Landbúnaðarráðuneyti

264/2003

Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, ásamt síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftir breytingu orðist 23. gr. K-hluta I. kafla reglugerðarinnar svo, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2001/46/EB:
1. Ef eftirlitið leiðir í ljós að vörur standast ekki tilskildar kröfur skal banna innflutning þeirra eða markaðssetningu og fyrirskipa endursendingu þeirra eftir að lögbæru yfirvaldi í framleiðslulandi hefur verið tilkynnt þar um. Tilkynna skal Eftirlitsstofnun EFTA og aðildarríkjum EES-svæðisins þegar í stað um að vörunum hafi verið hafnað og tilgreina þau brot sem hafa komið í ljós.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má aðfangaeftirlitið heimila eina af eftirfarandi aðgerðum svo fremi að tryggt sé að aðgerðirnar hafi ekki skaðleg áhrif á heilbrigði manna og dýra eða á umhverfið;
- aðlögun varanna að tilskildum kröfum innan nánar tiltekins frests,
- hreinsun, ef við á,
- gera vöruna skaðlausa, ef við á,
- aðra viðeigandi meðhöndlun,
- notkun í öðrum tilgangi,
- förgun varanna.

Ef vörum er fargað, þær notaðar í öðrum tilgangi, endursendar til upprunalands eða gerðar skaðlausar, eins og að ofan greinir skal aðfangaeftirlitið án tafar gera þar til bærum lögaðila í sendingarlandinu viðvart.

Kostnaður sem stofnað er til vegna ráðstafana sem eru gerðar í samræmi við 1. og 2. mgr. hvílir á innflytjanda (handhafa leyfis) eða fulltrúa hans.

Aðfangaeftirlitið skal sjá til þess að skoðanir fari þannig fram að sem minnstar tafir verði á afhendingu fóðurvara og að skoðun leiði ekki til óréttmætra hindrana við markaðssetningu þeirra.

Framleiðendur sem eftirlit er haft með geta leitað álits annarra sérfræðinga ef tekin eru sýni, enda skulu viðmiðunarsýni varðveitt með innsigli.

Aðfangaeftirlitinu er heimilt að viðurkenna rannsóknastofur til að annast greiningu á sýnum.


2. Þeir sem bera ábyrgð á framleiðslu, dreifingu eða sölu á fóðri skulu án tafar tilkynna aðfangaeftirlitinu ef þeir hafa sannanir fyrir því að vara sem er ætluð til fóðurs og þeir hafa flutt inn á EES-svæðið frá þriðja ríki eða sett í dreifingu og eru með í geymslu eða ef vara;

- fer yfir hámarksviðmiðunargildi sem mælt er fyrir um í B lið I. viðauka, en ef farið er yfir þau má ekki gefa dýrum afurðina sem slíka eða blanda henni við aðrar afurðir sem eru ætlaðar í fóður,
- uppfyllir ekki önnur ákvæði reglugerðar nr. 340/2001, eða viðauka hennar eða stofnar heilbrigði manna eða dýra eða umhverfinu í alvarlega hættu vegna þess að þessi ákvæði eru ekki uppfyllt og með tilliti til þess til hvers þau eru ætluð.


3. Þeir sem bera ábyrgð á framleiðslu, dreifingu eða sölu á fóðri, skulu leggja fram allar upplýsingar sem gera kleift að sannreyna með nákvæmum hætti, viðkomandi vöru eða vörusendingu, ásamt eins ítarlegri lýsingu og mögulegt er, á þeirri hættu sem vara eða vörurnar gætu skapað. Jafnframt allar fyrirliggjandi upplýsingar sem eru nytsamlegar til að rekja feril vörunnar eða varanna.


2. gr.

Í 25. gr. K-hluta I. kafla á eftir orðunum "...til þess að vörur..." og á undan orðunum "...sem senda á til..." í 1. mgr., bætist eftirfarandi:
þ. á m. fóðurefni og fóður úr sjávarafla.

Á eftir orðunum "...EES-samningsins..." og á undan orðunum "…séu skoðaðar..." í 1. mgr., bætist eftirfarandi:
eða til þriðja lands.


3. gr.

Við 4. tölulið A hluta 2. viðauka reglugerðarinnar bætist eftirfarandi stafliður:
j) Úrgang og/eða annað hráefni úr fiskeldi í fóður fyrir eldisfisk.


4. gr.

Við 3. viðauka, bætist eftirfarandi inn í upptalningu á tilskipunum ráðsins, sbr. tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2001/79/EB: 87/153/EBE, 70/524/EBE.
Við tilskipanir framkvæmdastjórnarinnar bætist:
2001/79/EB.

Við tölulið 1 ("Notkun") í A-hluta 3. viðauka á eftir orðunum "sem nota á viðkomandi aukefni í" í 1. mgr., bætist eftirfarandi:
auk þess hafi aukefnið verið viðurkennt á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við tilskipanir ráðsins, 70/524/EBE og 87/153/EBE með áorðnum breytingum.


5. gr.

Við A-hluta 9. viðauka bætast eftirfarandi töluliðir á viðeigandi staði:
7. Fóðurblöndur sem innihalda meira af aukefnum en ákvarðað er fyrir heilfóður og sem falla því undir ákvæði 8. gr. og 14. viðauka, skulu auk þess merkjast í samræmi við ákvæði B-hluta 10. viðauka.


Við A-hluta 9. viðauka, bætist eftirfarandi málsgrein, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/2/EB:
Framleiðendur fóðurblandna eða umboðsmenn þeirra, eru skuldbundnir að láta aðfangaeftirlitinu í té öll skjöl er varða samsetningu fóðursins sem fyrirhugað er að setja í dreifingu og gera kleift að sannprófa hvort upplýsingarnar sem fram koma á merkimiða séu réttar, fari aðfangaeftirlitið fram á slíkt


6. gr.

Við C-hluta 9. viðauka á eftir orðunum "Merking fóðurblandna..." og á undan orðunum "...sem innihalda prótein..." bætist eftirfarandi, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/2/EB:
handa öðrum dýrum en gæludýrum.


7. gr.

Við D-hluta, 9. viðauka, í töflu nr. 1 ("Lögboðnar upplýsingar og viðbótarupplýsingar"), í reit 5, á eftir Hráefnainnihald ("samsetning"), bætist, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/2/EB:

Öll fóðurefni skulu tilgreind undir sérheiti sínu.

Í dálknum undir heitinu "Dýr til manneldis og loðdýr" við reit 5 kemur í stað "Hráefnið er tilgreint eftir fallandi þyngd" eftirfarandi:
Hráefnin skulu tilgreind ásamt hundraðshluta eftir fallandi þyngd.

Í dálkunum um gæludýr við reit 5 kemur í stað "Hráefnið er tilgreint eftir fallandi þyngd" eftirfarandi:
Hráefnin skulu tilgreind eftir magni eða fallandi þyngd.

Í þessum sömu dálkum þar sem segir "heiti" bætist fyrir framan orðið "sér", þ.e. eftir breytingu standi "sérheiti".

Í reit 14., á eftir orðunum "Nafn og heimilisfang þess sem ber ábyrgð á upplýsingunum", bætist eftirfarandi:
Fóðurblöndur sem falla undir 8. gr. og 14. viðauka, skulu auk þess merktar með viðurkenningarnúmeri framleiðandans.


8. gr.

Við A-hluta 13. viðauka, undir kaflanum "Fóðurblöndur" bætist eftirfarandi, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/2/EB:
Heimiluð vikmörk vegna merkinga á hundraðshlutum fóðurhráefna í fóðurhlutum skulu nema 15% af gildinu sem gefið er upp.


9. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og með hliðsjón af eftirtöldum gerðum sem vísað er til í I. viðauka II. kafla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið; Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2001/46/EB og tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2001/79/EB, eins og þeim var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 96/2002 og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2002/2/EB, eins og henni var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2002.

Reglugerðin tekur þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 15. apríl 2003.

F. h. r.
Guðmundur B. Helgason.
Atli Már Ingólfsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica