Iðnaðarráðuneyti

321/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. mgr. 7. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi:

Ákvæði þessarar málsgreinar koma fyrst til framkvæmda 1. janúar 2007.

2. gr.

Við 41. gr. bætist ný málsgrein, sem verður 1. málsgrein, svohljóðandi:

Dreifiveitu er heimilt að annast útsendingu og innheimtu reikninga fyrir sölufyrirtæki. Nýti dreifiveita sér þessa heimild og semji um slíka þjónustu við eitt sölufyrirtæki, skal öðrum sölufyrirtækjum standa til boða sama þjónusta á sömu kjörum.

3. gr.

Við 42. gr. bætist ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:

Á reikningi dreifiveitu skal koma fram kennitala mælistaðar ásamt auðkenni notkunarferilssvæðis sem kerfisstjórn flutningsfyrirtækis úthlutar.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 20. gr. raforkulaga nr. 65/2003 tekur þegar gildi.

Iðnaðarráðuneytinu, 4. apríl 2006.

Valgerður Sverrisdóttir.

Kristján Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica