Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

1020/2005

Reglugerð um eingreiðslu til elli- og örorkulífeyrisþega í desember 2005. - Brottfallin

1. gr.

Hinn 1. desember 2005 skal Tryggingastofnun ríkisins greiða þeim sem eiga rétt á greiðslu tekjutryggingar í nóvember eða desember 2005, eingreiðslu sem nemur 5% af ársréttindum tekjutryggingar 2005. Eingreiðslan verður þó eigi lægri en 4.500 kr. miðað við óskerta tekjutryggingu annan þessara mánaða. Fái viðkomandi skerta tekjutryggingu skal lágmarksgreiðsla reiknast hlutfallslega af 4.500 kr.

Þeir sem hafa misst bætur vegna dvalar á stofnun, sbr. 5. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, og fá þess vegna ekki tekjutryggingu í nóvember eða desember 2005 skulu fá eingreiðslu sem skal reiknast eins og kveðið er á um í 1. mgr.

Þeir sem hafa réttindasamband við Tryggingastofnun ríkisins vegna lífeyris skulu fá eingreiðslu skv. 1. mgr. þrátt fyrir að hafa þegar fengið greidda alla tekjutryggingu ársins.

Eingreiðsla samkvæmt þessari reglugerð hefur ekki áhrif á eingreiðslu sem kveðið er á um í reglugerð nr. 1007/2004 um eingreiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2005.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 66. gr., sbr. 17. og 65. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 22. nóvember 2005.

Jón Kristjánsson.

Davíð Á. Gunnarsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica