Landbúnaðarráðuneyti

341/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 220/1995 um útflutning hrossa. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 220/1995 um útflutning hrossa.

1. gr.

2. mgr. 19. gr. orðist svo:

Landbúnaðarráðherra úthlutar styrkjum úr útflutningssjóði a.m.k. einu sinni á ári að fengnum tillögum útflutnings- og markaðsnefndar. Forgang hafa verkefni sem nýtast öllum í markaðsstarfi. Heimilt er útflutnings- og markaðsnefnd að auglýsa sérstaklega styrki til frumkvöðulsverkefna á nýjum mörkuðum og verja fé til annarra verkefna sem nefndin telur brýn. Óheimilt er að úthluta hærri upphæð en er í sjóðnum hverju sinni.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 161/1994 um útflutning hrossa og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytinu, 19. maí 2000.

Guðni Ágústsson.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica