Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

201/1957

Reglugerð um varnar gegn sullaveiki. - Brottfallin

201/1957
REGLUGERÐ
um varnar gegn sullaveiki.

1. gr.

Þeir, sem annast heilbrigðisfræðslu í skólum, skulu fræða nemendur rækilega um orsakir og eðli sullaveiki í mönnum og fénaði. Ein grein þeirrar fræðslu er að kynna nemendum lög og reglur um varnir gegn sullaveiki.

Læknar og dýralæknar skulu kappkosta að brýna fyrir almenningi og leiðbeina um varúð í umgengni við hunda og um hreinlæti við sláturstörf og aðra meðferð matar til varnar gegn hvoru tveggja, að hundar sýkist af bandormum og nái að sýkja menn eða fénað af sullaveiki.


2. gr.

Eigi má fóðra hunda á hráum innmat úr sauðfé eða nautgripum. Þess skal vandlega gætt, að hundar komi ekki á blóðvöll, í sláturhús eða á aðra þá staði, þar sem hætta er á, að þeir nái að éta hráan innmat.

Ef fénaður deyr í haga eða annars staðar nær eða fjær byggð, skal kostað kapps um að hirða hræið eða husla, áður en hundar ná að komast í það.

Ef sulla verður vart við slátrun, hvort heldur er í sláturhúsi eða við heimaslátrun, skulu þeir, sem sláturstörf annast, fara varlega með sullina, varast að rífa eða skera á þá gat, safna þeim saman í lagarhelt ílát og brenna þá að slátrun lokinni, en sótthreinsa ílátið með suðu eða á annan tryggilegan hátt.

Ef innyfli (lifur eða lungu) eru sollin, skal líffærið allt brennt, sem og hausar af höfuðsóttarkindum.


3. gr.

Læknishérað er hundahreinsunarumdæmi, nema sérstök ástæða þyki til að skipta læknishéraði í fleiri slík umdæmi. Í hvert hundahreinsunarumdæmi skal skipa hæfan mann til að hafa með höndum hreinsun hunda af bandormum. Hundahreinsunarmann í umdæmi skipar hlutaðeigandi sýslumaður (bæjarfógeti, lögreglustjóri) eftir tillögu hlutaðeigandi sveitarstjórnar eða sveitarstjórna, sem velja manninn í samráði við hlutaðeigandi héraðslækni og héraðsdýralækni.

Nú eru sveitarfélög, sem aðilar eru að hundahreinsunarumdæmi, í tveimur eða fleirum lögsagnarumdæmum, og skipar þá hundahreinsunarmann í umdæmið sýslumaður (bæjarfógeti, lögreglustjóri) þess lögsagnarumdæmis, sem fleiri eða flestir hreinsunarskyldir hundar í hundahreinsunarumdæminu heyra til, en hafa skal hann um það samráð við aðra hlutaðeigandi sýslumenn (bæjarfógeta, lögreglustjóra).


4. gr.

Í skipunarbréfi hundahreinsunarmanns, sem leitazt skal við að ráða til nokkurra ára í senn, skal greina umsamda þóknun fyrir starfið, er greiðist úr hlutaðeigandi sýslusjóði (bæjarsjóði) ásamt öðrum kostnaði af hundahreinsuninni. Ef fleiri lögsagnarumdæmi en eitt eru aðilar að hundahreinsunarumdæmi, skiptist kostnaður of hundahreinsun í umdæminu í samræmi við fjölda hreinsunarskyldra hunda hvers lögsagnarumdæmis.

Þóknun til hundahreinsunarmanns má miða að einhverju eða öllu leyti við fjölda hreinsaðra hunda hverju sinni. Hafa má þann hátt á um þóknun hundahreinsunarmanns, að hann taki hana að meira eða minna leyti sem greiðslu fyrir hvern hreinsaðan hund frá hlutaðeigandi eiganda eða umráðamanni. Slíkt hundahreinsunargjald skal ákveðið of hlutaðeigandi sýslunefnd (bæjarstjórn).


5. gr.

Skyldir eru allir þeir, sem eiga hunda eldri en misserisgamla eða hafa þá undir höndum, að lúta hreinsa þá af bandormum einu sinni á ári, að liðinni aðalsláturtíð, í október- eða nóvembermánuði. Hundar skulu hreinsaðir a. m. k. á einum stað í hverjum hreppi (kaupstað), nema henta þyki, að tvö eða fleiri sveitarfélög sameinist um einn hundahreinsunarstað. Hreppstjóri (bæjarfógeti, lögreglustjóri) skal tilkynna eigendum (umráðamönnum) hunda í tæka tíð, að jafnaði með viku fyrirvara, hvar og hvenær hundahreinsun fari fram í hreppnum (kaupstaðnum). Eigendum (umráðamönnum) er skylt að flytja hunda sína á hreinsunarstað og aðstoða við hreinsun og böðun, eftir því sem hundahreinsunarmaður telur þörf á. Vitja skulu menn hunda sinna að hreinsun lokinni.

Reynist eigi unnt vegna gildra forfalla að koma hundi á hreinsunarstað á tilskildum tíma, skal hlutaðeigandi tilkynna það hundahreinsunarmanni og láta hreinsa hundinn, svo fljótt sem við verður komið, eftir því sem hundahreinsunarmaður segir fyrir um. Skal hreinsun slíkra hunda lokið innan mánaðar frá þeim tíma, er almenn hundahreinsun fór fram í hreppnum (kaupstaðnum).

Nú gengur hundafár eða önnur næm sótt í hundum í hreppi (kaupstað) eða næsta nágrenni hans, þegar hundahreinsun á að fara fram, og má þá fresta hreinsuninni í samráði við héraðsdýralækni, unz faraldurinn er um garð genginn.

Ef bandorma verður vart í hundi milli hundahreinsana, eða ef vitað er, að hundur hafi étið sollin líffæri, eftir að hreinsun fór fram, skal eigandi (umráðamaður) hundsins færa hann til hreinsunar hundahreinsunarmanni eða héraðsdýralækni, svo fljótt sem við verður komið.


6. gr.

Skylt er hverjum eiganda hunds að auðkenna hund sinn annað hvort með auglýstu fjármarki sínu eða öruggu hálsbandi (leðuról) með nafni eiganda, bæjarnafni (heimili) eða auglýstu brennimarki eiganda á.

Nú verður vast ómerkts flækingshunds, sem eigandi finnst ekki þegar að, og er þá þeim, sem hundurinn kemur fyrir hjá, skylt að annast um hann, enda gera hreppstjóra (bæjarfógeta, lögreglustjóra) viðvart um hann tafarlaust. Skal hreppstjóri (bæjarfógeti, lögreglustjóri) gera gangskör að því að hafa uppi á eiganda hundsins. Ef eigandi hefur ekki fundizt eða gefið sig fram 10 dögum eftir að auglýst hefur verið eftir honum og greitt áfallinn kostnað, skal hreppstjóri (bæjarfógeti, lögreglustjóri) hlutast til um, að hundinum sé fenginn nýr ábyrgur eigandi, en ella sé hundinum lógað tafarlaust.


7. gr.

Hundahreinsunarmaður skal halda bók, löggilta of sýslumanni (bæjarfógeta, lögreglustjóra). Í bók þessa skal skrá alla hreinsunarskylda hunda í umdæmi ásamt eigendum þeirra og umráðamönnum. Enn fremur skal skrá í bók þessa greinargerð um hverja hundahreinsun með athugasemdum um það, er máli skiptir, svo sem hvort hundi hefur orðið meint of inntöku og þá á hvern hátt, hvort hundur hafi kastað upp lyfinu, hvort bandormar hafi sýnilega gengið niður of hundi o. s. frv. Sýslumaður (bæjarfógeti, lögreglustjóri) skal fullvissa sig um, að bók þessi sé tilhlýðilega og reglulega færð, áður en greiðsla er innt of hendi til hundahreinsunarmanns.


8. gr.

Hundahreinsun skal fara fram í húsi, þar sem gólf og veggir eru steinsteyptir eða gerðir úr öðru þéttu efni, sem auðvelt er að hreinsa. Aðstaða skal og vera þar til þess að tjóðra hund, meðan á hreinsun stendur. Skal hlutaðeigandi hreppsnefnd sjá um, að til sé hentugt húsnæði til hundahreinsunar í hreppnum og bera kostnað af því.


9. gr.

Til hreinsunar hunda skal nota bandormalyfið arekolhydróbrómíð (Arecolini hydrobromidum, Ph. D., Add. Vet.) og til böðunar hundanna eftir hreinsun kresólsápulög (Kresolum saponatum, Ph. D.).

Hundahreinsunarmaður skal annast útvegun fyrirskipaðs bandormalyfs og baðlyfs til hundahreinsunar úr lyfjabúð eða hjá héraðsdýralækni eða héraðslækni og sjá um að hafa ávallt tiltækar nægar birgðir lyfjanna. Arelcolhydróbrómíðið skulu lyfsalar (héraðsdýralæknar, héraðslæknar) láta úti í 10 millígramma töflum og kresólsápulöginn í 4-5 lítra dunkum, hvort tveggja greinilegu áletrað á íslensku og skráðu heiti, tilhlýðilega eiturmerkt og að öðru leyti útí látið í samræmi við ákvæði gildandi lyfjaskrár og reglur um afgreiðslu lyfja og útlát eiturefna. Hvort tveggja lyfið skal áletra aukreitis: Til hundahreinsunar og enn fremur þar á eftir arekolhydróbrómíðið: Bandormalyf, en kresólsápulöginn: Hundabaðlyf (sótthreinsunarlyf).


10. gr.

Þá er hundahreinsunarmaður er að starfi, skal hann búast sem til vosverka og klæðast síðum olíustakki (eða treyju og bugum) vaðstígvélum eða öðrum hlífarfatnaði samsvarandi.

Svelta skal hund í sólarhring fyrir inngjöf bandormalyfs, og vatn má hundurinn ekki fá síðustu 4-6 klukkustundirnar fyrir inngjöf. Hæfilegur skammtur fyrirskipaðs bandormalyfs (arekolhydróbrómíðs) er 2 milligrömm á hvert kílógramm líkamsþunga hunds. Meðalþungur fullvaxinn íslenzkur hundur vegur um 15 kílógrömm, og er því hæfilegur skammtur handa honum um 30 millígrömm (3 töflur). Hentast er að leysa töflurnar í vatni og nota sem minnst magn of vatni. Bezt er að hella lyfinu úr glasi inn um kjaftvik hundsins niður með kinninni, án þess að glenna skoltana í sundur. Sé lyfið gefið á þennan hátt, má mýla grimma hunda, meðan lyfið er gefið. Töflurnar má einnig gefa í litlum skammti matar, sem hundinum þykir lostæti (t. d. kjöti), en ekki er sú aðferð eins heppileg.

Eftir inntöku fá margir hundar klígju. Til þess að koma í veg fyrir, að hundur kasti upp, þarf að hafa ofan of fyrir honum, vekja áhuga hans á einhverju, gæla við hann, sneypa hann, halda honum í stöðugri hreyfingu með því að leiða hann í bandi o. s. frv. Ef hundurinn kastar samt sem áður upp, er inngjöf endurtekin með hálfum skammti.

Lyfið verkar venjulegast niðurhreinsandi ½-3 klukkustundum eftir inntöku, en farist það fyrir, má endurtaka inngjöfina 6 klukkustundum eftir fyrri inngjöf. Gera má ráð fyrir, að bandormar og bandormsegg gangi niður of hundinum með saurnum. Saurinn þarf að hreinsa jafnóðum burtu, svo að hann berist sem minnst á hundinn sjálfan og á aðra hunda. Hentast er að láta saurinn bráðabirgða í lagahelt ílát. Eftir hreinsun, sem skjótt er lokið, eftir að hún hefst, skal baða hundinn rækilega í hæfilega stórum stampi upp úr veiku kresólsápulegi, sem þannig er blandað, að (250 grömmum) af kresólsápulegi er hrært út í 10 lítra vatns, sem svarar til miðlungsstórrar vatnsfötu. Baðið skal vera volgt og hundinum haldið svo lengi niðri í því, að hann bjórvökni vel. Þegar margir hundur eru baðaðir, hver á eftir öðrum, skal bæta við baðlöginn, eftir því sem hann ódrýgist, og skipta um baðlög, ef hann óhreinkast að ráði. Ef ekki er unnt að sleppa hundi lausum, jafnskjótt sem hann hefur verið baðaður, skal færa hann úr baðinu til geymslu í aðra vistarveru en þá, sem hreinsunin fór fram í.

Verki skal ljúka með vandlegri ræstingu húss, íláta og hlífarfata. Saur er öruggast að eyða í eldi, en sótthreinsa má hann með því að hella yfir hann í ílátinu sterku kresólvatni (helmingi sterkara en baðlögurinn) og láta standa í nokkrar klukkustundir, en grafa síðan í jörð. Gólf og veggi skal þvo rækilega með stinnum strákústi upp úr sterku kresólvatni. A sama hátt skal ræsta ílát utan og innan. Hlífarföt (þar með talinn fótabúnaður) skulu látin liggja í sterku kresólvatni í nokkrar klukkustundir og síðan hreinþvegin. Að sjálfsögðu þrífur hundahreinsunarmaður sig sjálfan vel að verki loknu, þvær sér nosturslega um hendur úr veiku kresólvatni og gengur í bað, ef þess er kostur.


11. gr.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum, 500-1000 Með mál, er rísa kunna út of brotum á ákvæðum reglugerðarinnar, skal hætti opinberra mála.


12. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt lögum nr. 7 3. febrúar 1953, um hundahuld og varnir gegn sullaveiki, öðlast gildi 1. janúar 1958 og birtist til leiðbeiningar og eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli. Jafnframt falla úr gildi reglugerðir um þetta efni sem settar hafa verið fyrir einstakar sýslur og kaupstaði samkvæmt lögum nr. 8 22, maí 1980, um hundaskatt o. fl.


Heilbrigðismálaráðuneytið, 31. desember 1957.


Hannibal Valdimarsson.
Baldur Möller.


Viðbætir.

Teiknistofa landbúnaðarins hefur fyrir tilmæli heilbrigðisstjórnarinnar athugað um hentuga gerð á hundahreinsunarkofum og hundahúsum á bæjum. Niðurstaða þeirra athugana eru uppdrættir þeir, sem hér fara á eftir.


I. Hundahreinsunarkofi.
Gert er ráð fyrir, að hundi sé gefið inn ormalyfið í fordyri. Jafnskjótt er honum hleypt inn í hreinsunarklefann. Þá er hreinsun er lokið, er hundurinn tekinn um hleragat upp í þróna. Innan víð gatið er hentugt að hafa lokaða stíu, svo að auðvelt sé að ná til hundsins utan frá. Að lokinni böðun er hundinum hleypt um annað hleragat inn í hundageymsluna. Et er honum sleppt um bakdyr.
Hundahreinsunarkofi er bezt settur á afviknum stað utantúns, fjarri gripahúsum og helzt á ógrónum bletti, sem ekki er líklegt, að fénaður sæli mjög að, en ella vel afgirtur.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica