Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

460/2003

Reglugerð um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja. - Brottfallin

460/2003

REGLUGERÐ
um styrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálpartækja.

I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.
Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um styrki Tryggingastofnunar ríkisins til að afla hjálpartækja sem nauðsynleg eru vegna þess að líkamsstarfsemi er hömluð eða vantar líkamshluta, skv. a-lið 1. mgr. 33. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar.

Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd reglugerðar þessarar. Í þeim tilgangi rekur stofnunin sérstaka hjálpartækjamiðstöð.


2. gr.
Skilgreiningar.

Hjálpartæki er tæki sem ætlað er að draga úr fötlun, aðstoða fatlaða við að takast á við umhverfi sitt, auka eða viðhalda færni og sjálfsbjargargetu eða auðvelda umönnun.


II. KAFLI
Styrkir frá Tryggingastofnun ríkisins vegna hjálpartækja.
3. gr.
Réttur til styrkja frá Tryggingastofnun ríkisins.

Tryggingastofnun ríkisins greiðir styrki vegna hjálpartækja sem eru til lengri notkunar en þriggja mánaða til að auðvelda fólki að takast á við athafnir daglegs lífs. Einkum er um að ræða hjálpartæki til sjálfsbjargar og öryggis og í ákveðnum tilvikum til þjálfunar og meðferðar. Hjálpartækið verður jafnframt að teljast nauðsynlegt og hentugt til að bæta möguleika viðkomandi einstaklings til að sjá um daglegar athafnir. Styrkur er ekki greiddur ef hjálpartæki er eingöngu til nota í frístundum eða til afþreyingar (þ. á m. útivist og íþróttir). Þá er ekki veittur styrkur til að kaupa tæki sem fólk notar almennt nema þegar um er að ræða aukabúnað eða séraðlögun. Ennfremur er ekki veittur styrkur til að kaupa (auka)hjálpartæki til að hafa á heimili aðstandenda ef viðkomandi býr annars staðar eða á heimavist skóla.

Sjúkratryggðir eiga rétt á styrkjum vegna hjálpartækja frá Tryggingastofnun ríkisins. Sjúkratryggður telst sá sem verið hefur búsettur hér á landi í sex mánuði nema annað leiði af milliríkjasamningum, sbr. 32. gr. og 9. gr. a. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar. Með búsetu er átt við lögheimili í skilningi lögheimilislaga.

Tryggingastofnun ríkisins ákvarðar hvort einstaklingur telst sjúkratryggður. Að öðru leyti gildir, um það hverjir teljist sjúkratryggðir hér á landi, reglugerð nr. 463/1999 um framkvæmd almannatrygginga og skráningu í tryggingaskrá.

Þeir sem búa á sambýli og uppfylla skilyrði 2. mgr. eiga sama rétt og þeir sem búa á einkaheimilum til einstaklingsbundinna hjálpartækja, svo sem göngutækis, sérútbúins rúms, borðáhalda og hjálpartækja til að klæðast. Ef um er að ræða tæki sem geta nýst fleiri einstaklingum á sambýlinu, svo sem standbekk, lyftara og baðtæki, er aðeins veittur styrkur vegna eins slíks tækis á sambýlið. Umsókn til Tryggingastofnunar ríkisins þarf að vera gerð fyrir tilgreindan einstakling á sambýlinu þó aðrir geti samnýtt þau. Ef einstaklingurinn flytur úr sambýlinu tekur hann tækin með sér og er þá unnt að sækja um fyrir annan aðila á sambýlinu sem þarf að nota slík tæki. Styrkir eru ekki veittir vegna veggfastra tækja og búnaðar, svo sem handfanga, handriða og lyftna.

Heimilt er Tryggingastofnun ríkisins að veita styrki vegna tveggja hjálpartækja af sömu gerð til mikið fatlaðra einstaklinga sem vegna skólagöngu (leikskóla og grunnskóla) eða dvalar á þjálfunar- og dagvistunarstofnunum yrðu ella að vera án hjálpartækja sinna daglangt. Skal þá annað hjálpartækið vera til nota á heimili og hitt í skóla eða á stofnun. Hér er að jafnaði um að ræða sérhannaða stóla, standgrindur og göngugrindur.


4. gr.
Hjálpartæki frá Tryggingastofnun ríkisins.

Styrkir frá Tryggingastofnun ríkisins eru eingöngu veittir til kaupa á þeim hjálpartækjum sem tilgreind eru í fylgiskjali með reglugerð þessari enda sé réttur fyrir hendi skv. 3. gr. Í fylgiskjalinu er hjálpartækjunum raðað eftir flokkunarkerfi hjálpartækja EN ISO9999:2002. Getur styrkur Tryggingastofnunar ríkisins ýmist verið greiddur sem ákveðið hlutfall af verði hjálpartækis og/eða ákveðin fjárhæð til kaupa á hjálpartæki. Þegar um samninga Tryggingastofnunar ríkisins í kjölfar útboðs er að ræða, sbr. 41. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, er styrkur frá stofnuninni háður því að hjálpartæki sé fengið hjá tilteknu samningsbundnu fyrirtæki. Tryggingastofnun ríkisins skal veita upplýsingar um aðila sem hún hefur gert samninga við og um hvaða hjálpartæki er að ræða. Þar sem Tryggingastofnun ríkisins hefur ekki gert samninga er leitað tilboða í einstök hjálpartæki og vörur eða gerðar verðkannanir og styrkveiting miðuð við það verð. Styrkur frá stofnuninni er því bundinn við tiltekna tegund og gerð hjálpartækis.

Tryggingastofnun ríkisins gefur út skírteini sem gilda ýmist í 1, 5 eða 10 ár eftir atvikum hverju sinni vegna einnota hjálpartækja, sbr. fylgiskjal með reglugerð þessari.

Styrkir vegna hjálpartækja í bifreiðar eru veittir samkvæmt reglugerð nr. 752/2002 um styrki og uppbætur Tryggingastofnunar ríkisins til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.


III. KAFLI
Sérreglur um hjálpartæki.
5. gr.
Hjálpartæki til þeirra sem eru á stofnunum.

Tryggingastofnun ríkisins greiðir ekki styrki vegna hjálpartækja til þeirra sem vistast á sjúkrastofnunum. Hið sama gildir um öldrunarstofnanir. Í þeim tilvikum skal viðkomandi sjúkrahús eða stofnun sjá vistmönnum fyrir öllum hjálpartækjum, sbr. reglugerð nr. 422/1992 um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu. Tryggingastofnun ríkisins greiðir þó styrki til þeirra sem dveljast á sjúkrahúsi eða stofnun vegna hjólastóla með skilaskyldu að notkun lokinni. Einstaklingur sem útskrifast af sjúkrahúsi og býr í heimahúsi á rétt á styrk frá Tryggingastofnun ríkisins vegna kaupa á hjálpartækjum sem beinlínis er aflað til að viðkomandi geti útskrifast. Einstaklingum sem fara til vistunar á stofnunum ber að skila skilaskyldum hjálpartækjum til hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar ríkisins að undanskildum hjólastólum og göngugrindum. Hjólastólum og göngugrindum er skilað þegar einstaklingar þurfa ekki lengur á þeim að halda.

Um hjálpartæki fyrir börn yngri en 16 ára sem búa á heimili fyrir börn samkvæmt lögum um málefni fatlaðra gilda ákvæði þeirra laga.


6. gr.
Hjálpartæki til heyrnar- og sjónskertra.

Heyrnar- og talmeinastöð útvegar hjálpartæki fyrir heyrnarskerta, heyrnarlausa og þá sem eru með heyrnar- og talmein skv. lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum. Í þeim tilvikum sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur veitt öðrum en Heyrnar- og talmeinastöð heimild til að annast útvegun hjálpartækja getur einstaklingur snúið sér til þess aðila vegna útvegunar á hjálpartæki. Um styrki til þeirra sem eru með heyrnarmein fer samkvæmt reglugerð um þátttöku ríkisins í kostnaði við hjálpartæki fyrir þá sem eru með heyrnarmein.

Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra annast úthlutun sérhæfðra hjálpartækja fyrir sjónskerta, sbr. lög nr. 18/1984 um Þjónustu og endurhæfingarstöð sjónskertra.


7. gr.
Hjálpartæki vegna náms og atvinnu.

Tryggingastofnun ríkisins greiðir ekki styrki vegna kaupa á hjálpartækjum til náms og atvinnu. Svæðisskrifstofur málefna fatlaðra annast afgreiðslu umsókna vegna hjálpartækja til náms eftir 16 ára aldur og atvinnu eftir 18 ára aldur, skv. 27. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og ákvæði grunnskólalaga, sbr. þó 4. mgr. 3. gr.


IV. KAFLI
Ýmis ákvæði.
8. gr.
Umsóknir til Tryggingastofnunar ríkisins.

Sækja þarf um styrk frá Tryggingastofnun ríkisins til kaupa á hjálpartæki á sérstökum eyðublöðum stofnunarinnar og skal það gert áður en fest eru kaup á hjálpartæki. Við mat á umsókn skal leitast við að skoða heildarástand einstaklingsins. Læknir og/eða annar hlutaðeigandi heilbrigðisstarfsmaður, t.d. iðjuþjálfi eða sjúkraþjálfari, skal meta þörf fyrir hjálpartæki. Lýsing á færniskerðingu og rökstuðningur fyrir hjálpartæki þarf ávallt að fylgja umsókn. Við fyrstu umsókn verður læknir að veita umsögn. Ef breyting verður á sjúkdómsástandi/fötlun getur þurft nýtt læknisvottorð. Ætíð er krafist nýs læknisvottorðs með umsókn ef ekki er samræmi milli þeirra hjálpartækja sem um er sótt og þeirra læknisfræðilegu upplýsinga sem áður hafa borist með umsókn til Tryggingastofnunar ríkisins. Stofnunin getur áskilið að lagt sé fram vottorð sérfræðings um nauðsyn hjálpartækis. Sá heilbrigðisstarfsmaður sem hlut á að umsókn skal bera ábyrgð á að hjálpartækið nýtist sem best, t.d. með viðeigandi eftirfylgd og endurhæfingu. Eftir að Tryggingastofnun ríkisins hefur samþykkt styrk vegna hjálpartækis skal hjálpartækið leyst út innan árs frá samþykkt. Eftir þann tíma fellur samþykktin úr gildi.

Tryggingastofnun ríkisins skal veita umsækjendum ráðgjöf og upplýsingar um hjálpartæki, aðstoða við val á hjálpartækjum og við afgreiðsluferlið. Skal stofnunin sjá um endurnýtingu þeirra hjálpartækja sem við á. Jafnframt skal stofnunin annast uppsetningu, breytingar, sérsmíði og aðstoð við aðlögun hjálpartækja fyrir notendur eða sjá um að aðrir aðilar annist þessa þjónustu. Tryggingastofnun ríkisins skal annast nauðsynlegt viðhald og viðgerðir á hjálpartækjum í eigu stofnunarinnar eftir að ábyrgð seljenda er útrunnin.


9. gr.
Skilaskylda.

Að notkun lokinni ber að skila hjálpartækjum sem hægt er að endurnýta. Tækin eru í eigu stofnunarinnar og ber að fara vel með þau. Endurnýtanlegum hjálpartækjum öðrum en spelkum og gervilimum ber að skila til hjálpartækjamiðstöðvar Tryggingastofnunar ríkisins. Spelkum og gervilimum ber að skila til þeirra stoðtækjafyrirtækja sem hafa smíðað eða útvegað viðkomandi tæki.


10. gr.
Kæra.

Heimilt er að kæra afgreiðslu umsókna um hjálpartæki til úrskurðarnefndar almannatrygginga ef ágreiningur rís um grundvöll, skilyrði eða upphæð styrksins, sbr. 7. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum.


11. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 3. mgr. 33. gr., sbr. a-lið 1. mgr. 33. gr., laga nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi óbirtar reglur Tryggingastofnunar ríkisins um styrki til kaupa á hjálpartækjum og um styrki til kaupa á næringarefnum og sérfæði frá apríl 2002.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 16. júní 2003.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.
Fylgiskjal.

Hjálpartæki frá Tryggingastofnun ríkisins.

Skammstafanir og skýringar sem koma fram:

ATL: Almannatryggingalög (lög nr. 117/1993 um almannatryggingar, með síðari breytingum)

TR: Tryggingastofnun ríkisins

50/70/100%: Þátttaka TR í greiðslu á hjálpartæki er 50%, 70% eða 100%

Skilgreiningar:

Lífeyrisþegi: Sá sem hefur í gildi örorkuskírteini frá TR eða er 67 ára eða eldri.

Börn/unglingar: Börn og unglingar yngri en 18 ára.

Hjálpartækjaskírteini: Skírteini útgefið af TR vegna einnota hjálpartækja sem gilda ýmist í 1 ár, 5 ár eða 10 ár.


Efnisyfirlit.

04 Hjálpartæki til meðferðar og þjálfunar

04 03 Hjálpartæki við öndunarmeðferð

04 06 Hjálpartæki við blóðrásarmeðferð

04 12 Kviðslitsbelti

04 19 Hjálpartæki til lyfjaskömmtunar

04 24 Búnaður (tæki og efni) til mælinga (efnamælinga)

04 27 Raförvunartæki

04 33 Hjálpartæki til varnar legusárum

04 48 Hreyfi-, kraft- og jafnvægistæki

06 Stoðtæki (spelkur, gervilimir og bæklunarskór) og gervihlutar aðrir en gervilimir

06 03 Hryggspelkur

06 06 Spelkur fyrir efri útlimi

06 09 Spelkur fyrir efri útlimi, sem eru ekki bornar á líkamanum

06 12 Spelkur fyrir neðri útlimi

06 18 Gervihandleggir og hendur

06 24 Gervifótleggir og fætur

06 30 Gervihlutar aðrir en gervilimir (m.a. hárkollur og gervibrjóst)

06 33 Bæklunarskór

09 Hjálpartæki við persónulega aðhlynningu og fatnaður

09 03 Fatnaður

09 06 Hlífðartæki

09 09 Hjálpartæki til að klæða sig í og úr

09 12 Hjálpartæki við salernisferðir

09 15 Hjálpartæki vegna barkaskurðar

09 18 Stómahjálpartæki

09 21 Efni til húðvarnar og húðhreinsunar

09 24 Þvagleggir

09 27 Þvagpokar

09 30 Bleiur

09 31 Hjálpartæki vegna hægðaleka

09 33 Hjálpartæki við snyrtingu og böðun

09 36 Hjálpartæki við hand- og fótsnyrtingu

09 39 Hjálpartæki við hársnyrtingu

09 42 Hjálpartæki við tannhirðu

09 45 Hjálpartæki við andlitssnyrtingu

12 Ferlihjálpartæki og hjálpartæki við flutning

12 03 Stafir/hækjur

12 06 Göngugrindur

12 07 Fylgihlutir við gönguhjálpartæki

12 18 Hjól

12 21 Hjólastólar

12 24 Aukahlutir fyrir hjólastóla

12 27 Önnur farartæki

12 30 Hjálpartæki við flutning fólks

12 33 Snúningshjálpartæki

12 36 Tæki til að lyfta fólki

15 Hjálpartæki við heimilishald

15 03 Hjálpartæki við matargerð

15 06 Hjálpartæki við uppþvott

15 09 Hjálpartæki við borðhald

15 15 Hjálpartæki við saum og fataviðgerðir

18 Húsbúnaður

18 03 Borð

18 09 Stólar

18 12 Rúm

18 15 Aukabúnaður fyrir húsgögn

18 18 Stuðningsbúnaður

18 21 Dyra- og gluggaopnarar/lokarar

18 30 Stokkalyftur, hjólastólalyftur, sætislyftur í stiga og skábrautir

18 33 Öryggisbúnaður á heimili

21 Hjálpartæki til tjáskipta, upplýsinga og viðvörunar

21 10 Úttaksbúnaður fyrir tölvur

21 12 Tölvur

21 24 Skriftar- og teiknihjálpartæki

21 27 Lestrarhjálpartæki

21 39 Hljóðflutningskerfi

21 42 Samtalshjálpartæki

21 48 Viðvörunarhjálpartæki

21 51 Viðvörunarkerfi

24 Hjálpartæki til að meðhöndla tæki eða hluti

24 06 Opnarar

24 09 Stjórntæki

24 10 Inntaksbúnaður fyrir tölvur

24 12 Hjálpartæki til stjórnunar á umhverfi

24 18 Hjálpartæki vegna skertrar færni í höndum/fingrum

24 21 Tæki til framlengingar

24 24 Tæki til skorðunar

24 27 Búnaður til að hlutir renni ekki til

24 36 Hjálpartæki til að flytja hluti

04 Hjálpartæki til meðferðar og þjálfunar.


0403 Hjálpartæki við öndunarmeðferð.

TR hefur gert samning um framkvæmd og rekstur súrefnisþjónustu (súrefni á þrýstihylkjum, súrefnissíur og fylgihluti) fyrir einstaklinga í heimahúsum. Þá hefur TR gert samkomulag um ráðgjöf varðandi súrefnisþjónustu fyrir einstaklinga í heimahúsum. Einnig hefur TR gert samning um öflun, umsjón og rekstur CPAP-, BIPAP- og rúmmálsstýrðra öndunarvéla og ráðgjöf fyrir einstaklinga í heimahúsum.

Gómur vegna kæfisvefns er samþykktur að undangenginni svefnrannsókn. Er hann þá greiddur 70%, þó aldrei meira en kr. 25.000.

Hjálpartækjaskírteini er gefið út vegna fylgihluta við sogtæki. Við kaup þarf að framvísa skírteininu fyrir viðkomandi vöru. Lífeyrisþegar þurfa auk þess að framvísa viðeigandi skírteini/skilríkjum.

04 03 03 Lofthitarar 70% (til að hita innöndunarloft)

04 03 06 Innöndunartæki 70% (m.a. gómar vegna kæfisvefns með hámarki kr. 25.000, sbr. að ofan)

04 03 12 Öndunarvélar 100% (m.a. CPAP og BIPAP)

04 03 18 Súrefnisbúnaður 100%

04 03 21 Sogtæki 100%

04 03 27 Tæki til að bæta öndun 70% (m.a. grímur með inn- og útöndunarmótstöðu)

04 03 30 Öndunarmælar 70%

04 03 90 Viðgerðir á öndunartækjum 100%

04 03 91 Varahlutir í öndunartæki 100%

04 03 92 Fylgihlutir v/sogtækja 100%

0406 Hjálpartæki við blóðrásarmeðferð.

Aðeins er greitt fyrir þrýstisokka/þrýstibúnað vegna bruna og langvinnra alvarlegra bláæða/sogæðavandamála eða langvarandi og mikillar bjúgsöfnunar vegna lömunar. Fyrir börn í vexti er þrýstibúnaður 040606 greiddur 90%, en fyrir aðra 70%. Vegna afleiðinga slysa sem eru bótaskyld hjá TR er þessi búnaður greiddur 100%.

04 06 03 Loftfylltur þrýstibúnaður 70/100%

04 06 06 Þrýstisokkar/þrýstibúnaður fyrir handleggi, fætur og bol 70/90/100%

04 06 12 Loftdæla fyrir þrýstibúnað 70/100%

0412 Kviðslitsbelti.

TR hefur gert samninga um kaup á kviðslitsbeltum. Kviðslitsbelti (nýrnabelti) eru greidd ef skurðaðgerð kemur ekki til greina, síendurteknar aðgerðir bera ekki árangur eða ef um alvarlega nýrnasjúkdóma er að ræða. Kviðslitsbelti eru greidd 70% nema vegna afleiðinga slysa sem eru bótaskyld hjá TR en þá er þessi búnaður greiddur 100%.

04 12 09 Kviðslitsbelti 70/100%

0419 Hjálpartæki til lyfjaskömmtunar.

Hjálpartæki til lyfjaskömmtunar (sprautubúnaður) eru greidd vegna langvinnra alvarlegra sjúkdóma, s.s. sykursýki, krabbameins og parkinsonsjúkdóms. Greitt er 90% fyrir einnota sprautur, nálar og blóðhnífa fyrir börn og unglinga og lífeyrisþega, en 70% fyrir aðra. Greiðsla fyrir lyfjapenna og lyfjasprautubyssur er 50%. Almennt er greitt fyrir einn lyfjapenna á ári. Hjá þeim sem nota bæði hraðverkandi og langverkandi insulin má þó greiða fyrir tvo lyfjapenna á ári. Veitt er hjálpartækjaskírteini fyrir samþykktum vörum. Við kaup þarf að framvísa skírteininu. Lífeyrisþegar þurfa auk þess að framvísa viðeigandi skírteini/skilríkjum.

04 19 06 Nálabyssur 50%

04 19 09 Sprautur, einnota 70/90%

04 19 12 Blóðhnífar, einnota 70/90%

04 19 15 Einnota nálar 70/90%

04 19 91 Lyfjapennar 50%

04 19 96 Lyfjahylki, slöngur, nálar og tilheyrandi búnaður (plástur og rafhlöður) vegna lyfjagjafar með lyfjadælu 95%

04 19 24 Dæla vegna gjafar lyfs eða næringar í æð (útvortis) 100%

0424 Búnaður (tæki og efni) til mælinga (efnamælinga).

Einnota rannsóknarbúnaður er greiddur 90% fyrir börn og unglinga og lífeyrisþega en 80% fyrir aðra. Í sumum tilfellum er ákveðið hámark greiðslu: Blóðstrimlar eru samþykktir 90% fyrir börn, unglinga og lífeyrisþega og er hámark greiðslu fyrir pakkningu (50 stk.) kr. 4.500, en 80% fyrir aðra og er hámark greiðslu kr. 4.000. Mælar til blóðsykurmælinga eru greiddir 50%. Blóðsykurmælar eru að jafnaði greiddir á þriggja ára fresti. Veitt er hjálpartækjaskírteini fyrir samþykktum vörum. Við kaup þarf að framvísa hjálpartækjaskírteininu. Lífeyrisþegar þurfa auk þess að framvísa viðeigandi skírteini/skilríkjum.

04 24 03 Efni til þvagmælinga (þvagstrimlar) 80/90%

04 24 12 Efni til blóðmælinga (blóðstrimlar) 80/90% m/ákv. hámarki, sbr. að ofan

04 24 90 Mælar til blóðsykurmælinga 50%

0427 Raförvunartæki.

TR greiðir fyrir takmarkaðan fjölda af verkjastillandi raförvunartækjum, TNS (Transcutan Nerve Stimulation) tækjum. TR hefur gert samkomulag um vörslu og úthlutun TNS tækja (sem getur verið til lengri eða skemmri tíma) svo og um viðhald og rekstur þeirra.

04 27 06 Verkjastillandi raförvunartæki (TNS-tæki) 100%

0433 Hjálpartæki til varnar legusárum.

04 33 09 Sérstakur búnaður til varnar legusárum 100% (t.d. viðvörunarkerfi til varnar legusárum)

0448 Hreyfi-, kraft- og jafnvægistæki.

Tækin eru greidd vegna mikillar lömunar, s.s. vegna heilalægrar lömunar eða mænusköddunar til varnar vöðvastyttingu eða blóðþrýstingsfalli.

04 48 06 Standgrindur og standbretti 100%

04 48 91 Breytingar/viðgerðir á standgrindum 100%


06 Stoðtæki (spelkur, gervilimir og bæklunarskór) og gervihlutar aðrir en gervilimir.

TR hefur gert samninga um kaup á spelkum og gervilimum.

TR gefur út hefti sem hefur að geyma tæmandi yfirlit yfir allar þær tegundir spelkna og gervilima, sem TR tekur þátt í kaupum á fyrir þá sem eru slysa- eða sjúkratryggðir skv. ATL. Við hvert og eitt hjálpartæki í vörulistanum í heftinu kemur einnig fram hvaða fyrirtæki er með samning við TR um kaup á viðkomandi tæki.

Almennar reglur um spelkur.

Við notkun í þrjá til tólf mánuði eru spelkur greiddar 70%. Spelkur fyrir krabbameinssjúklinga, fólk með lamanir (t.d. hemiparesis, poliomyelitis) og hrörnunarsjúkdóma í tauga- og vöðvakerfi (t.d. MS, MND, Guillian Barre sjúkdómur, Parkinsonsjúkdómur) og liðagigt (RA) eru greiddar að fullu svo framarlega sem þær tengjast sjúkdómnum.

Tognanir: Tognanir eru flokkaðar eftir alvarleika.Almenna reglan er sú að spelkum er synjað vegna tognunar nema hún sé alvarleg.

stig 1: los, tognunareinkenni, þroti, blæðingar: greiðsluþátttaka TR er engin.

stig 2: mjúkvefjaslit, mjög alvarleg tognun: greitt 70%.

Slitbreytingar í liðum: Slitbreytingar í liðum eru flokkaðar í þrennt eftir alvarleika.

stig 1: grunur um slitbreytingar: greiðsluþátttaka TR er engin.

stig 2: staðfestar slitbreytingar sem valda langvarandi færniskerðingu: greitt 70%.

stig 3: mjög miklar slitbreytingar, aflaganir á liðum, slitgigt á mjög háu stigi sem skerðir færni mjög mikið: 100%.

Mjúkvefjaslit: (t.d. krossbandaslit), jafnvel eftir aðgerðir: greitt 70%.

Gervilimir.

Greitt er fyrir tvær innri hulsur á ári. Ef þörf er á fleiri hulsum er þörfin metin hverju sinni. Greinargerð með rökstuðningi þarf að fylgja umsókn ef sótt er um óvenju margar hulsur.

Greitt er fyrir einn gervilim eða eina harða ytri hulsu á ári, þó eftir mati hverju sinni. Beðið er um greinargerð ef sótt erum fleiri. Virkir einstaklingar eiga rétt á gervilim til skiptanna til að mæta viðgerðarþörf.

Greiðslur vegna viðgerða.

Fyrsta viðgerð á spelkum á ári er greidd að fullu, en síðari viðgerðir 70%. Fyrsta og önnur viðgerð á gervilimum á ári eru greiddar að fullu, en síðari viðgerðir 70%. Þátttaka í kostnaði við viðgerðir á tilbúnum bæklunarskóm og sérsmíðuðum skóm á eingöngu við ef slit á skóm er ótvírætt afleiðing sjúkdómsástands (t.d. gangandi einstaklingur með ataxíu vegna heilalægrar lömunar (CP)). Að hámarki er greitt fyrir fjórar viðgerðir á tilbúnum bæklunarskóm eða sérsmíðuðum skóm á ári fyrir hvern einstakling.

Breytingar/viðgerðir innan þriggja mánaða frá afhendingu tækis teljast að öllu jöfnu vera innifaldar í aðlögun frá seljanda og er því ekki greitt sérstaklega fyrir þær.

0603 Hryggspelkur.

Mjúkir hálskragar eru ekki greiddir af TR. Við notkun í þrjá til tólf mánuði eru spelkur greiddar 70%. Mjúk bakbelti (hryggspelkur) sem notuð eru við minni háttar bakkvillum eru greidd 70%. Hryggspelkur fyrir krabbameinssjúklinga, fólk með lamanir og hrörnunarsjúkdóma í tauga- og vöðvakerfi (t.d. MS, MND, Guillian Barre sjúkdómur, Parkinsonsjúkdómur) og liðagigt (RA) eru greiddar að fullu svo framarlega sem þær tengjast sjúkdómnum. Hryggspelkur vegna afleiðinga slysa sem eru bótaskyld hjá TR eru greiddar að fullu.

Fyrsta viðgerð á spelkum á ári er greidd 100%, en síðari viðgerðir 70%.

Hryggspelkur eru greiddar að fullu við eftirfarandi tilefni: hryggskekkja yfir 20 gr., eftir hryggbrot, eftir festingu (spondylodesis) sem er ótryggilega gróin, í tengslum við brjósklosaðgerð, stífir hálskragar eftir hálsaðgerð eða samsvarandi. Að öðru leyti eru hryggspelkur greiddar 70%, sbr. t.d. vegna krabbameins, lamana og hrörnunarsjúkdóma.

Spondylolysis (ekki komið skrið): greitt 70% ef alvarleg einkenni, ella engin greiðsluþátttaka.

Spondylolisthesis (komið skrið): greitt 70%, (jafnvel þótt beðið sé eftir aðgerð/spengingu), nema þörf sé á stífu bakbelti, þá greitt 100%.

Spinal stenosa: greitt 100% ef aðgerð, annars 70%.

Endurteknar spengingar: greitt 100%.

Scheuermann sjúkdómur: greitt 100% ef sótt er um stíft belti (þriggja punkta).

Samfallsbrot í baki (compressions fraktura) og álagsbrot (stressfraktura): greitt 100% ef brot er í akút fasa eða endurtekin samföll, greitt 70% ef gamalt/gróið brot eða eftir aðgerð vegna gamals brots.

Kviðslitsbelti/nýrnabelti: Kviðslits- og nýrnabeltum er almennt synjað nema ef ástand umsækjanda er þess eðlis að skurðaðgerð komi ekki til greina og um sé að að ræða krónískt ástand eða síendurteknar aðgerðir sem ekki bera árangur (sama kviðslitið skorið oftar en tvisvar). Einnig má samþykkja belti vegna alvarlegra nýrnasjúkdóma, t.d. vegna eins nýra sem þarf að vernda. Í þessum tilfellum eru beltin greidd 70%.

Mjóbaksverkir, lumbago, slæm/ur í baki o.þ.h.: Engin greiðsluþátttaka í bakbelti ef sjúkdómsgreining er óljós (t.d. mjóbaksverkir, lumbago, slæm/ur í baki o.þ.h.).

06 03 03 Mjaðmarspelkur (SIO) 70/100%

06 03 06 Mjóhryggjarspelkur (LSO) 70/100%

06 03 09 Brjóstkassa- og bolspelkur (TLSO) 70/100%

06 03 12 Hálsspelkur (CO) 100%

06 03 15 Háls- og brjóstkassaspelkur (CTO) 100%

06 03 18 Háls- og bolspelkur (CTLSO) 100%

06 03 90 Viðgerðir á hryggspelkum 70/100%

0606 Spelkur fyrir efri útlimi, líkamsbornar.

Við notkun í þrjá til tólf mánuði eru spelkur greiddar 70%. Spelkur fyrir krabbameinssjúklinga, fólk með lamanir (t.d. hemiparesis, poliomyelitis) og hrörnunarsjúkdóma í tauga- og vöðvakerfi (t.d. MS, MND, Guillian Barre sjúkdómur, Parkinsonsjúkdómur) og við aflögun liða vegna liðagigtar (RA) eru greiddar að fullu svo framarlega sem þær tengjast sjúkdómnum. Vegna afleiðinga slysa sem eru bótaskyld hjá TR eru þær einnig greiddar að fullu.

Fyrsta viðgerð á spelkum á ári er greidd 100%, en síðari viðgerðir 70%.

Engin greiðsluþátttaka er fyrir spelkur við: Dæmi: tendovaginitis, tenosynovitis, sinaskeiðabólgu, tennisolnboga, tendinita, bursitis, tognanir (stig 1), carpal tunnel, De Quervain, vefjagigt. Ekki er greitt fyrir fetil.

Greitt er 70% fyrir spelkur við: Dæmi: slitbreytingar í liðum (stig 2), alvarlegar tognanir (stig 2), Dupytren contracturur, rupturur, slys sem ekki eru bótaskyld, skammtímanotkun á spelkum (3-12 mán.), liðagigt (RA) á byrjunarstigi.

Greitt er 100% fyrir spelkur við: Dæmi: slitbreytingar í liðum (stig 3), liðagigt (RA) með aflögun liða, bótaskyld slys.

06 06 03 Fingurspelkur 70/100%

06 06 06 Handarspelkur 70/100%

06 06 09 Úlnliðsspelkur 70/100%

06 06 12 Úlnliðs- og handarspelkur 70/100%

06 06 15 Olnbogaspelkur 70/100%

06 06 18 Úlnliðs- og olnbogaspelkur 70/100%

06 06 21 Axlarspelkur 70/100%

06 06 24 Axlar- og olnbogaspelkur 70/100%

06 06 27 Axlar-, olnboga- og úlnliðsspelkur 70/100%

06 06 30 Axlar-, olnboga-, úlnliðs- og handarspelkur70/100%

06 06 90 Viðgerð á spelkum fyrir efri útlimi 70/100%

0609 Spelkur fyrir efri útlimi, sem ekki eru bornar á líkamanum.

Greitt er fyrir spelkur fyrir efri útlimi, sem ekki eru bornar á líkamanum, fyrir þá sem eru alvarlega fjölfatlaðir og nota að öllu jöfnu einnig sérmótaðan stuðning í sæti.

06 09 90 Sérmótaður stuðningur/dýnur 100%

(stuðningur til varnar alvarlegum skekkjum)

0612 Spelkur fyrir neðri útlimi.

Við notkun í þrjá til tólf mánuði eru spelkur greiddar 70%. Spelkur fyrir krabbameinssjúklinga, fólk með lamanir (t.d. hemiparesis, poliomyelitis) og hrörnunarsjúkdóma í tauga- og vöðvakerfi (t.d. MS, MND, Guillian Barre sjúkdómur, Parkinsonsjúkdómur) og við aflögun liða vegna liðagigtar (RA) eru greiddar að fullu svo framarlega sem þær tengjast sjúkdómnum. Vegna afleiðinga slysa sem eru bótaskyld hjá TR eru þær einnig greiddar að fullu.

Fyrsta viðgerð á spelkum á ári er greidd að fullu, en síðari viðgerðir 70%.

Virkur einstaklingur sem notar fótleggjarspelkur (061212 háar fótspelkur) á rétt á einni slíkri auka spelku til skiptanna.

TR er heimilt að greiða fyrir mest tvö pör af framleistaspelkum (innleggjum) á ári. Helstu tilefni fyrir greiðsluþátttöku TR á framleistaspelkum (innleggjum) eru: eftirmeðferð vegna klumbufótar, slæmt hælbrot (t.d. útflattur Böhlersvinkill), afleiðingar vegna liðagigtar (RA), laus liðbönd (ligamentum laxorum) með skriði í ökkla og afleiðingar sykursýki.

Greiðsluþátttaka TR til kaupa á framleistaspelkum er kr. 6.000 og gildir fyrir parið, ef samþykkt eitt innlegg í annan skóinn þá er styrkupphæð kr. 3.000.

Engin greiðsluþátttaka er fyrir spelkur þegar um er að ræða: Chondromalasia patellae, Osgood-Schlatter, Jumpers knee, bursitis, hallux valgus, tognanir (stig 1), calcaneal epiphysitis (beindrep/bólgur í vaxtarlínum) eða annað sambærilegt sjúkdómsástand.

Greitt er 70% fyrir spelkur þegar um er að ræða: Sublux. patellae, slit á liðböndum, alvarlegar tognanir (stig 2), dropfótarspelkur vegna annars en heilablæðingar sé ekki um varanlegt ástand að ræða, þó meira en 3 mán. (t.d. vegna brjóskloss), skammtímanotkun spelkna (þó 3-12 mán.), hnéspelkur vegna arthrosu í mjöðm (vörn gegn subluxation), sundspelkur (börn geta þó fengið sundspelkur greiddar að fullu í hæfingarskyni og þegar það er ótvíræður kostur að þau æfi sund vegna fötlunar sinnar) eða annað sambærilegt sjúkdómsástand.

Greitt er 100% fyrir spelkur þegar um er að ræða: slitbreytingar í liðum (stig 3), dropfótarspelkur vegna heilablæðingar og vegna varanlegs skaða, afleiðingar bótaskylds slyss, osteochondritis dissicans eða annað sambærilegt sjúkdómsástand. Börn geta fengið sundspelkur greiddar að fullu í hæfingarskyni og þegar það er ótvíræður kostur að þau æfi sund vegna fötlunar sinnar. Við krónískar aflaganir sem ekki lagast við aðgerðir (t.d. við endurteknar aðgerðir á hallux valgus).

Raðmeðferðir:

1. Hnéspelkur fyrir krossbandaslit: Samþykkja má 2 hnéspelkur með stuttu millibili, eina fyrir aðgerð (pre-op.) og eina eftir aðgerð (post-op.) til langtíma nota (ekki er þó alltaf þörf fyrir spelku eftir aðgerð (post-op. spelku)).

2. Klumbufótarspelkur: Heimilt er að samþykkja 2-3 spelkur með stuttu millibili fyrir börn (hraður vöxtur) þar sem oftast er um ákveðið meðferðarferli að ræða.

3. Spelkur vegna mjaðmaluxationar hjá kornabörnum eru greiddar að fullu: Samþykkja má þessar spelkur ört, a.m.k. 2-3 spelkur, enda oft um ákveðið ferli að ræða, þ.e. fyrst öflugri spelkur og síðar léttari til að styðja við.

4. Gipsspelkur (1-3) sem eru notaðar sem undanfari varanlegra spelkna vegna sérstakrar meðferðar.

(Skýring: Skammstafanir hér að neðan sem eru innan sviga við númerin standa fyrir enska skammstöfun, t.d. FO fyrir foot orthoses.)

06 12 03 Framleistaspelkur (FO) (innlegg) 70%, hámark kr. 6.000 fyrir parið og kr. 3.000 fyrir eitt stk.

06 12 06 Ökklaspelkur (AFO) 70/100%

06 12 09 Hnéspelkur (KO) 70/100%

06 12 12 Fótleggjarspelkur (hné-, ökkla- og framleistaspelkur) (KAFO)70/100%

06 12 15 Mjaðmarspelkur (HIO) 70/100%

06 12 18 Fótleggjarspelkur með mjaðmarstuðningi

(hné-, ökkla-, framleista- og mjaðmarspelkur) (HIKAFO) 70/100%

06 12 90 Viðgerðir á fótspelkum 70/100%

0618 Gervihandleggir og hendur.

Fyrsta og önnur viðgerð á gervilimum á ári eru greiddar 100%, en síðari viðgerðir 70%. Samþykkt er hámark ein hörð hulsa (ytri hulsa) og tvær mjúkar hulsur (innri hulsur) á gervilim á ári eða eftir mati. Virkir einstaklingar eiga rétt á gervilim til skiptanna

Útlit getur verið með eftirfarandi hætti:

1. Svamp- og plastútlit í einum lit. Gildir fyrir bæði kyn.

2. Plastefni sprautað úr brúsa á svamp/plast til að fá ákveðið útlit. Gildir fyrir bæði kyn.

3. Silikon með ákveðnu (stöðluðu) útliti, þ.e. val um nokkra liti. Gildir fyrir bæði kyn.

4. Hágæða útlit (hágæða útlitssilikon með nákvæmri eftirlíkingu á húðlit notandans þ.e. sérstök málun eftir notandanum) á gervihöndum/gervihandarhlutum. Forsenda fyrir greiðslu TR er að fyrir liggi rökstudd staðfesting sérfræðings á viðkomandi sviði (t.d. geðlæknis, sálfræðings) á að þörf sé á þessu til að rjúfa einangrun.

06 18 06 Gervihandleggir frá úlnlið 100% (ytri hulsur, án liða, innri hulsa og handa/króka)

06 18 09 Gervihandleggir frá framhandlegg 100% (ytri hulsur, tengingar og klæðningar en án liða, innri hulsa og handa/króka)

06 18 12 Gervihandleggir frá olnboga 100% (ytri hulsa, tengingar og klæðningar en án liða, innri hulsa og handa/króka)

06 18 15 Gervihandleggir frá upphandlegg 100% (ytri hulsa, tengingar og klæðningar en án liða, innri hulsa og handa/króka)

06 18 18 Gervihandleggir frá öxl 100% (ytri hulsa, tengingar og klæðningar en án liða, innri hulsa og handa/króka)

06 18 21 Gervihandleggir frá bol 100% (ytri hulsa, tengingar og klæðningar en án liða, innri hulsa og handa/króka)

06 18 24 Gervihendur 100%

06 18 27 Krókar og viðeigandi tæki fyrir gervihandleggi 100%

06 18 30 Gerviúlnliðir fyrir gervihandleggi 100%

06 18 33 Gerviolnbogaliðir fyrir gervihandleggi 100%

06 18 36 Gerviaxlarliðir fyrir gervihandleggi 100%

06 18 90 Viðgerðir á gervihandleggjum 70/100%

06 18 91 Mjúkar hulsur fyrir gervihandleggi (innri hulsur)100%

06 18 92 Harðar hulsur fyrir gervihandleggi (ytri hulsur)100%

0624 Gervifótleggir og fætur.

Fyrsta og önnur viðgerð á gervilimum á ári eru greiddar 100%, en síðari viðgerðir 70%. Greitt er fyrir hámark eina harða hulsu (ytri hulsu) og tvær mjúkar hulsur (innri hulsur) á gervilim á ári eða eftir mati. Virkir einstaklingar eiga rétt á gervilim til skiptanna.

Útlit getur verið með eftirfarandi hætti:

1. Svamp- og plastútlit í einum lit. Gildir fyrir bæði kyn.

2. Plastefni sprautað úr brúsa á svamp/plast til að fá ákveðið útlit. Gildir fyrir bæði kyn.

3. Silikon með ákveðnu (stöðluðu) útliti, þ.e. val um nokkra liti. Gildir að jafnaði einungis fyrir konur.

06 24 06 Gervifótleggir frá ökklalið 100% (ytri hulsur, án liða, innri hulsa og framleista)

06 24 09 Gervifótleggir frá kálfa 100% (ytri hulsur, tengingar, e.t.v. klæðningar en án liða, innri hulsa og framleista)

06 24 12 Gervifótleggir frá hné 100% (ytri hulsur, tengingar, e.t.v. klæðningar en án liða, innri hulsa og framleista)

06 24 15 Gervifótleggir frá læri 100% (ytri hulsur, tengingar, e.t.v. klæðningar en án liða, innri hulsa og framleista)

06 24 18 Gervifótleggir frá mjöðm 100% (ytri hulsur, tengingar, e.t.v. klæðningar en án liða, innri hulsa og framleista)

06 24 21 Gervifótleggir frá bol 100% (ytri hulsur, tengingar, e.t.v. klæðningar en án liða, innri hulsa og framleista)

06 24 24 Gervifótleggir frá hrygg 100% (ytri hulsur, tengingar, e.t.v. klæðningar en án liða, innri hulsa og framleista)

06 24 27 Gervifætur (gerviframleistafætur) 100%

06 24 30 Gerviökklaliðir fyrir gervifótleggi 100%

06 24 33 Gervihnéliðir fyrir gervifótleggi 100%

06 24 36 Gervimjaðmarliðir fyrir gervifótleggi 100%

06 24 39 Harðar hulsur fyrir gervifótleggi frá kálfa 100%

06 24 42 Harðar hulsur fyrir gervifótleggi frá læri 100%

06 24 90 Viðgerðir á gervifótleggjum 70/100%

06 24 91 Stúfsokkar vegna gervifótleggja 100%

06 24 92 Gervibaðfótleggir frá kálfa 50%, þó aldrei hærri upphæð en kr. 80.000

06 24 93 Gervibaðfótleggir frá læri 50%, þó aldrei hærri upphæð en kr. 115.000

06 24 96 Mjúkar hulsur fyrir gervifótleggi 100%

0630 Gervihlutar aðrir en gervilimir.

Hárkollur: TR veitir styrk til kaupa á allt að tveimur hárkollum á ári þegar um er að ræða varanlegt hárleysi, hárleysi vegna krabbameinsmeðferðar eða innkirtlameðferðar eða útbreiddan langvarandi blettaskalla (í meira en eitt ár). Styrkur er hámark kr. 43.000 á ári, óháð hvort um er að ræða eina eða tvær hárkollur á ári. Styrkur til kaupa á hárkollu er ekki veittur þegar um venjulegan karlmannaskalla er að ræða. Styrkurinn er veittur til eins eða tveggja ára í senn eftir eðli vandans.

Gervibrjóst: TR veitir styrk til kaupa á gervibrjóstum og/eða sérstökum brjóstahöldum fyrir gervibrjóst vegna brjóstmissis kvenna, að hámarki kr. 43.000 á ári (86.000 vegna missis beggja brjósta), hámarksfjöldi eitt gervibrjóst á ári (tvö ef bæði hafa verið fjarlægð), tvenn brjóstahöld á ári. Styrkurinn er veittur til eins eða tveggja ára í senn eftir eðli vandans.

Gerviandlitshlutar (inn í góm) sem gerðir eru utan sjúkrahúsa vegna krabbameins, klofins góms eða sambærilegra tilvika, s.s. slysa, falla einnig undir gerviandlitshluta.

06 30 03 Hárkollur 100% m/ákv. hámarki kr. 43.000, sbr. framangreint

06 30 18 Gervibrjóst og eða sérstakir brjóstahaldarar fyrir gervibrjóst 100% m/ákv. hámarki kr. 43.000 (86.000), sbr. framangreint

06 30 24 Gervieyru 100%

06 30 27 Gervinef 100%

06 30 30 Gerviandlitshlutar (utan á eða innanvert í andlit) 100%

0633 Bæklunarskór.

TR hefur með samningum viðurkennt ákveðin fyrirtæki til að smíða og selja bæklunarskó (tilbúna bæklunarskó, sérsmíðaða skó og sérsmíðaða hálftilbúna skó).

Með samþykki TR á umsókn um styrk til kaupa á bæklunarskóm getur umsækjandi ákveðið sjálfur við hvert af áðurnefndum fyrirtækum hann skiptir. Styrkur er veittur samkvæmt neðangreindum reglum TR og hámarksfjárhæð hans kemur fram við afgreiðslu umsóknar. Umsækjandi afhendir afgreiðsluseðil TR því fyrirtæki sem hann kýs að skipta við og fyrirtækið fær greiðslu frá TR sem nemur andvirði styrksins. Ef umsækjandi kaupir dýrari skó en nemur fjárhæð styrksins greiðir hann fyrirtækinu mismuninn.

Skilgreiningar á hugtökum:

Sérsmíðaðir skór: Skór smíðaðir á leista sem eru gerðir sérstaklega fyrir ákveðinn einstakling. Leistinn er gerður eftir mismunandi aðferðum (málum, gifsmóti eða skönnun með tölvutækni). Þessir skór passa almennt ekki á annan en þann sem þeir eru gerðir fyrir og/eða uppfylla þarfir sem ekki er hægt að uppfylla með fjöldaframleiddum skóm. Innlegg teljast hluti af sérsmíðuðum skóm.

Sérsmíðaðir hálftilbúnir skór: Skór smíðaðir á leista sem er breytt sérstaklega að þörfum ákveðins einstaklings. Valið er um ákveðna gerð, yfirleður og liti. Þessir skór passa almennt ekki á annan en þann sem þeir eru gerðir fyrir og/eða uppfylla þarfir sem ekki er hægt að uppfylla með fjöldaframleiddum skóm. Innlegg teljast hluti af sérsmíðuðum hálftilbúnum skóm.

Tilbúnir bæklunarskór: Skór sérstaklega framleiddir með eiginleikum sem eru ekki í hefðbundnum skóm. Dæmi um eiginleika: Breiður leisti, sveigður leisti, aukin dýpt, auknar styrkingar um ökkla, veltisóli, aukin mýkt og löng opnun fram. Innlegg eru innfalin.

Breytingar á hefðbundnum skóm: Breytingar á skóm til að uppfylla þarfir einstaklings svo að komist verði hjá að nota tilbúna eða sérsmíðaða bæklunarskó.

Þátttaka í kostnaði við viðgerðir á skóm á eingöngu við ef slit á skóm er ótvírætt afleiðing sjúkdómsástands (t.d. gangandi einstaklingur með ataxíu vegna heilalægrar lömunar (CP)).

TR greiðir ekki breytingar á sérsmíðuðum skóm, þar sem þær falla að jafnaði undir aðlögun og eru því innifaldar í innkaupsverði skv. samningi TR við seljendur.

Umsóknum er skipt í þrjá flokka eftir sjúkdómsgreiningu:

Flokkur 1: Ekki greitt af TR (litlar aflaganir): Dæmi: ef ekkert er sagt til um fæturna sjálfa, tábergssig, sítt táberg, plattfótur (lig. laxorum á 1. stigi), pes plano valgus, breiðir fætur, hælspori, hallux valgus, Perthes sjúkdómur. Þetta á sérstaklega við ef fyrrgreind atriði standa ein sér, en ef einnig er hypotonia er möguleiki að greiða fyrir innlegg.

Flokkur 2: TR greiðir fyrir tilbúna bæklunarskó (meiri aflaganir): Dæmi: metatarsus varus og valgus (pes abd./add.), lig. laxorum art. talocrur. et subtalaris, exem á fótum, ofnæmi (t.d. nikkel), klumbufótur (pes cavus), torsio tibia, genu recurvatum meira eða jafnt og 10 gráður. Lig. laxorum (laus liðbönd): Ef um er að ræða pes plano valgus með skriði í ökkla þá er að jafnaði einungis greitt fyrir innlegg (annars þarf að liggja mat fyrir að innlegg dugi ekki). Ef um er að ræða aflögun liða við ástig með afstöðubreytingu milli beina sem leiðir til breytingar á göngulagi þá er greitt fyrir tilbúna bæklunarskó.

Flokkur 3: TR greiðir fyrir sérsmíðaða skó (miklar aflaganir): Dæmi: Alvarlegur pes equinovarus adductus (klumbufótur) sem ekki er hægt að mæta með aðgerðum, mikill spasmi eða spíssfótur, miklar aflaganir t.d. vegna lömunarsjúkdóma (t.d. poliomyelitis), hrörnunarsjúkdóma, vöðvarýrnunar og arthrodesis. Ætíð skal athuga hvort önnur lausn, svo sem tilbúnir bæklunarskór eða framleistaspelkur, sé nægjanleg áður en farið er út í sérsmíði.

Fjöldi tilbúinna og sérsmíðaðra skópara á ári: Fjöldi skópara á ári tekur til allra skógerða (flokka 063303, 063306, 063309, 063390 og 063392). Við fyrstu umsókn er greitt fyrir tvö pör, síðan eitt par á ári. Greidd eru tvö pör á ári fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára (vegna vaxtar). Hægt er að fá eitt aukapar á ári ef fætur eru mjög afmyndaðir, einstaklingurinn er mjög virkur eða ef slit á skóm er ótvíræð afleiðing sjúkdómsástands (hjá gangandi einstaklingum með heilalæga lömun (CP) og ataxíu). Hér er átt við líkamlega virkni sem leiðir til mikils slits á skóm.

Túlkun á virkni: Þeir sem eru:

- í starfi; heilsdags- eða hlutastarfi.

- virkir í dagvistun, félagsstarfi, íþróttum, útivist o.s.frv.

- virkir í hjólastól, þ.e. ýta sér sjálfir með fótum/fæti.

Umsögn um virkni verður að koma fram á beiðni. Umsögnin verður að koma frá meðferðaraðila, t.d. frá lækni, sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa eða frá umsækjanda sjálfum. Að jafnaði er einungis samþykkt eitt par af skóm í einu. Fjöldi skópara á ári tekur til allra skógerða.

Við aðgerðir á fótum sem gera það að verkum að viðkomandi getur ekki notað eldri skó má horfa fram hjá fyrri greiðslum TR á árinu og greiða samkvæmt reglugerðinni. Slíkum umsóknum þarf að fylgja nákvæm lýsing sérfræðings sem framkvæmir aðgerð.

Ef TR tekur þátt í kaupum á sérsmíðuðum skóm getur umsækjandi nýtt greiðsluþátttökuheimildina til kaupa á fleiri pörum af sérsmíðuðum hálftilbúnum skóm eigi hann þess kost.

06 33 03Tilbúnir bæklunarskór. TR greiðir 90% að hámarki kr. 26.000 í hverju skópari fyrir einstaklinga (án tillits til aldurs). Ekki er greitt sérstaklega fyrir breytingar á skónum svo þeir fái þessa eiginleika. Breytingar sem gera þarf á tilbúnum bæklunarskóm teljast að öllu jöfnu vera innifaldar í uppgefnu verði. Þó er greitt fyrir upphækkun á tilbúnum bæklunarskóm (meira en 2 cm).

06 33 06Sérsmíðaðir skór. TR greiðir 90% að hámarki kr. 72.000 í hverju skópari fyrir börn yngri en 12 ára. TR greiðir 90% að hámarki kr. 111.000 í hverju skópari fyrir fullorðna. (Sjá þó sérreglu hér að framan ef unnt er að nýta sérsmíðaða hálftilbúna skó). Breytingar sem gera þarf á sérsmíðuðum skóm teljast vera innifaldar í uppgefnu verði.

06 33 09Breytingar á hefðbundnum skóm. TR greiðir 90%. Mest er greitt fyrir tvö pör á ári. Aldrei er greitt fyrir sjálfa skóna sérstaklega.

06 33 90Hækkun á skóm, a.m.k. 2 cm. TR greiðir 90%. Heimilt er að samþykkja upphækkun undir tvö pör á ári og þrjú pör hjá þeim sem eru mjög virkir.

06 33 92Misstórir skór. TR greiðir 50%. Mest er greitt fyrir fjögur pör á ári, þannig að fáist tvö nothæf pör.

06 33 98 Viðgerðir á tilbúnum bæklunarskóm. Ef slit á skóm er ótvíræð afleiðing sjúkdómsástands hjá gangandi einstaklingum með ataxíu vegna heilalægrar lömunar (CP) greiðir TR hluta kostnaðar við viðgerðir. Hjá börnum, unglingum og lífeyrisþegum 85% þó að hámarki kr. 8.500 og hjá öðrum 70% þó að hámarki kr. 7.000. Að hámarki er greitt fyrir fjórar viðgerðir á ári.

06 33 99Viðgerðir á sérsmíðuðum skóm. Ef slit á skóm er ótvíræð afleiðing sjúkdómsástands hjá gangandi einstaklingum með ataxíu vegna heilalægrar lömunar (CP) greiðir TR hluta kostnaðar við viðgerðir. Hjá börnum, unglingum og lífeyrisþegum 85% og hjá öðrum 70%. Að hámarki er greitt fyrir fjórar viðgerðir á ári.


09 Hjálpartæki við persónulega aðhlynningu og fatnaður.

TR hefur gert samninga um kaup á bað- og salernistækjum.

TR gefur út hefti sem hefur að geyma tæmandi yfirlit yfir allar þær tegundir hjálpartækja sem samningarnir hér að ofan ná til og sem TR tekur þátt í kaupum á fyrir þá sem eru sjúkratryggðir skv. ATL. Við hvert og eitt hjálpartæki í vörulistanum í heftinu kemur einnig fram hvaða fyrirtæki er með samning við TR um kaup á viðkomandi tæki. Þátttaka TR í kaupum á ákveðnu hjálpartæki er háð því að tækið sé fengið hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki.

0903 Fatnaður.

09 03 02 Hjólastóla- og kerrupokar 100%

09 03 03 Útislá/regnslá í hjólastóla/kerrur 100%

09 03 36 Varnarbuxur við böðun 100%

09 03 48 Hnappa- og festibúnaður (velcrobönd, rennilásar, teygjureimar o.fl. sem auðveldar hneppingu/festingu. Mittisstöng fyrir svuntur og önnur svipuð tæki) 100%

0906 Hlífðartæki.

TR greiðir tæki ef um langvarandi sjúkdómsástand er að ræða (a.m.k. 6 mánuðir).

09 06 03 Hjálmar og höfuðhlífar 100%

09 06 12 Olnbogahlífar 100%

09 06 15 Hlífðarhanskar og hlífðarvettlingar 100%

09 06 18 Hnéhlífar 100%

09 06 21 Hælhlífar 100%

09 06 24 Belti, ólar og vesti 100%

09 06 27 Öndunarhlíf (t.d. rykgríma, heygríma) 70%

0909 Hjálpartæki til að klæða sig í og úr.

09 09 03 Sokkaífærur 100%

09 09 09 Fatahaldarar 100%

09 09 12 Klæðnaðarpinnar/krókar 100%

09 09 15 Rennilásahjálpartæki 100%

09 09 18 Hnappakrókar 100%

0912 Hjálpartæki við salernisferðir.

TR hefur gert samninga um kaup á salernistækjum, sjá fremst í þessum kafla.

09 12 03 Salernisstólar með/án hjóla 100%

09 12 06 Salerni (kemisk) 50%

09 12 09 Salernissæti 100%

09 12 12 Salernisupphækkanir, frítt standandi 100%

09 12 15 Salernisupphækkanir, lausar 100%

09 12 18 Salernisupphækkanir, fastar 100%

09 12 27 Salernispappírstangir 100%

09 12 30 Salernispappírshaldarar 100%

09 12 33 Bekken 100%

09 12 36 Skol- og þurrkbúnaður á salerni 100%

09 12 90 Aukahlutir á salernishjálpartæki 100%

0915 Hjálpartæki vegna barkaskurðar.

Hjálpartæki vegna barkaskurðar eru veitt á grundvelli hjálpartækjaskírteinis og gildir það eftir atvikum til eins, fimm eða tíu ára í senn. Grisjur fyrir stóma og húðverjandi krem sjá 091890 og 092118.

09 15 03 Barkarennur 100%

09 15 06 Barkastómahlífar 100%

09 15 90 Barkastómasíur 100%

09 15 91 Barkastómaventlar 100%

09 15 92 Fylgihlutir v/barkastóma, þ.e. hreinsiburstar fyrir ventil, hreinsipinnar fyrir barkastómaop 70%

0918 Stómahjálpartæki.

Stómavörur eru greiddar 100% eða 70%, sbr. neðangreint, þó með hámarki fyrir ákveðnar vörur. Hjálpartækjaskírteini er gefið út fyrir samþykktar vörur og gildir það eftir atvikum í eitt, fimm eða tíu ár. Við kaup þarf að framvísa skírteini sem nær til viðkomandi vara. Einstök kaup notenda skulu miðast við mest þriggja mánaða birgðir.

09 18 04 Colostómapokar samfelldir (í einum hluta), lokaðir 100%, hámark pr. stk. kr. 484 fyrir almenna poka/poka með filter og hámark pr. stk. kr. 908 fyrir poka með convexhring

09 18 05 Colostómapokar samsettir, lokaðir 100%, hámark pr. stk. kr. 248 fyrir almenna poka og poka með filter, hámark pr. stk. kr. 280 fyrir poka með lokunarbúnaði og með límingu fyrir plötu og hámark pr. stk. kr. 306 fyrir poka með innbyggðum lokunarbúnaði og með límingu fyrir plötu fyrir stórar stómíur

09 18 07 Þvagstómapokar samfelldir (í einum hluta) 100%, hámark pr. stk. kr. 776 fyrir almenna poka og hámark pr. stk. kr. 1.694 fyrir poka með convexhring

09 18 08 Þvagstómapokar samsettir 100%, hámark pr. stk. kr. 517

09 18 13 Stómafestibúnaður (s.s. belti) 100%

09 18 14 Stómaplötur, álímdar 100%, hámark pr. stk. kr. 616 fyrir almennar plötur, hámark pr. stk. kr. 1.001 fyrir plötur með auka lími og rakadrægni, hámark pr. stk. kr. 910 fyrir plötur þar sem poki límist á plötu og hámark pr. stk. kr. 1.826 fyrir plötur m/innbyggðum convexhring

09 18 15 Stómaklemmur 100%

09 18 18 Lykteyðandi efni (t.d. sett í poka) 100%

09 18 21 Hlífðarpokar fyrir stómapoka 70%

09 18 24 Stómaskolunarsett 70%

09 18 30 Stómaþéttibúnaður (s.s. kítti, þéttihringir) 100%

09 18 33 Stómatæmibúnaður (fyrir innbyggða safnpoka) 70%

09 18 36 Stómaskolunarsprautur (fyrir innbyggða safnpoka) 70%

09 18 39 Ileostómapokar samfelldir (í einum hluta), tæmanlegir 100%, hámark pr. stk. kr. 462 fyrir almenna poka, hámark pr. stk. kr. 539 fyrir poka með filter og klemmu, hámark pr. stk. kr. 583 fyrir poka með filter og innbyggðum lokunarbúnaði, hámark pr. stk. kr. 1.524 fyrir poka með convexhring, hámark pr. stk. kr. 1.652 fyrir poka með convexplötu og innbyggðum lokunarbúnaði og hámark pr. stk. kr. 2.910 fyrir poka vegna fistil/stór stóma

09 18 42 Ileostómapokar samsettir, tæmanlegir 100%, hámark pr. stk. kr. 253 fyrir almenna poka, hámark pr. stk. kr. 363 fyrir poka með filter og klemmu, hámark pr. stk. kr. 418 fyrir poka með filter og innbyggðum lokunarbúnaði, hámark pr. stk. kr. 411 fyrir poka með lokunarbúnaði og með límingu fyrir plötu og hámark pr. stk. kr. 435 fyrir poka með innbyggðum lokunarbúnaði og með límingu fyrir plötu fyrir stórar stómíur og hámark pr. stk. kr. 1.106 fyrir poka fyrir mikinn útskilnað

09 18 90 Grisjur vegna stóma 70%

09 18 91 Næturþvagpoki vegna stóma fyrir mikinn útskilnað 100%, hámark pr. stk. kr. 781.

0921 Efni til húðvarnar og húðhreinsunar.

Húðvarnarkrem er greitt að fullu fyrir stómaþega. Húðvarnarkrem fyrir stómaþega er veitt á grundvelli hjálpartækjaskírteinis og gildir það eftir atvikum til eins, fimm eða tíu ára í senn eins og stómavörur. Önnur neðangreind efni eru veitt á grundvelli hjálpartækjaskírteinis til eins árs. TR greiðir neðangreind efni þegar um langvarandi sáravandamál (a.m.k. í þrjá mánuði) er að ræða.

09 21 09 Sótthreinsandi þurrkur 70%

09 21 12 Sáravarnarbúnaður 70%

09 21 18 Húðvarnarkrem 100%

09 21 85 Grisjur 70%

09 21 87 Zinkbindi fyrir fótasár 70%

09 21 88 Opsite á sár 70%

09 21 91 Plötur fyrir fótasár 70%

0924 Þvagleggir.

Þvagleggir eru veittir á grundvelli hjálpartækjaskírteinis til eins, fimm eða tíu ára í senn. TR hefur gert samninga um kaup á ákveðnum þvagleggjum. Greiðsluþátttaka TR í kaupum á þvagleggjum er háð því að þeir séu fengnir hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki.

09 24 03 Þvagleggir, langtíma 100%

09 24 06 Þvagleggir, einnota 100%

09 24 09 Þvagsafnarar, (uridom) 100%

09 24 90 Þvagklemmur 100%

09 24 92 Skolbakki v. uridoms 70%

09 24 93 Festibúnaður v. uridoms 100%

09 24 94 Blöðrutæmingarsett 70%

09 24 95 Ventlar/tappar á þvagleggi 100%

0927 Þvagpokar.

Þvagpokar eru veittar á grundvelli hjálpartækjaskírteinis til eins, fimm eða tíu ára í senn. TR hefur gert samninga um kaup á ákveðnum þvagpokum. Greiðsluþátttaka TR í kaupum á þvagpokum er háð því að þeir séu fengnir hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki.

09 27 04 Þvagpokar, líkamsbornir, lokaðir 100%

09 27 05 Þvagpokar, líkamsbornir, opnir 100%

09 27 07 Þvagpokar, rúmpokar, lokaðir 100%

09 27 08 Þvagpokar, rúmpokar, opnir 100%

09 27 09 Þvagflöskur 100%

09 27 90 Festibúnaður fyrir þvagpoka 100%

0930 Bleiur.

Bleiur eru veittar á grundvelli hjálpartækjaskírteinis til eins, fimm eða tíu ára í senn. TR hefur gert samninga um kaup á ákveðnum bleium og tengdum vörum. Að jafnaði greiðir TR ekki bleiur fyrir börn yngri en þriggja ára en yngri börn en þriggja ára geta þó fengið undanþágu vegna sómaaðgerðar eða klofins hryggs. Greiðsluþátttaka TR í kaupum á bleium og tengdum vörum er háð því að þær séu fengnar hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki.

Bleiur eru veittar sem hjálpartæki við þvagleka/saurleka þegar um er að ræða fjölfötlun/alvarlega fötlun, stroke/umtalsverðan miðtaugakerfisskaða, alvarlega þroskaheftingu, einhverfu (autismi), alsheimer/dementsia, blöðrukrabbamein/blöðruhálskirtilskrabbamein, margendurteknar eða mjög langvarandi þvagfærasýkingar, blöðrusig/legsig sem verulegt vandamál (aðgerð ekki ráðlögð/ekki árangur), aldraða eldri en 70 ára með veruleg vandamál vegna þvagleka, afleiðingu mikillar lyfjatöku (vegna t.d. geðsjúkdóma) og veruleg vandamál og vegna þvagleka.

Bleiur eru ekki veittar vegna áreynsluþvagleka (stressþvagleka) án aðgerðar, smáleka, enuresu, barnsfæðinga, geðsjúkdóma og slitgigtar.

09 30 04 Bleiur 100%

0931 Hjálpartæki vegna hægðaleka.

TR er heimilt að greiða endaþarmstappa til þeirra sem eiga við hægðaleka að stríða vegna alvarlegs skaða í miðtaugakerfi (s.s. mænuskaða vegna klofins hryggjar) eða annars sambærilegs, alvarlegs sjúkdómsástands. Greiðsluþátttakan nær einungis til þeirra er stunda sund í hæfingarskyni þegar það er ótvíræður kostur að sundþjálfun sé stunduð vegna viðkomandi fötlunar. TR greiðir 90% þó að hámarki kr. 800 pr. stk. Miðað er við hámark 250 stk. á ári.

TR greiðir endaþarmsrör að fullu vegna alvarlegs og langvarandi vandamáls við hægðalosun. Veitt á grundvelli hjálpartækjaskírteinis til eins, fimm eða tíu ára í senn, þó að hámarki kr. 1.600 pr. stk. Miðað er við hámark 7 stk. á ári.

09 31 06 Endaþarmstappar 90% að hámarki kr. 800 pr. stk

09 31 90 Endaþarmsrör (rectalrör) 100% að hámarki kr. 1.600 pr. stk.

0933 Hjálpartæki við snyrtingu og böðun.

TR greiðir fyrir hjálpartæki við snyrtingu og böðun fyrir þá sem hafa verulega færniskerðingu eða verulega skert jafnvægi. Skiptiborð eru greidd fyrir fjölfatlaða einstaklinga þar sem þörfin er ótvíræð.

TR hefur gert samninga um kaup á baðtækjum, sjá fremst í þessum kafla.

09 33 03 Bað/sturtustólar með eða án hjóla 100%

09 33 12 Sturtuborð og skiptiborð 100%

09 33 36 Hjálpartæki til að þurrka sig 50%

09 33 39 Flothjálpartæki (sundbretti, baðkragar, uppblásanlegir baðhjálmar) 50%

09 33 90 Baðkersbretti 100%

09 33 91 Baðkerssæti 100%

09 33 98 Aukahlutir á baðhjálpartæki 100%

09 33 99 Breytingar á baðhjálpartækjum 100%

0936 Hjálpartæki við hand- og fótsnyrtingu.

09 36 03 Naglaburstar með haldara eða skafti/gripi 50%

09 36 06 Naglaþjalir með haldara eða skafti/gripi 50%

09 36 09 Naglaskæri/-klippur með haldara eða skafti/gripi 50%

0939 Hjálpartæki við hársnyrtingu.

09 39 03 Hárþvottatæki, t.d. hárþvottarenna 50%

09 39 06 Greiður/burstar með skafti/gripi 50%

0942 Hjálpartæki við tannhirðu.

09 42 03 Tannburstar með haldara eða skafti/gripi 50%

09 42 06 Rafmagnstannburstar 50%

0945 Hjálpartæki við andlitssnyrtingu.

09 45 03 Rakburstar og rakvélar með haldara eða skafti/gripi 50%


12 Ferlihjálpartæki og hjálpartæki við flutning.

TR hefur gert samninga um kaup á gönguhjálpartækjum, handdrifnum hjólastólum, sérsmíði í hjólastóla og ýmsum fylgi- og aukahlutum í hjólastóla svo og um kaup á lyfturum á hjólum.

TR hefur gert samninga um kaup á sjúkrarúmum og fylgihlutum (m.a. hjálpartæki við flutning fólks 1230 og snúningshjálpartækjum 1233).

TR gefur út hefti sem hefur að geyma tæmandi yfirlit yfir allar þær tegundir hjálpartækja sem framangreindir samningar ná til og sem TR tekur þátt í að greiða fyrir þá sem eru sjúkratryggðir samkvæmt ATL. Við hvert og eitt hjálpartæki í vörulistanum í heftinu kemur einnig fram hvaða fyrirtæki er með samning við TR um kaup á viðkomandi tæki. Greiðsluþátttaka TR í kaupum á ákveðnu hjálpartæki er háð því að tækið sé fengið hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki.

1203 Stafir/hækjur.

TR hefur gert samninga um kaup á gönguhjálpartækjum, sjá fremst í þessum kafla.

12 03 03 Stafir 100%

12 03 06 Olnbogahækjur 100%

12 03 09 Gigtarhækjur 100%

12 03 12 Axlarhækjur 100%

12 03 16 Þrí- eða fjórfótastafir 100%

1206 Göngugrindur.

TR hefur gert samninga um kaup á göngugrindum, sjá fremst í þessum kafla.

12 06 03 Göngugrindur án hjóla 100%

12 06 06 Göngugrindur á hjólum 100%

12 06 09 Göngustólar á hjólum með setstuðningi 100%

12 06 12 Háar göngugrindur á hjólum með framhandleggsstuðningi 100%

12 06 90 Viðgerðir á göngugrindum 100%

12 06 91 Breytingar á göngugrindum 100%

1207 Fylgihlutir við gönguhjálpartæki.

12 07 90 Aukahlutir á göngugrind (s.s. karfa, bakki) 100%

12 07 91 Stafa-/hækjuhaldarar 100%

12 07 92 Gúmmí t.d. á stafi/hækjur 100%

12 07 93 Ísbroddar t.d. á stafi/hækjur 100%

1218 Hjól.

TR greiðir einungis fyrir þríhjól. Þríhjól eru greidd fyrir fjölfatlaða ef ekki er hægt að nota tvíhjól með stuðningshjólum. TR greiðir að jafnaði ekki fyrir þríhjól fyrir börn yngri en tveggja ára.

12 18 06 Þríhjól með fótstigi 100%

12 18 09 Þríhjól, handknúin 100%

12 18 12 Þríhjól, sparkhjól 100%

12 18 21 Fylgihlutir á hjól 100%

(stuðningshjól, sérstakir hnakkar, fótabönd, fótstig o.fl.)

12 18 90 Viðgerðir á þríhjólum 100%

12 18 91 Breytingar á þríhjólum 100%

1221 Hjólastólar.

TR hefur gert samninga um kaup á handdrifnum hjólastólum, sérsmíði í hjólastóla og ýmsum fylgi- og aukahlutum í hjólastóla, sjá fremst í þessum kafla.

TR er heimilt að greiða fyrir tvo hjólastóla, innihjólastól og útihjólastól, vegna sama einstaklings. Einstaklingar með tvo rafknúna hjólastóla geta í undantekningartilvikum fengið að auki einn handdrifinn hjólastól, s.s. ef viðkomandi er mjög virkur (t.d. sækir skóla, vinnu, dagvistun) og er algjörlega háður hjólastól. Veiting hjólastóla er óháð búsetu í heimahúsi eða á stofnun.

Börn og unglingar yngri en 18 ára sem eiga rétt á rafknúnum hjólastól eiga kost á öflugri rafknúnum útihjólastól í stað venjulegs.

Metið er eftir færni og sjúkdómi hvort umsækjandi á rétt á hjólastól.

Tegund hjólastóls fer eftir færni og virkni viðkomandi. Dæmi: Léttir hjólastólar sem eru með auknum stillimöguleikum á hjólum/setstöðu og þar sem hægt er að taka hjól af eru frekar fyrir virka einstaklinga, einnig hugsanlega fyrir þá sem ekki ráða við annað vegna sjúkdóms og verða sjálfbjarga með léttari stól.

Einfaldir (standard) hjólastólar (þar sem hvorki er hægt að breyta hjólum né taka þau af) eru almennt frekar fyrir þá sem eru ekki eins virkir t.d. aldraða á dvalarstofnunum og þá sem ekki eru stöðugt háðir hjólastól.

Hjólastólar af lager hjálpartækjamiðstöðvar TR ganga fyrir nýkaupum á hjólastólum.

Rafknúnir hjólastólar.

Rafknúnir hjólastólar eru einungis drifnir með rafgeymum, hámarkshraði takmarkast við 10 km/klst. TR greiðir fyrir þá ef þeir leiða til aukinnar/bættrar færni. Rafknúinn hjólastóll er samþykktur vegna skaða, sjúkdóms og verulegrar minnkunar á almennri færni, ef talið er nauðsynlegt og hentugt að bæta möguleika viðkomandi til að annast daglegar athafnir sínar. Faglegur aðili þarf að meta þörf fyrirfram. Matið byggist fyrst og fremst á hvort viðkomandi hafi skertan kraft í handleggjum eða hvort handarfærni muni skaðast við not á handdrifnum hjólastól. Ennfremur er tekið tillit til heildargetu einstaklingsins. Rafknúnir hjólastólar eru jafnaði greiddir ef viðkomandi getur ekki notað handdrifinn hjólastól eða komist lengri ferða á handdrifnum hjólastól. TR ákvarðar hvaða rafknúnir hjólastólar, hleðslutæki og rafgeymar eru keyptir í hverju tilviki og úthlutar þeim síðan til notkunar meðan þörf einstaklingsins er fyrir hendi.

TR metur hverju sinni hvort greiða skuli fyrir rafknúinn hjólastól til nota utandyra (skóla/vinnu) og handdrifinn hjólastól til nota heima eða öfugt (t.d. einstaklingur virkur heima í rafknúnum hjólastól en er með handdrifinn hjólastól þegar hann fer út, t.d. í dagvistun eða heimsóknir sem hann fer aldrei einn í).

TR greiðir að jafnaði ekki fyrir rafknúinn hjólastól vegna einstaklinga sem eru með mænuskaða nema skaði sé ofar en við 6. hálshryggjarlið (ofar en C6). Ef skaði er neðar þarf auk þess að vera fyrir hendi önnur fötlun, sjúkdómar eða aldurstengd vandamál til þess að þessir einstaklingar geti fengið rafknúinn hjólastól, t.d. blóðrásarvandamál, slitgigt/stoðkerfisvandamál, beinþynning, hormónabreytingar, ofþyngd.

TR greiðir að jafnaði ekki fyrir rafknúna hjólastóla vegna barna fyrr en frá og með 6. aldursári (við upphaf skólagöngu). Börn og unglingar yngri en 18 ára geta valið um öflugri rafknúinn útihjólastól eigi þeir rétt á rafknúnum hjólastól. Undir almenna rafknúna hjólastóla fyrir börn, geta fallið rafknúnir hjólastólar með sæti sem fer niður í gólf. TR er með viðgerðarþjónustu vegna öflugra rafknúinna útihjólastóla sem börn fá allt að 18 ára aldri. Ekki verða öflugri rafknúnir útihjólastólar endurnýjaðir hjá unglingum eftir 16 ára aldur. Almennt verður ekki gerð krafa um skilaskyldu við 17 ára aldur á öflugri rafknúnum útihjólastólum.

Endurnýjun hjólastóls.

TR metur hverju sinni hvort forsendur eru breyttar (t.d. líkamsstærð/sjúkdómur/færni) og hvort hagkvæmt er að gera við stól.

Séraðlögun/sérsmíði.

TR metur í einstökum tilvikum hvort þörf sé á séraðlögun og/eða sérsmíði til varnar frekari skaða/skekkju/aflögun og/eða til að viðhalda/auka færni.

Viðgerðir á hjólastólum.

Hjálpartækjamiðstöð TR sér um viðgerðir á hjólastólum notendum að kostnaðarlausu. Flutningskostnaður utan af landi/út á land er greiddur af TR.

Fylgihlutir hjólastóla fyrir einstaklinga sem vistast á stofnunum.

Tilheyrandi tæki í hjólastól fylgja í þessum tilvikum með hjólastólum ef þess þarf með, s.s. setpúði, bakpúði, hjólastólaborð, belti í hjólastól.

12 21 03 Handknúnir hjólastólar, stjórnað af aðstoðarmanni 100%

12 21 06 Handknúnir afturhjóladrifnir hjólastólar 100%

12 21 09 Handknúnir framhjóladrifnir hjólastólar 100%

12 21 12 Handknúnir vogarstangadrifnir hjólastólar 100%

12 21 15 Handknúnir hjólastólar, drifnir öðrum megin 100%

12 21 18 Handknúnir lágir hjólastólar 100%

12 21 24 Rafknúnir hjólastólar með handstýringu (stýri) 100%

12 21 27 Rafknúnir hjólastólar með mótorstýringu (pinna) 100%

1224 Aukahlutir fyrir hjólastóla.

12 24 03 Stýrikerfi fyrir hjólastóla 100%

(innifalið er stjórnbox og stjórnstöð fyrir hjólastóla)

12 24 09 Aflbúnaður fyrir hjólastóla 100%

(innifaldir eru mótorar í rafknúna hjólastóla og hjálparmótorar á handknúna hjólastóla)

12 24 12 Ljós á hjólastóla 100%

12 24 15 Hjólastólaborð, sem fest er á hjólastóla 100%

12 24 18 Bremsur fyrir hjólastóla 100%

12 24 21 Hjól og dekk fyrir hjólastóla 100%

12 24 24 Rafgeymar og hleðslutæki 100%

12 24 30 Belti í hjólastóla 100%

12 24 90 Viðgerðir á hjólastólum 100%

12 24 91 Breytingar á hjólastólum 100%

12 24 92 Töskur fyrir hjólastóla 100%

12 24 93 Hnakkapúðar fyrir hjólastóla 100%

12 24 94 Yfirbreiðslur á hjólastóla 100%

12 24 95 Hliðarstuðningur í hjólastóla 100%

12 24 96 Ýmsir fylgihlutir í hjólastóla 100%

(s.s. armar, fótafjalir, handhringir, hliðarhlífar, hælkappar, hjólastólaþrengjarar)

12 24 97 Ýmsir varahlutir í hjólastóla 100% (s.s. setur, bök)

1227 Önnur farartæki.

TR greiðir að jafnaði ekki kerrur og tilheyrandi fylgihluti fyrir börn yngri en tveggja ára. Kerrupokar og útislár í kerrur sjá 090302 og 090303.

12 27 03 Kerrur (sem krefjast aðstoðarmanns) 100%

12 27 06 Vagnar (sem krefjast aðstoðarmanns) 100%

12 27 90 Viðgerðir á kerrum 100%

12 27 91 Breytingar á kerrum 100%

12 27 92 Aukahlutir á kerrur 100% (s.s. borð, fótabönd)

12 27 97 Öryggisbelti í kerrur 100%

12 27 98 Skíði undir kerrur 50%

1230 Hjálpartæki við flutning fólks.

TR hefur gert samninga um kaup á frístandandi rúmgálgum, sjá fremst í þessum kafla.

12 30 03 Flutningsbretti og rennimottur 100%

12 30 06 Snúningsskífur 100%

12 30 09 Frístandandi rúmgálgar 100%

12 30 12 Rúmstigar og léttar 100%

12 30 15 Flutningsbelti (belti og/eða vesti með lyftihandfangi) 100%

12 30 90 Breytingar á flutningsbrettum 100%

1233 Snúningshjálpartæki.

TR hefur gert samninga um kaup á snúningslökum, sjá fremst í þessum kafla.

12 33 06 Snúningslök og snúningsmottur 100%

1236 Tæki til að lyfta fólki.

TR hefur gert samninga um kaup á lyfturum á hjólum, sjá fremst í þessum kafla.

12 36 03 Hreyfanlegir lyftarar með seglum 100%

(hjálpartæki til að lyfta og flytja hreyfihamlaða í sitjandi, hálfsitjandi eða liggjandi stöðu; burðarhluti úr segli)

12 36 04 Hreyfanlegir lyftarar fyrir standandi stöðu 100%

12 36 06 Hreyfanlegir lyftarar með föstum sætum 100%

(hjálpartæki til að lyfta og flytja hreyfihamlaða í sitjandi stöðu; burðarhluti er sæti eða setplata)

12 36 09 Lyftivagnar á hjólum 100%

(hjálpartæki til að lyfta eða flytja hreyfihamlaða í liggjandi stöðu; lyftivagninn hefur fastan burðarhluta, sem er stillanlegur í hæð, án möguleika á snúningi)

12 36 12 Fastir lyftarar, loft-, gólf- eða veggfastir 100%

(hjálpartæki til að lyfta og flytja hreyfihamlaða innan ákveðins svæðis; lyftari hefur lyftiblokk, sem festist í loft, gólf eða vegg)

12 36 15 Fastir lyftarar, sem festast á aðra hluti 100%

(Innifaldir eru lyftarar festir á baðker (lyftarar sem festast á salernisstól og í bifreiðar falla ekki hér undir)

12 36 18 Frístandandi lyftarar 100%

(Hjálpartæki til að lyfta og flytja hreyfihamlaða innan ákveðins svæðis)

12 36 21 Lyftisegl, sæti og börur 100%

(Innifalin eru segl og bönd fyrir hreyfanlega og fasta lyftara)

12 36 90 Viðgerðir á lyfturum 100%

12 36 91 Breytingar á lyfturum 100%

12 36 92 Uppsetning á lyfturum 100%

12 36 93 Varahlutir í lyftara 100%


15 Hjálpartæki við heimilishald.

Hjálpartæki í þessum flokki eru ætluð fólki sem hefur alvarlega og langvarandi færniskerðingu í höndum.

1503 Hjálpartæki við matargerð.

TR er einungis heimilt að greiða fyrir tölvuvog (15 03 03) vegna efnaskiptagalla, mest á fimm ára fresti, þó aldrei hærri upphæð en kr. 5.000.

15 03 03 Hjálpartæki til vigtunar og mælingar 50% m/ákv. hámarki, sbr. að ofan

15 03 06 Hjálpartæki til að skera, hakka og aðskilja 50%

(s.s. sérhannaðir hnífar (t.d. rafmagnshnífar), skurðarbretti, ostaskerar, laukhaldarar og grænmetisjárn)

15 03 09 Hjálpartæki til að þrífa og snyrta 50%

(s.s. kartöfluhaldarar)

15 03 12 Hjálpartæki til bökunar 50%

(s.s. kökukefli fyrir notkun einnar handar)

15 03 18 Hjálpartæki til að sjóða og steikja 50%

(s.s. pottahaldarar, síu- og steikarlok, grænmetiskörfur, steikartangir)

1506 Hjálpartæki við uppþvott.

15 06 06 Uppþvottaburstar með festingu 50%

15 06 15 Borðtuskuvindarar 50%

1509 Hjálpartæki við borðhald.

15 09 03 Framreiðsluhjálpartæki, t.d. bakkar fyrir einhenta 50%

15 09 13 Sérhönnuð hnífapör og sogrör 100% (m.a. þung hnífapör og gafflar fyrir einhenta)

15 09 16 Sérhannaðar drykkjarkönnur, bollar og glös 100%

15 09 18 Sérhannaðir diskar og smurbretti 100%

15 09 21 Diskakantar 100%

15 09 24 Eggjabikarar með festingu 100%

1515 Hjálpartæki við saum og fataviðgerðir.

15 15 21 Sérhönnuð skæri 50%


18 Húsbúnaður.

TR hefur gert samninga um kaup á sjúkrarúmum og fylgihlutum (þeir taka einnig til frístandandi rúmgálga, sjá 123009 og snúningshjálpartækja, sjá 1233).

TR gefur út hefti sem hefur að geyma tæmandi yfirlit yfir allar þær tegundir hjálpartækja sem samningarnir hér að ofan ná til og sem TR tekur þátt í kaupum á fyrir þá sem eru sjúkratryggðir skv. ATL. Við hvert og eitt hjálpartæki í vörulistanum í heftinu kemur einnig fram hvaða fyrirtæki er með samning við TR um kaup á viðkomandi tæki. Þátttaka TR í kaupum á ákveðnu hjálpartæki er háð því að tækið sé fengið hjá tilgreindu samningsbundnu fyrirtæki.

1803 Borð.

TR hefur gert samninga um kaup á les- og rúmborðum, sbr. ofangreint.

18 03 06 Lesborð 100%

18 03 15 Rúmborð 100%

18 03 90 Viðgerðir á borðum 100%

18 03 91 Breytingar á borðum 100%

1809 Stólar.

Stólar eru almennt greiddir af TR fyrir þá sem eru með sjúkdóma sem valda alvarlegri lömun eða hrörnun.

TR greiðir að jafnaði fyrir stóla vegna þeirra sem eru með sjúkdóma sem valda alvarlegri lömun eða hrörnun, t.d. MS, MND og aðra vöðvarýrnunarsjúkdóma, helftarlömun, Parkinsonsjúkdóm, illvíga RA liðagigt og Spina bifida. Einnig geta einstaklingar með lungna- og/eða hjartasjúkdóm á háu stigi fengið greidda stóla, einkum standstóla. Metið er eftir færni hvort og hvenær viðkomandi eigi rétt á stól, t.d. göngufærni, úthaldi, stand- og/eða setjafnvægi. Greitt er fyrir stóla ef þeir leiða til aukinnar sjálfbjargargetu/færni við athafnir daglegs lífs en ekki til að nota eingöngu í frístundum eða til afþreyingar. Val á stól fer eftir þörf sem er metin eftir færni og sjúkdómi.

TR greiðir ekki fyrir stóla sem hafa almennt notkunargildi, en heimilt er að taka þátt í kostnaði vegna tiltekins aukabúnaðar eða séraðlögunar ef þess er þörf, t.d. vegna alvarlegrar skekkju/aflögunar í hrygg og/eða mjöðmum.

Stólar af lager hjálpartækjamiðstöðvar TR ganga fyrir nýkaupum á stólum.

Endurnýjun stóls.

TR metur hverju sinni hvort forsendur eru breyttar (t.d. líkamsstærð/sjúkdómur/færni) og hvort hagkvæmt er að gera við stól.

Séraðlögun/sérsmíði.

TR metur í einstökum tilvikum hvort þörf sé á séraðlögun og/eða sérsmíði til varnar frekari skaða/skekkju/aflögun og/eða til að viðhalda/auka færni.

Viðgerðir á stólum.

TR sér um viðgerðarþjónustu á stólum notendum að kostnaðarlausu. Flutningskostnaður utan af landi/út á land er greiddur af TR.

18 09 03 Vinnustólar 100%

18 09 06 Standstólar 100%

18 09 09 Gigtarstólar ("arthrodesustólar") 100%

(stólar með skiptri setu, framhluti stillanlegur í einu eða tvennu lagi)

18 09 12 Lyftistólar/lyftisetur ("katapultstólar/-sæti") 100%

(stólar/setur með eiginleikum til að auðvelda að standa upp eða að setjast, seta lyftist upp að aftan)

18 09 15 Hvíldarstólar 100%

18 09 21 Sérstakir stólar (m.a. stólar fyrir börn, gólfsæti) 100%

18 09 27 Fótskemlar/fótstuðningur 100%

18 09 31 Sérsmíðað sæti, setur og/eða bök (með áklæði) (í hjólastóla) 100%

18 09 39 Tilbúin setkerfi (í hjólastóla) 100%

18 09 42 Sætispúðar/undirlag 100%

(innfelur einnig púða og undirlag til varnar legusárum)

18 09 45 Bakpúðar/undirlag 100%

18 09 90 Viðgerðir á stólum 100%

TR greiðir ekki endurnýjun áklæðis á hvíldarstólum

18 09 91 Breytingar á stólum 100%

18 09 92 Mótorar í stóla 100%

18 09 93 Ver með sérstökum eiginleikum utan um púða sérstaklega í hjólastóla 100%

18 09 94 Aukahlutir á stóla 100%

1812 Rúm.

TR hefur gert samninga um kaup á sjúkrarúmum og fylgihlutum, sjá fremst í þessum kafla.

Rúm og/eða önnur tæki tilheyrandi rúmi eru einungis greidd af TR vegna fjölfatlaðra, hjarta- og lungnasjúklinga með sjúkdóm á háu stigi sem verða að hafa hátt undir höfði og sjúklinga sem þarfnast mikillar umönnunar í rúmi. Rúmdýnur eru greiddar 100%, hámark kr. 20.000 í sjúkrarúm með öllu tilheyrandi, annars 70% hámark kr. 14.000. Leguundirlag/yfirdýnur til varnar legusárum eru greiddar 100%. Ekki er greitt fyrir sérútbúnað í venjuleg rúm, nema þau uppfylli þær kröfur sem sérútbúnaðurinn krefst. Ekki er greitt fyrir sérútbúnað, s.s. rafmagnsstillanlegan rúmbotn og rúmlyftu, fyrir tvíbreið rúm. Ýmist er greitt fyrir sjúkrarúm með öllu tilheyrandi (t.d. sjúkrarúm nr. 181295 fyrir aldraða sem þarfnast mikillar umönnunar, sbr. framangreint og fyrir þá sem eru í líknarmeðferð) eða rúm samsett úr ákveðnum rúmhlutum, s.s. rúmgrind og rúmbotni eða rúmgrind og rúmlyftu, allt eftir þörfum umsækjanda.

Barnarúm með háum göflum og hliðargrindum (sérhönnuð/sérsmíðuð rúm) eru í undantekningartilfellum greidd 100% fyrir börn sem eru hættuleg sjálfum sér.

18 12 07 Rúmbotnar, handstillanlegir 100%

18 12 10 Rúmbotnar, rafmagnsstillanlegir 100%

18 12 12 Rúmlyftur 100%

18 12 18 Rúmdýnur 70/100%, hámark kr. 14.000/20.000

(innifalið er einnig leguundirlag/yfirdýnur til varnar legusárum 100%)

18 12 24 Stillanlegt höfða- og/eða fótalag 100%

18 12 27 Rúmgálgar 100%

18 12 90 Viðgerðir á rúmum 100%

18 12 91 Breytingar á rúmum 100%

18 12 93 Skápúðar í rúm 100%

18 12 94 Mótorar í rúm 100%

18 12 95 Sjúkrarúm (innifalin eru rúmbotnar, rúmgrindur og rúmlyftur) 100%

18 12 96 Rúmgrindur 100% hámark kr. 36.000

18 12 97 Barnarúm með háum göflum og hliðargrindum 100%

18 12 98 Hliðargrindur og/eða stuðningshandföng á rúm 100%

18 12 99 Ver með sérstökum eiginleikum utan um rúmdýnur 100%

1815 Aukabúnaður fyrir húsgögn.

18 15 03 Upphækkunarklossar/-fætur 100%

(vegna slysahættu eru einungis greiddir klossar undir rúm og sófa ef fætur mynda 90° horn við gólf)

18 15 06 Hjólabúnaður 100%

1818 Stuðningsbúnaður.

18 18 03 Handrið/stuðningsgrip 100%

18 18 06 Handföng 100%

18 18 09 Stoðir 100%

18 18 90 Uppsetning á handföngum/handriðum/stoðum 100%

1821 Dyra- og gluggaopnarar/lokarar.

Fjarstýrðir dyraopnarar að íbúð/húsnæði eru greiddir fyrir þá sem eru alvarlega fatlaðir og ráða ekki við að opna/loka dyrum og eru að jafnaði einir á ferð. Gluggaopnarar eru að jafnaði greiddir fyrir þá sem búa einir og þurfa þá með vegna færniskerðingar. Bílskúrsdyraopnari er einungis greiddur ef bílskúr er notaður sem inngangur að heimili.

18 21 03 Dyraopnarar/lokarar 100%

18 21 06 Gluggaopnarar/lokarar 100%

18 21 90 Bílskúrsdyraopnarar/lokarar 50%

18 21 91 Uppsetningar á dyra- og gluggaopnurum/lokurum 100%

18 21 92 Viðgerðir á dyra- og gluggaopnurum/lokurum 100%

1830 Stokkalyftur, hjólastólalyftur, sætislyftur í stiga og skábrautir.

TR leitar ætíð tilboða í lyftur. Að jafnaði er ekki greitt fyrir lyftur nema upp á aðra hæð.

Heimilt er að greiða lyftur fyrir hjólastólanotendur og þá sem eru með mjög skerta göngugetu og nota gönguhjálpartæki. Skilyrði er að umsækjandi þurfi nauðsynlega að nýta báðar hæðir húsnæðis (vegna frumþarfa), að húsnæðið henti m.t.t. fötlunar/færniskerðingar umsækjanda að öðru leyti og að ekki sé möguleiki á að skipta um húsnæði. Greiðsluþátttaka TR nær ekki til kaupa á lyftum í nýbyggingar nema færniskerðing sé til komin það seint í byggingarferlinu að ekki sé unnt að breyta húsnæðinu. TR er heimilt að greiða fyrir stigaklifrara ef ekki er hægt að koma fyrir lyftu eða til bráðabirgða vegna biðtíma eftir öðru húsnæði.

18 30 03 Stokkalyftur í hús (ákveðið hámark) 100%

18 30 06 Hjólastólalyftur í stiga/tröppur (ákveðið hámark) 100%

18 30 09 Sætislyftur í stiga (ákveðið hámark) 100%

18 30 12 Stigaklifrarar 100%

18 30 15 Skábrautir, flytjanlegar 100%

18 30 18 Skábrautir, fastar 100%

18 30 90 Uppsetning á lyftum 90%

18 30 91 Varahlutir í lyftur 100%

18 30 92 Viðgerðir á lyftum 100%

18 30 93 Eftirlit á lyftum (lögbundið) 100%

1833 Öryggisbúnaður á heimili.

18 33 06 Öryggisgrindur og stigastólpar 50%

(Grindur og stólpar sem festir eru við tröppur, hurðir og glugga til að koma í veg fyrir fall)


21 Hjálpartæki til tjáskipta, upplýsinga og viðvörunar.

2110 Úttaksbúnaður fyrir tölvur.

Útbúnaður fyrir tölvutal (talgervill) er greiddur sem hjálpartæki fyrir fjölfatlaða, sem geta ekki tjáð sig munnlega og þegar notagildið er ótvírætt og jafnvel eina leiðin til tjáskipta.

21 10 06 Prentarar 100% (hámarksstyrkur skv. verðkönnun hverju sinni)

21 10 09 Útbúnaður fyrir tölvutal (talgervill) 100% (hámarksstyrkur skv. verðkönnun hverju sinni)

2112 Tölvur.

TR greiðir einungis fyrir tölvur sem eru hjálpartæki til tjáskipta vegna mjög mikilla örðugleika við munnleg og/eða skrifleg tjáskipti enda sé mikill sérútbúnaður forsenda fyrir notkun tölvunnar eða viðkomandi býr einn og notar tölvu sem einu tjáskiptaleiðina. Mat sérfræðings, s.s. iðjuþjálfa, sálfræðings eða sérkennara, verður að liggja fyrir á því hvort viðkomandi geti nýtt sér tölvu til tjáskipta, s.s. færnimat, þroskamat og greindarpróf. Tölvur eru ekki greiddar fyrir einstaklinga sem hafa greindarvístölu undir 50. Áður en tölvu er úthlutað til þroskahefts og/eða einhverfs einstaklings þarf að hafa farið fram lágmarksþjálfun og vera komin nægileg reynsla á hvort tölva auðveldi og bæti tjáskipti.

Að jafnaði eru tölvur ekki greiddar fyrir fjölfötluð börn fyrr en á því almanaksári sem þau ná sex ára aldri.

Almennt viðhald tölvu og prentara er á kostnað notanda en TR greiðir viðgerðir á sérútbúnaði.

21 12 03 Borðtölvur 100% (hámarksstyrkur skv. verðkönnun hverju sinni)

21 12 12 Viðbótarminniseining og/eða diskdrif 100% (hámarksstyrkur skv. verðkönnun hverju sinni)

21 12 91 Viðgerðir á tölvubúnaði 100%

21 12 93 Tölvutjáskiptabúnaður í rafknúna hjólastóla 100% (hámarksstyrkur skv. verðkönnun hverju sinni)

21 12 94 Vinna vegna tölvubúnaðar 100% (hámarksstyrkur skv. verðkönnun hverju sinni)

2124 Skriftar- og teiknihjálpartæki.

21 24 03 Sérhannaðir pennar 50% (t.d. fyrir einstaklinga með liðagigt eða Parkinsonsjúkdóm)

2127 Lestrarhjálpartæki.

21 27 03 Blaðflettarar 100%

21 27 06 Bókagrindur og haldarar 100%

21 27 90 Viðgerðir á blaðfletturum 100%

2139 Hljóðflutningskerfi.

21 39 15 Kallkerfi (dyrasímar, dyrasímastyrksstillar og einföld innanhúskallkerfi/ hringkerfi) 50%

21 39 90 Uppsetningar á dyrasíma 50%

21 39 91 Breytingar á dyrasíma 50%

2142 Samtalshjálpartæki.

21 42 03 Bókstafa- og táknsett 100%

21 42 06 Bókstafa- og tákntöflur 100%

21 42 09 Samtalstæki, flytjanleg 100%

2148 Viðvörunarhjálpartæki.

21 48 18 Merkibúnaður 100%

(t.d. bjöllur og blikkljós)

2151 Viðvörunarkerfi.

Öryggiskallkerfi:

TR hefur gert samninga um öryggiskallkerfisþjónustu. Greiðsla TR er háð því að þjónusta sé fengin hjá samningsbundnum fyrirtækjum.

Eftirfarandi gildir um greiðsluþátttöku TR um styrk til kaupa á þjónustu vaktstöðvar fyrir þá sem búa einir:

1. TR er heimilt að taka þátt í kaupum á þjónustu viðurkenndrar vaktstöðvar fyrir einstakling sem er svo sjúkur að honum er nauðsyn á slíkri þjónustu og býr einn eða samvistaraðili er af heilsufarsástæðum ófær um að veita aðstoð eða vinnur úti fullan vinnudag. Greiðsluþátttaka er til allt að þriggja ára í senn. Greiðsluþátttaka getur verið vegna miðtaugakerfissjúkdóma/skaða, sem hafa í för með sér lömun eða flog eða alvarlegra hjarta- og lungnasjúkdóma.

2. Notendur eru flokkaðir í tvo áhættuhópa eftir sjúkdómseinkennum. Í öðrum þeirra eru notendur með sjúkdómsástand sem kallar á sérstök viðbrögð við neyðarboði, en í hinum eru notendur með sjúkdómsástand, sem að jafnaði kallar á almenn viðbrögð við neyðarboði.

3. Greiðsluþátttaka TR tekur aðeins til einkaheimila, en ekki til þjónustuíbúða á vegum sveitarfélaga eða stofnana eða neins forms sambýlis eða stofnana, þar sem TR eða aðrir opinberir aðilar greiða kostnað af rekstrinum eða annast þjónustu/gæslu að verulegu leyti.

4. Greiðsluþátttaka TR skal nema kr. 6.250 vegna frumuppsetningar á viðvörunarkerfi, sem vaktstöð á og þjónustar og TR hefur samþykkt. TR greiðir vaktstöð kr. 5.000 fyrir mánaðarlega þjónustu vegna notkunar viðvörunarkerfisins og viðbragða við boðum. Vaktstöð krefur notanda um það sem mögulega vantar á heildarfjárhæð mánaðarlegs þjónustugjalds.

5. Áður en til greiðslu TR kemur skal liggja fyrir samþykkt umsókn, byggð á nákvæmu vottorði læknis um sjúkdómsástand og þörf fyrir þjónustuna.

6. Eftirtaldar lágmarkskröfur eru gerðar varðandi búnað og þjónustu vaktstöðvar:

a) Allur búnaður skal vera viðurkenndur af þar til bærum aðilum. Boðyfirfærslukerfið skal vera tengt með símalínu við vaktstöð sem starfar allan sólarhringinn og skal það bjóða upp á flutning neyðarboðs ásamt talsambandi við vaktstöð. Annaðhvort skal ástand símalínu og búnaðar prófað með sjálfvirku prófunarboði til vaktstöðvar einu sinni á sólarhring ásamt því að tæki hjá notanda vakti innkomandi línu eða sambandið milli sendibúnaðar notanda og vaktstöðvar skal vera sívaktað. Til viðbótar þessu skal kerfið prófað einu sinni í mánuði með prófunarboðum notenda og auk þess skulu notendur heimsóttir a.m.k. tvisvar á ári til að ganga úr skugga um að þeir kunni að nota búnaðinn.

b) Viðbrögð við neyðarboði, sem leiðir til útkalls, skulu vera í því fólgin, að starfsmaður vaktstöðvar, sem hefur lykla að viðkomandi húsnæði, eða annar þar til bær aðili, fari tafarlaust á staðinn og grípi til viðeigandi ráðstafana.

Viðvörunarbúnaður vegna hættu:

TR er heimilt að taka þátt í greiðslu vegna viðvörunarbúnaðar vegna hættu, s.s. af völdum hita, elds eða reyks, fyrir þá sem eru með minnisskerðingu vegna elliglapa eða heilaskaða.

21 51 03 Öryggiskallkerfi (til ytra kalls í gegnum símakerfi), fastur styrkur m/ákv. hámarki kr. 6.250 í frumuppsetningu og kr. 5.000 í mánaðargjaldi

21 51 06 Krampaviðvörunartæki fyrir flogaveika 70%

21 51 09 Viðvörunarbúnaður vegna hættu, s.s. af völdum hita, elds eða reyks 50%

(t.d. fyrir eldavélar)


24 Hjálpartæki til að meðhöndla tæki eða hluti.

2406 Opnarar.

24 06 03 Opnarar til að opna flöskur, dósir og önnur ílát 50%

(s.s. skrúfuloksopnarar, opnarar fyrir þrýstilok/fjaðurlok)

2409 Stjórntæki.

24 09 18 Rofar 100%

24 09 90 Viðgerðir á rofum 100%

24 09 91 Breytingar á rofum 100%

24 09 92 Varahlutir í rofa 100%

2410 Inntaksbúnaður fyrir tölvur.

24 10 06 Músatæki 100%

(s.s. stýristautar (stýripinnar), snertiskjáir og stýrikúlur)

2412 Hjálpartæki til stjórnunar á umhverfi.

24 12 03 Fjarstýrikerfi 100%

24 12 06 Forrit fyrir fjarstýrikerfi 100%

24 12 90 Uppsetning á fjarstýrikerfi 100%

24 12 91 Breytingar á fjarstýrikerfi 100%

24 12 92 Viðgerðir á fjarstýrikerfi 100%

2418 Hjálpartæki vegna skertrar færni í höndum/fingrum.

24 18 06 Aðlöguð grip 50%

(geta aðlagast að stærð og formi, t.d. fyrir krana, hnappa og takka)

24 18 09 Haldarar, líkamsbornir, fyrir ennis-, höku- og munnpinna 100%

24 18 12 Statíf (t.d. vökvastatíf vegna næringar um slöngu eða í æð) 100%

24 18 15 Stýripinnar (s.s. ennis-, höku- og munnpinnar) 100%

24 18 18 Bendiljós 100%

24 18 27 Framhandleggsstuðningur 100%

24 18 90 Lyklaborðshlíf 100%

2421 Tæki til framlengingar.

24 21 03 Griptangir 100%

24 21 09 Framlengingar án grips 100%

2424 Tæki til skorðunar.

24 24 03 Grindur/haldarar 100%

(t.d. haldarar fyrir bolla/glös/hnífapör)

2427 Búnaður til að hlutir renni ekki til.

24 27 06 Stamar mottur 50%

(stamar baðmottur eru ekki innifaldar)

2436 Hjálpartæki til að flytja hluti.

24 36 09 Farangurs-/innkaupavagnar 50%

24 36 12 Hjólaborð 100%



Þetta vefsvæði byggir á Eplica