Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

213/1984

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 50/1984, um notkun eiturefna og hættulegra efna í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. - Brottfallin

1. gr.

4. mgr. 4. gr. orðist svo:

Umsóknir um leyfi til þess að kaupa og nota efni í hættuflokkum X og A skal senda hlutaðeigandi lögreglustjóra, er sendir þær eiturefnanefnd til umsagnar. Eiturefnanefnd skal leita álits viðkomandi heilbrigðisnefndar um umsækjendur og eftir því sem við á hverju sinni, álits sérfræðinga Búnaðarfélags Íslands, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Skógræktar ríkisins. Eiturefnanefnd skal senda hlutaðeigandi yfirvaldi umsögn sína innan tveggja mánaða.

2. gr.

6. mgr. 4. gr. orðist svo:

Þeir einir, er hafa leyfi til að kaupa og nota efni og efnasamsetningar í X hættuflokki (sbr. ákvæði 2. málsgr.) mega stunda úðun garða í einkaeign eða almenningseign með efnum og efnasamsetningum í X og A hættuflokkum, sbr. 2. mgr. Skulu þeir sækja um leyfi til þess til Hollustuverndar ríkisins. Hollustuvernd ríkisins leitar umsagnar eiturefnanefndar og viðkomandi heilbrigðisnefndar um umsækjendur, áður en leyfi er veitt. Leyfi gilda lengst til 5 ára og nefnd starfsemi óheimil án gildra leyfa. Við veitingu leyfa til garðaúðunar skal þess gætt, að tækjabúnaður og varúðarráðstafanir umsækjenda séu viðhlítandi og þeir séu hæfir til starfsins og hafi hæfu starfsliði á að skipa. Hollustuvernd ríkisins setur nánari reglur um veitingu leyfa þessara, ef þörf gerist.

3. gr.

Setningarhlutinn í 1. mgr. 5. gr. 4. línu sem hefst á orðunum "enda mæli Lyfjaeftirlit ríkisins . . . " og orðist svo:

enda mæli eiturefnanefnd með veitingu slíkra leyfa (sbr. 5. tl. 1. mgr. 5. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni.

4. gr.

Í stað "Lyfjaeftirlits ríkisins" í d stl. 2. mgr. 5. gr. komi: Vinnueftirlit ríkisins.

5. gr.

Síðasta setning 3. mgr. 5. gr. hljóði svo:

Lyfjaeftirlit ríkisins hefur eftirlit með sölu og varðveislu eiturefna í lyfjabúðum, lyfjagerðum og lyfjaheildsölum. Heilbrigðisnefndir samkv. lögum nr. 50/1981, hafa undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins eftirlit með sölu og varðveislu eiturefna í öðrum fyrirtækjum, sem hafa heimild til sölu þeirra samkv. 5. tl. 5. gr. laga nr. 85/1968, um eiturefni og hættuleg efni.

6. gr.

Síðasta lína 4. mgr. 5. gr. hljóði svo:

e. stl. 13. gr. reglugerðar um búnað og rekstur lyfjabúða nr. 24/1983.

7. gr.

Í stað orðanna "hann fái til þess samþykki Lyfjaeftirlits ríkisins og láti skrá söluvarning" í 5. línu 6. mgr. 5. gr. standi: það gert undir umsjón viðkomandi eftirlitsaðila.

8. gr.

Síðasta setning 1. mgr. 6. gr. falli niður.

9. gr.

g. stl. 2. mgr. 7. gr. hljóði svo:

g. framleiðslunúmer ennfremur fyrningartími ef einhver er.

10. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 14. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 85/ 1968 öðlast gildi við birtingu.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 9. apríl 1984.

Matthías Bjarnason.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica