Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

297/2017

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 449/2002 um útflutning hrossa. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem verður 2. málsliður, svohljóðandi: Einnig er heimilt að flytja hross með skipum frá 1. apríl ef viðkomandi skip er útbúið með stöðug­leika­búnaði, ferðatími er styttri en 24 klst. og sjóveðurspá hagstæð.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 27/2011 um útflutning hrossa og bún­aðar­lögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 4. apríl 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Rebekka Hilmarsdóttir.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica