Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

972/2003

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 460/2003 um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja. - Brottfallin

972/2003

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 460/2003 um styrki
Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Hjálpartæki frá Tryggingastofnun ríkisins" með reglugerðinni:
Í flokknum 04 Hjálpartæki til meðferðar og þjálfunar verða eftirfarandi breytingar:
a. 0403 Hjálpartæki við öndunarmeðferð.
TR hefur gert samning um framkvæmd og rekstur súrefnisþjónustu (súrefni á þrýstihylkjum, súrefnissíur og fylgihluti) fyrir einstaklinga í heimahúsum. Þá hefur TR gert samkomulag um ráðgjöf varðandi súrefnisþjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum. Einnig hefur TR gert samning um öflun, umsjón og rekstur CPAP-, BIPAP- og rúmmálsstýrðra öndunarvéla og ráðgjöf fyrir einstaklinga í heimahúsum. Eru öndunarvélarnar greiddar að fullu. Skiptanlegir fylgihlutir og rekstrarvörur fyrir vélarnar ásamt þjónustu er einnig greidd að fullu nema fyrir notendur CPAP-öndunarvéla, en þar er kostnaður greiddur fyrir lífeyrisþega og börn/unglinga umfram kr. 250 af mánaðarlegum meðalkostnaði og fyrir aðra umfram kr. 1.500.
Gómur vegna kæfisvefns er samþykktur að undangenginni svefnrannsókn. Er hann þá greiddur 70%, þó aldrei meira en kr. 25.000.
Veitt er hjálpartækjaskírteini vegna fylgihluta við sogtæki. Við kaup þarf að framvísa skírteininu fyrir viðkomandi vöru. Lífeyrisþegar þurfa auk þess að framvísa viðeigandi skírteini/skilríkjum.

04 03 03 Lofthitarar 70% (til að hita innöndunarloft)
04 03 06 Innöndunartæki 70% (m.a. gómar vegna kæfisvefns með hámarki kr. 25.000, sbr. að ofan)
04 03 12 Öndunarvélar 100%, þ. á m. CPAP og BIPAP og skiptanlegir fylgihlutir, þjónusta og rekstrarvörur, þó þannig að skiptanlegir fylgihlutir, þjónusta og rekstrarvörur eru ekki greidd að fullu fyrir notendur CPAP, sbr. hér að ofan.
04 03 18 Súrefnisbúnaður 100%
04 03 21 Sogtæki 100%
04 03 27 Tæki til að bæta öndun 70% (m.a. grímur með inn- og útöndunarmótstöðu)
04 03 30 Öndunarmælar 70%
04 03 90 Viðgerðir á öndunartækjum 100%
04 03 91 Varahlutir (vegna bilana) í öndunartæki 100%
04 03 92 Fylgihlutir v/sogtækja 100%

b. Flokkurinn 0427 Raförvunartæki orðast svo:
TR greiðir fyrir takmarkaðan fjölda af verkjastillandi raförvunartækjum og raförvunartækjum til að meðhöndla þvag- og hægðaleka. Hefur TR gert samkomulag um vörslu og úthlutun tiltekinna tækja (sem getur verið til lengri eða skemmri tíma) svo og um rekstur þeirra.
Heimilt er að krefjast tryggingarábyrgðar fyrir skilvísi notanda tækis og má hún nema allt að kostnaðarverði nýs tækis.

04 27 06 Verkjastillandi raförvunartæki (TNS-tæki, Transcutan Nerve Stimulation) 100%
04 27 09 Raförvunartæki til að meðhöndla þvag- og hægðaleka 100%
04 27 90 Kónar (rafskaut) fyrir raförvunartæki 70%

c. Fyrsti málsliður í flokknum 0448 orðist svo:
Standgrindur og standbretti eru greidd vegna mikillar lömunar, s.s. vegna heilalægrar lömunar eða mænusköddunar til varnar vöðvastyttingu eða blóðþrýstingsfalli.

d. Við flokkinn 0448 bætist nýr flokkur 04 48 92 sem orðast svo:

04 48 92 Stuðningshjól (hjálpardekk á hjól) 50%, þó að hámarki kr. 12.500.
Eru greidd þegar ekki er hægt að nota hjálpardekk sem eru á almennum markaði.

Í flokknum 09 Hjálpartæki við persónulega aðhlynningu og fatnaður fellur eftirfarandi brott:

09 27 09 Þvagflöskur 100%
09 42 06 Rafmagnstannburstar 50%

Í flokknum 12 Ferlihjálpartæki og hjálpartæki við flutning orðast flokkurinn 12 18 21 svo:

12 18 21 Fylgihlutir á hjól 100%
(sérstakir hnakkar, fótabönd, fótstig o.fl.)


Í flokknum 15 Hjálpartæki við heimilishald verða eftirfarandi breytingar:
a. Á eftir 1. málsl. í 1. mgr. í flokki 15 Hjálpartæki við heimilishald kemur nýr málsl. er orðast svo: Að jafnaði greitt á mest 5 ára fresti fyrir hvern einstakling.

b. Flokkur 1509 orðast svo:

1509 Hjálpartæki við borðhald.
15 09 03 Framreiðsluhjálpartæki, t.d. bakkar fyrir einhenta 50%
15 09 13 Sérhönnuð hnífapör og sogrör 50% (m.a. þung hnífapör og gafflar fyrir einhenta)
15 09 16 Sérhannaðar drykkjarkönnur, bollar og glös 50%
15 09 18 Sérhannaðir diskar og smurbretti 50%
15 09 21 Diskakantar 50%
15 09 24 Eggjabikarar með festingu 50%

Í flokknum 18 Húsbúnaður verða eftirfarandi breytingar:
a. Flokkarnir 18 18 03, 18 21 03, 18 21 06, 18 21 91, 18 21 92 og 18 30 92 orðast svo:

18 18 03 Handrið/stuðningsgrip 70%
18 21 03 Dyraopnarar/lokarar 90%
18 21 06 Gluggaopnarar/lokarar 90%
18 21 91 Uppsetning á dyra- og gluggaopnurum/lokurum 90%
18 21 92 Viðgerð á dyra- og gluggaopnurum/lokurum 90%
18 30 92 Viðgerðir á lyftum 90%

b. Eftirfarandi flokkar falla brott:

18 03 06 Lesborð 100%
18 18 06 Handföng 100%


Í flokknum 21 Hjálpartæki til tjáskipta, upplýsinga og viðvörunar fellur eftirfarandi brott:

21 27 06 Bókagrindur og haldarar 100%


Í flokknum 24 Hjálpartæki til að meðhöndla tæki eða hluti fellur eftirfarandi brott:

2436 Hjálpartæki til að flytja hluti.
24 36 09 Farangurs-/innkaupavagnar 50%
24 36 12 Hjólaborð 100%


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr., sbr. a-lið 1. mgr., 33. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2004.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 12. desember 2003.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica