Heilbrigðisráðuneyti

1080/2009

Reglugerð um daggjöld hjúkrunarheimila og annarra sérhæfðra vistunarstofnana árið 2010. - Brottfallin

1. gr.

Daggjöld.

Daggjöldum hjúkrunarheimila og annarra sérhæfðra vistunarstofnana er ætlað að mæta eðlilegum rekstrarkostnaði án viðhalds húsnæðis og skulu vera sem hér segir frá 1. janúar 2010:

A.  Hjúkrunarheimili.

Liður

Viðf.  

Heiti stofnunar

Daggjald

kr.

401

113  

Grenilundur, Grenivík

21.918

401

113  

Hvammur, Húsavík

19.501

401

113  

Blesastaðir, Skeiðum

21.133

401

113  

Sólvellir, Eyrarbakka

18.684

401

113  

Roðasalir, Kópavogi

17.999

401

113  

Sæborg, Skagaströnd

20.623

401

113  

Silfurtún, Búðardal

21.654

401

113  

Hlévangur, Reykjanesbæ

20.989

401

113  

Kirkjuhvoll, Hvolsvelli

22.298

405

101  

Hrafnista, Reykjavík

21.440

405

101  

Hrafnista, Reykjavík, endurhæfing

24.797

406

101  

Hrafnista, Hafnarfirði

21.440

407

101  

Grund, Reykjavík

20.929

408

101  

Sunnuhlíð, Kópavogi

21.440

409

101  

Hjúkrunarheimilið Skjól

20.929

410

101  

Hjúkrunarheimilið Eir

20.428

410

101  

Hjúkrunarheimilið Eir, endurhæfing

26.457

411

101  

Garðvangur, Garði

22.031

412

101  

Hjúkrunarheimilið Skógarbær

21.440

413

101  

Droplaugarstaðir, Reykjavík

19.456

414

101  

Hjúkrunarheimilið Lundur, Hellu

22.031

415

101  

Hulduhlíð, Eskifirði

19.987

416

101  

Hornbrekka, Ólafsfirði

21.246

417

101  

Naust, Þórshöfn

20.123

418

101  

Seljahlíð, Reykjavík

22.185

421

101  

Víðines

20.735

423

101  

Höfði, Akranesi

21.184

424

101  

Dvalarh. aldraðra Borgarnesi

18.203

425

101  

Dvalarh. aldraðra Stykkishólmi

20.623

426

101  

Fellaskjól, Grundarfirði

17.776

427

101  

Jaðar, Ólafsvík

19.876

428

101  

Fellsendi, Búðardal

18.792

429

101  

Barmahlíð, Reykhólum

19.633

433

101  

Dalbær, Dalvík

20.089

434

101  

Öldrunarstofnun Akureyrar

19.937

436

101  

Uppsalir, Fáskrúðsfirði

19.501

437

101  

Heilbrigðisstofnun Suð-Austurlands

21.505

438

101  

Klausturhólar

21.392

439

101  

Hjallatún, Vík

20.371

440

101  

Kumbaravogur, Stokkseyri

20.089

441

101  

Ás Ásbyrgi, Hveragerði

20.428

442

101  

Hraunbúðir, Vestmannaeyjum

19.987

443

101  

Holtsbúð, Garðabæ

21.246

444

101  

Vífilsstaðir, Garðabæ

21.348


Daggjald 19.737,7 kr. sem er miðað við RAI 1,00 liggur til grundvallar útreikningi á daggjöldum hjúkrunarrýma.

Daggjald skal greitt þrátt fyrir að vistmaður hverfi af stofnun í stuttan tíma svo sem til aðstandenda yfir helgi eða hátíðar enda hafi heilbrigðisyfirvöld ekki aukakostnað af dvölinni. Fari vistmaður á sjúkrahús til skammtímainnlagnar skal greiða 70% af daggjaldi stofnunar í allt að 30 daga. Ef vistmaður dvelur lengur en 30 daga á sjúkrahúsi ber að sækja um heimild til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðslu daggjalds umfram 30 daga. Við andlát vistmanns eða þegar vistmaður flytur fyrir fullt og allt af stofnun skal greiða fullt daggjald í allt að 7 daga.

Daggjald skal greitt stofnun vegna sjúklinga með langvinna nýrnasjúkdóma þegar þeir vegna blóðskilunar eru innritaðir á Landspítala. Landspítali greiðir kostnað vegna lyfjagjafar eins og fyrir aðra blóðskilunarsjúklinga sem skráðir eru inn á sjúkrahúsið.

Greiða skal 1.300 kr. á dag til viðbótar daggjaldi stofnunar fyrir hvern sjúkling með langvinnan nýrnasjúkdóm sem dvelst á stofnun og þarf blóðskilun á Landspítala.

Sjúkratryggingar Íslands greiða daggjöld samkvæmt A-lið.

B.  Aðrar stofnanir.

Stofnun

Viðf.  

Sérhæfð vistun

Daggjald
kr.

477

110  

Árborg, dagvistun aldraðra v/minnissjúkra

10.388

441

117  

Ás/Ásbyrgi, Hveragerði, geðrými

13.492

477

110  

Dagvist aldraðra Reykjanesbæ v/minnissjúkra

10.388

477

110  

Dagvist Blesugróf Reykjavík

10.388

477

110  

Dagvist Eyjafjarðarsveitar

10.388

474

110  

Dagvist og endurhæfingarstöð MS-sjúklinga

9.473

477

110  

Drafnarhús, Hafnarfirði

10.388

470

110  

Dvalarheimili aldraðra heyrnarlausra

11.142

476

110  

Fríðuhús, Reykjavík

10.388

477

110  

Hrafnista í Reykjavík, dagvist endurhæfing

13.228

410

115  

Hjúkrunarheimilið Eir

10.388

412

171  

Hjúkrunarheimilið Skógarbær, endurhæfingardeild

26.501

472

110  

Hlíðarbær, Reykjavík

10.388

477

110  

Lagarás, Egilsstöðum v/minnissjúkra

10.388

473

110  

Lindargata, Reykjavík

10.388

475

110  

Múlabær, Reykjavík

6.475

477

110  

Roðasalir, Kópavogi

10.388

434

110  

Öldrunarsstofnun Akureyrar v/minnissjúkra

10.388


Sjúkratryggingar Íslands greiða daggjöld samkvæmt B-lið.

2. gr.

Innifalin í daggjöldum samkvæmt reglugerð þessari er hvers konar þjónusta sem vistmönnum er látin í té á stofnunum, sbr. reglugerð nr. 422/1992 um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heilbrigðisþjónustu.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 22. gr., 24. gr., 55. gr. og ákvæði til bráðabirgða nr. IV, laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi 1. janúar 2010. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 1215/2008 um daggjöld hjúkrunarheimila og annarra sérhæfðra vistunarstofnana árið 2009.

Heilbrigðisráðuneytinu, 28. desember 2009.

Álfheiður Ingadóttir.

Berglind Ásgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica