Landbúnaðarráðuneyti

594/2002

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 5. gr., B. lið, I. kafla bætast eftirfarandi orðskýringar:
Þéttbýlis-, húsa- og iðnaðarskólp:
1. "þéttbýlisskólp": húsaskólp eða blanda húsaskólps og iðnaðarskólps og/eða afrennslisregnvatns;
2. "húsaskólp": skólp frá íbúðarhúsnæði og þjónustustarfsemi sem einkum á rætur að rekja til efnaskipta mannslíkamans og til heimilisstarfa;
3. "iðnaðarskólp": skólp frá húsnæði til verslunarreksturs eða iðnaðar annað en húsaskólp og afrennslisregnvatn;
Hreinn sjór: sjór eða sjóblandað vatn, sem ekki er mengað örverum, hættulegum efnum og/eða eitruðu sjávarsvifi að því marki að það geti spillt hollustu fiskafurða og sem er notað við þau skilyrði sem kveðið er á um í reglugerð nr. 233/1999, um hollustuhætti við meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafla og fiskafurða.


2. gr.

E. liður, 4. töluliðs um bönnuð hráefni, A. liðar, 2. viðauka, II. kafla orðast svo:
e) Allan úrgang frá aðskiljanlegum áföngum hreinsunarferlis þéttbýlis-, húsa- og iðnaðarskólps (Samanber orðskýringu í 5. gr. B. lið I. kafla) án tillits til frekari hreinsunar þessa úrgangs og uppruna skólpsins.

Hugtakið "skólp" á ekki við um "vinnsluvatn", þ.e. frárennsli í sérleiðslum í fyrirtækjum í matvæla- og fóðuriðnaði; vatn, sem er veitt í þessar leiðslur, skal vera heilnæmt og hreint (Eins og tilgreint er í reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn). Einnig er heimilt að veita hreinum sjó í leiðslur í fiskvinnslustöðvum (Samanber orðskýringu í 5. gr. B. liðar I. kafla). Vinnsluvatn skal einungis innihalda fóðurefni eða matvæli og skal vera tæknilega laust við hreinsiefni, sótthreinsandi efni eða önnur efni sem eru óheimil samkvæmt löggjöfinni um fóður.

Meðhöndla ber efni úr dýraríkinu í vinnsluvatninu í samræmi við D. lið 2. viðauka og reglugerð nr. 660/2000 um meðferð og nýtingu á sláturúrgangi og dýraúrgangi.


3. gr.

Eftirfarandi viðbætur og breytingar koma við 4., 12., og 13. tölulið, í D-hluta, 3. viðauka, II. kafla. Jafnframt bætist við nýr töluliður, 17. töluliður, við D-hluta, 3. viðauka, II. kafla. Í þennan flokk falla efni sem eru vaxtaraukandi.

Viðbót við hníslalyf

Viðbót við hníslalyf2
Viðbót við 12. tölulið, ensím
Viðbót við 12. tölulið, ensím2
Viðbót við 12. tölulið, ensím3
Viðbót við 12. tölulið, ensím4
Viðbót við 12. tölulið, ensím5
Viðbót við 12. tölulið, ensím6
Viðbót við 12. tölulið, ensím7
Viðbót við 12. tölulið, ensím8
Viðbót við 12. tölulið, ensím og 13. tölulið, örverur
Viðbót við 13. tölulið, örverur og við D-hluta 3. viðauka

4. gr.

Reglugerð þessi tekur þegar gildi og er sett með stoð í lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og með hliðsjón af eftirtöldum reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar nr. 1353/2000/EB, nr. 1887/2000/EB, nr. 2437/2000/EB, nr. 2697/2000/EB, nr. 418/2001/EB, nr. 937/2001/EB, nr. 1334/2001/EB og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 285/2000/EB.


Landbúnaðarráðuneytinu, 30. júlí 2002.

Guðni Ágústsson.
Ólafur Friðriksson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica