að undanskildum fóðurbæti fyrir mjólkandi dýr, kálfa og lömb) Fóðurbætir fyrir svín og alifugla (að undanskildu ungviði) Annar fóðurbætir Fóðurefni, að undanskildu: — hörfræi — hörfræskökum — manjókafurðum og möndlukökum Heilfóður, að undanskildu: — heilfóðri fyrir kjúklinga Fóðurefni, að undanskildum: — baðmullarfræskökum Heilfóður, að undanskildu: — heilfóðri fyrir nautgripi, sauðfé og geitfé — heilfóðri fyrir alifugla (að undanskildum varphænum) og kálfa — heilfóðri fyrir kanínur og svín (að undanskildum mjólkurgrísum) Heilfóður, að undanskildu: — heilfóðri fyrir fullvaxna nautgripi Fóðurefni, að undanskildum: — repjufræskökum Heilfóður, að undanskildu: — heilfóðri fyrir nautgripi, sauðfé og geitfé (að undanskildu ungviði) — heilfóðri fyrir svín (að undanskildum mjólkurgrísum) og alifugla Heilfóður fyrir alifugla, að undanskildu: — heilfóðri fyrir varphænur Allt fóður sem í er ómalað korn Allt fóður Allt fóður Allt fóður Allt fóður, að undanskildum: — fituefnum Allt fóður Allt fóður, að undanskildum: — fituefnum Allt fóður, að undanskildum: — fituefnum Allt fóður, að undanskildum: — maís — olíufræjum — heilfóðri fyrir fisk Allt fóður, að undanskildum: — fituefnum Allt fóður, að undanskildum: — fituefnum Allt fóður, að undanskildum: — fituefnum Allt fóður, að undanskildum: — fituefnum Heilfóður, að undanskildu: — fóðri fyrir mjólkurkýr Fóðurefni, að undanskildum: — fituefnum Allt fóður, að undanskildum: — fituefnum Sítrusmauk Allt fóður |
2
4 10 2 4 4 12 10 40 30 5 5 10 30 150 500 2 000 150 30 50 100 350 250 2 000 125 (1) 0,1 0,5 0,1 0,4 0,2 60 (gefið upp sem natríumnítrít) 15 (gefið upp sem natríumnítrít) 1 2 10 1 0,5 5 0,5 0,05 0,02 0,05 0,005 0,01 0,02 0,01 0,05 0,03 0,005 50 250 350 100 50 10 20 1 200 20 500 100 60 300 700 100 4 000 (gefið upp sem allýlísóþíósýanat) 150 (gefið upp sem allýlísóþíósýanat) 1 000 (gefið upp sem allýlísóþíósýanat) 500 (gefið upp sem allýlísóþíósýanat) 1 000 500 1 000 3 000 1 000 1 000 1 000 10 (gefið upp sem hýði kristpálmafræja) 100 0,01 0,2 0,1 0,02 0,05 0,05 0,5 0,1 0,2 0,5 0,005 0,01 0,05 0,01 0,2 0,01 0,2 0,02 0,2 0,01 0,0005 0,01 0,1 0,2 2,0 500 pg I-TEQ/kg (efri greiningarmörk) (2)
Fræ og aldin þeirra plöntutegunda, sem eru taldar upp hér til hliðar, og unnar afleiður þeirra mega aðeins koma fyrir í fóðri í snefilmagni sem er ekki unnt að magnsetja
|
(1) Flúorinnihald fyrir hvert 1% af fosfór. (2) Efri styrkleikamörk eru reiknuð út frá því mati að öll gildi hinna ýmsu efnamynda (congener), sem eru undir greiningarmörkum, séu jöfn greiningarmörkunum. |
Með hliðsjón af tilskipun 2002/32/EB fellur C. hluti 1. viðauka II. kafla niður og í staðinn kemur:
C. Aðgerðamörk óæskilegra efna í afurðum sem ætlaðar eru í fóður.
Óæskileg efni
|
Afurðir sem ætlaðar eru í fóður
|
Aðgerðamark í mg/kg (milljónarhlutar) fyrir afurð sem ætluð er í fóður með 12% rakainnihald
|
Athugasemdir og frekari upplýsingar (t.d. eðli rannsókna sem gerðar verða)
|
Með hliðsjón af tilsk. 2003/7/EB fellur tafla um E 161g Kantaxantín í 6. lið D. hluta 3. viðauka niður og í staðinn kemur:
EB-nr.
|
Aukefni
|
Efnaformúla, lýsing
|
Tegund eða flokkur dýra
|
Hámarks-aldur
|
Lágmarks-innihald
|
Hámarks-innihald
|
Önnur ákvæði
|
Lok gildistíma leyfis
|
mg/kg heilfóðurs
|
||||||||
Litarefni, þar með taldir dreyfulitir |
||||||||
1. Karótenóíð og xantófýll: |
||||||||
E 161 g | Kantaxantín | C40H52O2 | Alifuglar, aðrir en varphænur |
—
|
—
|
25
|
Blöndun kantaxantíns við önnur karótenóíð og xantófýll er heimil, að því tilskildu að heildarstyrkur blöndunnar fari ekki yfir 80 mg/kg í heilfóðrinu. | Án tímamarka |
Varphænur |
8
|
Blöndun kantaxantíns við önnur karótenóíð og xantófýll er heimil, að því tilskildu að heildarstyrkur blöndunnar fari ekki yfir 80 mg/kg í heilfóðrinu. | Án tímamarka | |||||
Lax, urriði |
—
|
—
|
25
|
Má gefa dýrum sem hafa náð sex mánaða aldri.
Blöndun kantaxantíns við astaxantín er heimil, að því tilskildu að heildarstyrkur blöndunnar fari ekki yfir 100 mg/kg í heilfóðrinu. |
Án tímamarka | |||
Hundar, kettir og skrautfiskar |
—
|
—
|
—
|
—
|
Án tímamarka |
|||
3. Litunarefni sem leyfð hafa verið til litunar matvæla samkvæmt reglum bandalagsins, önnur en patentblátt V, súrskærgrænt BS og kantaxantín |
—
|
Allar tegundir eða flokkar dýra, að undanskildum hundum og köttum |
—
|
—
|
—
|
Einungis leyfilegt í fóðri í afurðum sem eru unnar úr:
i) matvælaúrgangi eða matvælaúrgangi eða ii) öðrum grunnefnum, að undanskildu korni og manjókamjöli sem hefur verið eðlisbreytt með þessum efnum eða litað við tæknilegan undirbúning til að tryggja auðkenningu þess meðan á framleiðsluferlinu stendur. |
Án tímamarka | |
Hundar |
—
|
—
|
—
|
—
|
Án tímamarka |
|||
Kettir |
—
|
—
|
—
|
—
|
Án tímamarka |
|||
3.1 Kantaxantín, leyft til litunar matvæla samkvæmt reglum EES-svæðisins | Allar tegundir eða flokkar dýra, að undanskildum alifuglum, laxi, urriða, hundum og köttum |
—
|
—
|
—
|
Einungis leyfilegt í fóðri í afurðum sem eru unnar úr: i) matvælaúrgangi eða ii) öðrum grunnefnum, að undanskildu korni og manjókamjöli sem hefur verið eðlisbreytt með þessum efnum eða litað við tæknilegan undirbúning til að tryggja auðkenningu þess meðan á framleiðsluferlinu stendur. |
Án tímamarka | ||
Hundar |
—
|
—
|
—
|
—
|
Án tímamarka | |||
Kettir |
—
|
—
|
—
|
—
|
Án tímamarka | |||
Alifuglar, aðrir en varphænur, lax og urriði |
25
|
Einungis leyfilegt í fóðri í afurðum sem eru unnar úr: i) matvælaúrgangi eða ii) öðrum grunnefnum, að undanskildu korni og manjókamjöli sem hefur verið eðlisbreytt með þessum efnum eða litað við tæknilegan undirbúning til að tryggja auðkenningu þess meðan á framleiðsluferlinu stendur. |
Án tímamarka | |||||
Varphænur |
8
|
Einungis leyfilegt í fóðri í afurðum sem eru unnar úr: i) matvælaúrgangi eða ii) öðrum grunnefnum, að undanskildu korni og manjókamjöli sem hefur verið eðlisbreytt með þessum efnum eða litað við tæknilegan undirbúning til að tryggja auðkenningu þess meðan á framleiðsluferlinu stendur. |
Án tímamarka |
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og til innleiðingar á tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar nr. 2003/7/EB skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 69/2003 og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/32/EB skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2003 sem vísað er til í II. hluta I. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Reglugerðin tekur þegar gildi.