Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

445/1982

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 8/1968 um geislavarnir ríkisins. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. orðist svo:

Framkvæma skal að jafnaði árlega skoðun á þeim tækjum og efnum, sem fram­leiða geisla og leyfi þarf fyrir.

 

2. gr.

7. gr. orðist svo:

Eigandi tækis eða efnis, sem skoðunarskylt er samkvæmt reglugerð þessari, skuli greiða sérstakt skoðunargjald, sem varið skal til að standast kostnað af skoðuninni. Eigandi tækis eða efnis, getur óskað eftir aukaskoðun, sér að kostnaðarlausu. Skoðunargjald greiðist á hverju ári og skal vera sem hér segir:

 

1. Röntgenskoðunartæki (diagnostik).

a. Föst tæki .............................................................................. kr. 1000

b. Auka lampar ............................................................................  - 300

c. Móbiltæki ................................................................................ - 750

d. Tannröntgentæki ......................................................................  - 750

 

2. Röntgenlækningatæki (terapi).

Geislalækningatæki ................................................................... kr. 2250

 

3. Röntgentæki í iðnaði.

Iðnaðartæki .............................................................................. kr. 1000

 

4. Geislavirk efni.

Fyrir hvern stað, sem slíkt efni er notað ......................................  kr. 750

 

5. Önnur tæki.

Tæki, sem ekki falla undir lið 1-4 ...............................................  kr. 750

Geislavarnir ríkisins innheimta gjald þetta.

Fyrir skoðanir á fólki skal taka eftirfarandi gjald fyrir einstakling:

a. Persónumælingar (filmumælingar) ............................................ kr. 200

b. Persónumælingar (TLD, mælingar) ............................................  - 400

Gera skal árlega skýrslu til ráðuneytis og landlæknis um skoðunina.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um öryggisráðstafanir gegn jón­andi geislum frá geislavirkum efnum eða geislalækjum nr. 95/1962, öðlast gildi þegar við birtingu.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 15. júlí 1982.

 

F.h.r.

Jón Ingimarsson

 

Ingimar Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica