Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

5/1968

Reglugerð um geislavarnir ríkisins. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um geislavarnir ríkisins.

I. Hlutverk og stjórn.

1. gr.

Geislavarnir ríkisins hafa það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geislavirkum efnum eða geislatækjum, samkvæmt lögum nr. 95 20. desember 1962, í því skyni að koma í veg fyrir skaðleg áhrif jónandi geisla. Starfsemi geislavarna ríkisins skal miða við reglur International Commission on Radiological Protection (ICRP) um geislavarnir.

2. gr.

Eðlisfræðingur, sérfróður um geislavarnir, skal annast framkvæmd geislavarna undir stjórn landlæknis og yfirstjórn ráðherra þess, er fer með heilbrigðismál. Geislavörnum ríkisins til ráðuneytis skulu vera prófessorinn í röntgenfræðum við læknadeild Háskóla Íslands eða yfirlæknir við röntgendeild Landspítalans, tilnefndur af honum, og eðlisfræðingur, tilnefndur af Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

3. gr.

Geislavarnir ríkisins annast:

1. Reglubundið eftirlit með öllum geislatækjum og geislavirkum efnum, sem leyfi þarf fyrir samkvæmt 1. gr. laga nr. 95 20. desember 1962.

2. Athuganir umsókna samkvæmt 2. gr. laga nr. 95 20. desember 1962 og veita landlækni umsögn um slíkar umsóknir.

3. Eftirlit með uppsetningu og breytingu röntgentækja og annarra geislatækja. 4. Eftirlit með flutningi, umbúnaði, tollskoðun og fjarlægingu geislavirkra efna. 5. Eftirlit með geislaskömmtum starfsfólks, er vinnur við jónandi geislun.

6. Söfnun gagna og umsjón með mælingum á geislavirkni í matvælum, umhverfi o. fl. og úrvinnslu og útgáfu slíkra mælinga.

7. Hvers konar annað eftirlit og athuganir, sem nauðsynlegar eru samkvæmt lögum nr. 95 20. desember 1962 eða reglugerð þessari.

8. Aðild að evrópsku viðvörunarkerfi, sem starfar í neyðartilfellum og að annast viðvörun vegna geislahættu.

9. Önnur verkefni á sviði geislavarna eftir ákvörðun landlæknis.

II. Skoðun tækja og efna, sem framleiða jónandi geisla.

4. gr.

Framkvæma skal, eigi sjaldnar en annað hvort ár, skoðun á þeim tækjum og efnum, sem framleiða jónandi geisla og leyfi ráðherra þarf fyrir.

5. gr.

Geislavörnum ríkisins skal heimill frjáls aðgangur að sérhverjum þeim stað, þar sem þau tæki og efni, sem reglugerð þessi tekur til, eru notuð og geymd, í því skyni að framkvæma á þeim skoðun, enda ber þess að gæta, að skoðunin valdi sem minnstri röskun á daglegri starfsemi viðkomandi tækja og efna.

6. gr.

Geislavarnir ríkisins fyrirskipa eigendum tækja og efna að framkvæma þær lagfæringar, sem taldar eru nauðsynlegar og séu lagfæringar eigi framkvæmdar innan þess frests, sem tiltekinn er, er heimilt að banna notkun tækja og efna þar til lagfæring hefur farið fram. Eigendur tækja geta áfrýjað úrskurði geislavarna ríkisins til heilbrigðismálaráðherra.

7. gr.

Eigandi tækis eða efnis, sem skoðunarskylt er samkvæmt reglugerð þessari, skal greiða sérstakt skoðunargjald, sem varið skal til að standast kostnað af skoðuninni. Eigandi tækis eða efnis getur óskað eftir geislavarnarskoðun sér að kostnaðarlausu.

Skoðunargjald greiðist annað hvort ár og skal vera sem hér segir:

Röntgenskoðunartæki (diagnostik) .

1.

Skyggni- og myndatökutæki allt að 50 mA

kr.

400.00

2.

Tæki allt að 500 mA með 1 röntgenlampa

-

500.00

 

fyrir hvern aukalampa greiðist

-

150.00

3.

Tæki 500 mA og þar yfir með allt að 3 röntgentlömpum

-

1200.00

Röntgenlækningatæki (terapi).

4.

Tæki allt að 100 kV

kr.

1200.00

5.

Tæki allt að 250 kV

-

2000.00

6.

Tæki 250 kV og þar yfir

-

3000.00

 

fyrir hvern aukalampa greiðist-greiðist

-

500.00

Geislavirk efni.

7.

Fyrir hvern stað, þar sem slíkt efni er notað

kr.

500.00

Eftirlitsmenn geislavarna ríkisins innheimta skoðunargjaldið

Gera skal árlega skýrslu til landlæknis um skoðunina.

III. Leyfi til eignar, framleiðslu, innflutnings, sölu eða afhendingar tækja og efna,

sem framleiða jónandi geisla.

8. gr.

Áður en leyfi er veitt samkvæmt 1. gr., sbr. 2. gr. laga, nr. 95 20. desember 1962, skal eftirlitsmaður frá geislavörnum ríkisins kanna allar aðstæður hjá umsækjanda til þess að uppfylla þær öryggiskröfur, sem reglugerð þessi, eða aðrar reglur, gera ráð fyrir, og láta landlækni í té umsögn.

9. gr.

Þegar setja skal upp röntgentæki eða önnur geislatæki eða breyta slíkum tækjum, skal senda geislavörnum ríkisins áætlun um verkið og er óheimilt að hefja verkið fyrr en fengið er samþykki þeirra.

IV. Flutningur og fjarlæging geislavirkra efna:

10. gr.

Ef flytja skal geislavirk efni, skulu þau vera í öruggum umbúðum og svo um búið, að efnið dreifist eigi út í umhverfið þótt umbúðir rofni, enn fremur skal svo um búið, að geislunin geti eigi gefið óleyfilega háa geislaskammta meðan á flutningi stendur, samkvæmt reglum ICRP Á umbúðum skal tekið greinilega fram, að innihaldið sé geislavirkt. Á umbúðirnar skal ritað tegund og magn hins geislavirka efnis. há skal þess getið, hver sé sendandi og viðtakandi og heimilisföng beggja. Þess skal getið á flutningsskjölum öllum, að um geislavirkt efni sé að ræða.

11. gr.

Tollskoðun á sendingum með geislavirkum efnum skal einungis framkvæmd i viðurvist sérfróðs manns frá geislavörnum ríkisins.

12. gr.

Ef fjarlægja skal hættuleg geislavirk úrgangsefni, skal það tilkynnt geislavörnum ríkisins, sem gefa nánari fyrirmæli um framkvæmd hveru sinni.

V. Notkun geislavirkra efna og geislatækja.

13. gr.

Allir þeir staðir, þar sem unnið er með geislavirk efni, geislatæki eða geislavirk efni eru geymd, skulu greinilega merktir aðvörunarmerkjum, sem gerð skulu eftir fyrirsögn geislavarna ríkisins.

14. gr.

Geislavarnir ríkisins setja nánari fyrirmæli um öryggisráðstafanir, m. a. til að vernda starfsfólk og aðra gegn geislun, og bera eigendur geislavirkra efna eða geislatækja ábyrgð á að farið sé eftir þeim fyrirmælum.

15. gr.

Þekking þess, sem stjórnar starfi við jónandi geisla og lækniseftirliti starfsfólks á viðkomandi stað, skal vera fullnægjandi að dómi geislavarna ríkisins og landlæknis og má gera kröfur um öflun viðbótarþekkingar, sé þess talin þörf.

VI. Heilbrigðiseftirlit starfsfólks.

16. gr

Eigendur geislavirkra efna eða geislatækja skulu sjá fólki, sem starfar við jónandi geisla fyrir reglubundnu lækniseftirliti, sem framkvæmt skal af aðila, sent landlæknir viðurkennir til þess starfs. Geislavarnir ríkisins setja nánari reglur um framkvæmd eftirlitsins og fylgjast með framkvæmd þess.

VII. Geislavirknimælingar.

17. gr.

Framkvæma skal mælingar á geislavirkni í matvælum og umhverfi vegna geislavarna. Landlæknir ákveður ár hvert í samráði við ráðunauta um geislavarnir, hvernig mælingum skuli hagað.

VIII. Viðurlög.

18. gr.

Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot sektum eða varðhaldi, ef miklar sakir eru, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geislavirkum efnum eða geislatækjum nr. 95 20. desember 1962 og 7. gr. laga um eftirlit með matvælum og öðrum neyzlu- og nauðsynjavörum nr. 24 1. febrúar 1936, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um skoðun tækja, sem hæf eru til að framleiða jónandi geisla, nr. 190 12. ágúst 1964.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 12. janúar 1968.

Jóhann Hafstein.

Jón Thors.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica