Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

235/1986

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 50/1984 um eiturefni og hættuleg efni í landbúnaði og garðyrkju og útrýmingu meindýra með breytingu nr. 213/1984. - Brottfallin

1. gr.

8. gr. 1. mgr. síðasta setning orðist svo:

Vinnueftirlit ríkisins skal hafa eftirlit með geymslum þeirra, er leyfi hafa, enda tilkynni eiturefnanefnd því um nöfn og heimilisföng leyfishafa.


 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 14. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 85/ 1968 og að höfðu samráði við félagsmálaráðuneyti hvað snertir þá þætti sem Vinnueftirlit ríkisins sér um framkvæmd á, öðlast gildi þegar í stað.

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 27. apríl 1986.

 

Ragnhildur Helgadóttir.

 

Ingimar Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica