Matvælaráðuneyti

1447/2022

Reglugerð um (41.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í III. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinnar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftir­talin ESB-gerð gildi hér á landi:

Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2171 frá 7. desember 2021 um breytingu á tilskipun ráðsins 66/402/EBE að því er varðar þyngd framleiðslueiningar fræs og sýna af Avena nuda. Tilskipunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2022, frá 23. september 2022. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 72, 3. nóvember 2022, bls. 110.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 7. desember 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Iðunn María Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica