Samgönguráðuneyti

277/2008

Reglugerð­ um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur.

Breytingareglugerðir:

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja farþegum víðtæka vernd gegn hættu sem steðjar að öryggi þeirra vegna flugrekenda er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur og tryggja gagnsæi upplýsinga um þá flugrekendur sem sæta banni eða takmörkunum á starfrækslu innan Evrópska efnahagssvæðisins.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um flutninga á farþegum í lofti ef flugið er hluti af farsamningi og flutningur hefst á Evrópska efnahagssvæðinu, og

 1. brottflugið er frá flugvelli á EES-svæðinu, eða
 2. brottflugið er frá flugvelli í þriðja ríki og lending á flugvelli innan EES-svæðisins, eða
 3. brottflugið er frá flugvelli í þriðja ríki og lending er á öðrum slíkum flugvelli.

Reglugerðin tekur til flugs hvort sem um áætlunar- eða leiguflug er að ræða.

3. gr.

Ábyrgð á framkvæmd.

Flugmálastjórn Íslands ber ábyrgð á framkvæmd reglugerðar þessarar í samræmi við 2. ml. 1. mgr. 3. gr. í fylgiskjali II við reglugerð þessa. Stofnunin annast miðlun upplýsinga skv. 3. mgr. 4. gr. og 9. gr. í fylgiskjali II og 1. mgr. 3. gr., 5. gr. og 6. gr. í fylgiskjali III og 3. gr. í fylgiskjali IV við reglugerð þessa.

Flugmálastjórn Íslands skal í samræmi við 2. mgr. 9. gr. í fylgiskjali II við reglugerð þessa birta á heimasíðu sinni á íslensku og ensku lista yfir þá flugrekendur sem sæta banni eða takmörkunum á starfrækslu innan Evrópska efnahagssvæðisins og annast uppfærslu listans um leið og honum er breytt af hálfu Evrópubandalagsins með vísan til 5. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir með síðari breytingum.

Flugmálastjórn Íslands ber ábyrgð á framkvæmd ákvæða reglugerðar þessarar er lúta að neytendavernd í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 574/2005 um gildistöku reglu­gerðar EB nr. 261/2004 um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst eða mikil seinkun verður og um að fella úr gildi reglugerð (EBE) nr. 295/91.

4. gr.

Innleiðing gerða.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

 1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2111/2005 um að stofna skrá Banda­­lagsins yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur innan Banda­lagsins og um að upplýsa flugfarþega um hvaða flugrekendur annast flutning og um niðurfellingu 9. gr. tilskipunar 2004/36/EB, sem er merkt fylgiskjal II, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2007 sem birt er í fylgiskjali I.
 2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 473/2006 frá 22. mars 2006 þar sem mælt er fyrir um framkvæmdarreglur um skrá Bandalagsins yfir flugrekendur sem er bannað að stunda flugrekstur innan Bandalagsins sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2111/2005, sem merkt er fylgi­skjal III, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2007.
 3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 474/2006 frá 22. mars 2006 um að stofna skrá Bandalagsins yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur innan Bandalagsins sem um getur í II. kafla reglugerðar Evrópuþingsins og ráðs­ins (EB) nr. 2111/2005, sem merkt er fylgiskjal IV, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 145/2007, með eftirfarandi breytingum:
  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 921/2006 frá 20. júní 2006, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2007;
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1543/2006 frá 12. október 2006, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2007;
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 235/2007 frá 5. mars 2007, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2007;
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 787/2007 frá 4. júlí 2007, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2007;
  5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1043/2007 frá 11. september 2007, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 13/2008;
  6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1400/2007 frá 28. nóvember 2007.

5. gr.

Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

6. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og 5. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 3. mars 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica