Heilbrigðisráðuneyti

1388/2022

Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 1092/2014, um greiðslu kostnaðar vegna áfengis- og vímuefnameðferðar hjá sjálfstætt starfandi þjónustuveitendum sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. - Brottfallin

1. gr.

Felld er úr gildi reglugerð um greiðslu kostnaðar vegna áfengis- og vímuefnameðferðar hjá sjálf­stætt starfandi þjónustuveitendum sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands nr. 1092 frá 9. desember 2014.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, öðlast þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 28. nóvember 2022.

 

Willum Þór Þórsson.

Guðlaug Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica