Umhverfisráðuneyti

461/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 50/1984 um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. - Brottfallin

1. gr.

5. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Veita má leyfi til innflutnings á efnum, sem ekki hafa hlotið viðurkenningu og verið skráð, ef um tilraunastarfsemi er að ræða eða leysa þarf bráðan vanda, sem ekki verður leystur á annan hátt. Slíkar undanþágur skulu miðast við takmarkað magn eða vera veittar í afmarkaðan tíma, að hámarki í eitt ár í senn. Umsóknum um undanþágur skulu fylgja meðmæli sérfræðinga Bændasamtaka Íslands, sérfræðinga Rannsóknastofnunar landbúnaðarins eða annarra dómbærra manna. Leita skal álits Hollustuverndar ríkisins varðandi þá skilmála er um undanþáguna skulu gilda.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 16. gr. laga nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

Reglugerðin tekur gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 14. júní 2001.

Siv Friðleifsdóttir.
Ingimar Sigurðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica