Innviðaráðuneyti

278/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast nýir stafliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1383 frá 8. júlí 2019 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar öryggis­stjórn­unarkerfi fyrirtækja sem annast stjórnun á áframhaldandi lofthæfi og tilslakanir fyrir loftför í almannaflugi að því er varðar viðhald og stjórnun á áframhaldandi lofthæfi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 571.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/270 frá 25. febrúar 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar umbreytingarráðstafanir fyrir fyrirtæki sem annast áframhaldandi lofthæfi fyrir almannaflug ásamt stjórnun á áframhald­andi lofthæfi og um leiðréttingu á þeirri reglugerð, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópu­sambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 796.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1159 frá 5. ágúst 2020 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1321/2014 og (ESB) 2015/640 að því er varðar innleið­ingu nýrra viðbótarlofthæfikrafna, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 926.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/700 frá 26. mars 2021 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar viðhaldsgögn og ísetningu tiltekinna loftfarsíhluta meðan á viðhaldi stendur, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 1077.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1963 frá 8. nóvember 2021 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar öryggisstjórnunarkerfi í viðhaldsfyrirtækjum og um leiðréttingu þeirrar reglugerðar, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES‑nefndarinnar nr. 135/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 31. ágúst 2023, bls. 1094.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1360 frá 28. júlí 2022 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar framkvæmd hóflegri krafna fyrir loftför sem notuð eru í sport- og tómstundaflugi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 136/2023 frá 28. apríl 2023. Reglugerðin er birt í EES‑viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40 frá 25. maí 2023, bls. 450.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 72. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.

Með þessari reglugerð fellur samhliða úr gildi reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði nr. 583/2022.

 

Innviðaráðuneytinu, 19. febrúar 2024.

 

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica