Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

63/2006

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 625/2003 um styrki Tryggingastofnunar ríkisins til kaupa á næringarefnum og sérfæði. - Brottfallin

1. gr.

2. málsl. 2. mgr. 1. gr. orðast svo: Greiðsluþátttaka Tryggingastofnunar ríkisins í lyfjakostnaði fer samkvæmt reglugerð um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði.

2. gr.

Lokamálsgrein 4. gr. orðast svo:

Tryggingastofnun ríkisins gefur út skírteini vegna næringarefna og sérfæðis sem gildir eftir atvikum í 6 mánuði til 5 ár eða til ákveðins aldurs umsækjanda.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu Næringarefni og sérfæði frá Tryggingastofnun ríkisins með reglugerðinni:

Flokkurinn 98 Næringarefni og sérfæði orðast svo:

98

Næringarefni og sérfæði.

 

TR tekur þátt í kostnaði við kaup á lífsnauðsynlegum næringarefnum og sérfæði þegar um er að ræða m.a. eftirfarandi hjá sjúkratryggðum einstaklingi: Hjartagalli, krabbamein, bólgusjúkdómar í þörmum, skaði á vélinda, efnaskiptasjúkdómar, heilaskaði/taugasjúkdómar, vöðvasjúkdómar, alnæmi, lifrarbilun, nýrnabilun, vannæring, ofnæmi, óþol og vanþrif barna (þyngd a.m.k. eitt staðalfrávik undir meðaltali miðað við aldur og/eða hæð). Einstök kaup miðast við mest tveggja mánaða birgðir. Gefin eru út skírteini þessu til staðfestingar.

 

Sólarhringsskammtur samkvæmt töluliðum 980603, 980606, 980609 og 980612 miðast við u.þ.b. 500 kkal. TR hefur heimild til að veita hærri styrk að fengnum fullnægjandi rökstuðningi frá næringarráðgjafa/næringarfræðingi ef hann mælir með stærri dagsskammti í framangreindum flokkum eða dýrari vöru en verðmiðun er reiknuð út frá.

Á flokknum 9803 Lífsnauðsynleg næring verða eftirfarandi breytingar:

a.

1. og 2. mgr. flokksins 980306 orðast svo:

 

Næring um slöngu.

 

TR greiðir, á grundvelli skírteinis, það sem er umfram neðangreindar fjárhæðir fyrir hvern mánaðarskammt. Kostnaður sjúklings er því tiltekin upphæð á mánuði. Gildistími skírteinis er 1 eða 5 ár.

   

b.

Á eftir flokknum 980306 bætast við tveir nýir flokkar 980307 og 980308 sem orðast svo:

980307

Fylgihlutir með næringu um slöngu (s.s. slöngusett fyrir /án dælu, flaska, sprautur, slöngur og munnhreinsipinnar).

 

TR greiðir 100% á grundvelli skírteinis.

   

980308

Dælur fyrir næringu um slöngu.

 

TR gerir samning um öflun og þjónustu vegna dælna fyrir næringu um slöngu fyrir einstaklinga í heimahúsum.

Á flokknum 9806 Lífsnauðsynleg næringarviðbót vegna vannæringar og sérfæði verða eftirfarandi breytingar:

a.

Flokkurinn 980615 orðast svo:

980615

Próteinskert fæði vegna efnaskiptagalla fyrir börn (eftir 6 mánaða aldur) og fullorðna.

 

TR greiðir 90% á grundvelli skírteinis, þó að hámarki kr. 10.000 á mánuði fyrir börn 6 mánaða - 9 ára og kr. 15.000 fyrir 10 ára og eldri, gildistími 1 eða 5 ár.

b.

1. mgr. flokksins 980621 orðast svo: Sojamjólk, aðrar kalkbættar sojavörur eða kalkbætt sérfæði vegna ofnæmis fyrir mjólk.

   

c.

2. mgr. flokksins 980624 orðast svo: Sýna þarf fram á að hvorki sé unnt að nota kalkbætta sojamjólk né annað kalkbætt sérfæði.

   

d.

Flokkurinn 980627 orðast svo:

980627

Glútensnautt fæði (sérfæði) vegna ofnæmis/óþols fyrir hveiti.

 

Glútenóþol skal staðfest af barnalækni eða meltingarsérfræðingi og dermatitis herpeti-formis skal staðfestur af húðlækni.

 

Hveitiofnæmi skal staðfest af barnaofnæmislækni/ofnæmislækni.

 

TR greiðir 90% á grundvelli skírteinis, þó að hámarki kr. 4.000 á mánuði, gildistími 1 ár í senn fyrir börn 1 - 5 ára, fyrir aðra fer gildistími skv. 4. gr. reglugerðarinnar.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 33. gr., sbr. e-lið 1. mgr. 33. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 17. janúar 2006.

Jón Kristjánsson.

Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica