Innviðaráðuneyti

366/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur.

1. gr.

Við c-lið 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 42, sem orðast svo:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1111 frá 6. júní 2023 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 474/2006 að því er varðar skrá yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur eða sæta rekstrartakmörkunum innan Sambandsins.

 

2. gr.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtalin gerð:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1111 frá 6. júní 2023 um breyt­ingu á reglugerð (EB) nr. 474/2006 að því er varðar skrá yfir flugrekendur sem bannað er að stunda flugrekstur eða sæta rekstrartakmörkunum innan Sambandsins, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 291 frá 27. október 2023. Framkvæmdarreglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83, frá 16. nóvember 2023, bls. 510-523.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 228. gr., laga um loftferðir nr. 80/2020 og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 8. mars 2024.

 

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica