Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

648/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár, nr. 892 10. desember 1999. - Brottfallin

1. gr.

5. gr. liður 5.5, 1. málsliður, orðist svo:

5.5. Til vinninga skal verja 45% af heildarsöluverði þátttökukvittana hverrar leikviku, þar með talið andvirði þátttökukvittana sem látnar eru þátttakendum í té sem kaupauki án endurgjalds.


2. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir nr. 26 2. maí 1986 öðlast þegar gildi.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 30. ágúst 2001.

Sólveig Pétursdóttir.
Björn Friðfinnsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica