Landbúnaðarráðuneyti

75/2001

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 660/2000 um meðferð og nýtingu á sláturúrgangi og dýraúrgangi. - Brottfallin

1. gr.

D-liður 5. gr. orðast svo:
Bein og annar úrgangur frá kjötvinnslum.


2. gr.

8. gr. orðast svo:
Afurðir úr kjötmjölsverksmiðjum þar sem unnið er úr hættulegum úrgangi má aldrei nota í fóður fyrir dýr.

Afurðir úr kjötmjölsverksmiðju þar sem unnið er eingöngu úr hættulitlum úrgangi má nota í fóður fyrir gæludýr og loðdýr en ekki fyrir dýr sem gefa af sér afurðir til manneldis. Umbúðir þeirra afurða skal greinilega merkja með eftirfarandi áletrun: "Þetta fóður inniheldur dýraafurðir – óheimilt er að gefa það dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis."

Tólg úr hættulitlum úrgangi má nota í fóður fyrir einmaga dýr. Umbúðir þeirra afurða skal merkja greinilegri áletrun um að bannað sé að nota þær fyrir jórturdýr.

Afurðir úr kjötmjölsverksmiðju sem unnar eru úr hættulitlum úrgangi má einnig nota í áburð þó ekki á beitilönd.

Afurðir úr kjötmjölsverksmiðju sem notaðar eru í fóður verða að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 650/1994 um eftirlit með fóðri, ásamt síðari breytingum, en ákvæði reglugerðar nr. 398/1995 um áburð og jarðvegsbætandi efni, ásamt síðari breytingum, ef nota á þær sem áburð.

Kjötmjölsverksmiðja sem vinnur úr hættulitlum úrgangi er heimilt að framleiða nytja- eða söluvöru í samræmi við ákvæði 2., 3. og 4. mgr. þessarar greinar.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum og með hliðsjón af ákvörðun ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 2000/766 og ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2001/9. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Landbúnaðarráðuneytinu, 24. janúar 2001.

Guðni Ágústsson.
Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica