1. gr.
Í stað orðanna: "67. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt" og "68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt" í 1. gr. reglugerðarinnar kemur: 66. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
2. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Persónuafsláttur skal í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils. Fjárhæð persónuafsláttar skal birta með auglýsingu fjármálaráðherra fyrir upphaf staðgreiðsluárs.
3. gr.
Í stað orðanna: "reglugerðar nr. 753/1997, um mánaðarleg skil á staðgreiðslu og tryggingargjaldi" í 3. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar kemur: reglugerðar nr. 13/2003, um skil á staðgreiðslu útsvars, tekjuskatts og tryggingagjalds.
4. gr.
1. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Heimilt er að millifæra ónýttan persónuafslátt til maka þegar um hjón eða pör í staðfestri samvist er að ræða. Sama gildir um sambúðarfólk sem hefur heimild til samsköttunar og skilar sameiginlegu skattframtali. Skili sambúðarfólk ekki sameiginlegu skattframtali millifærist persónuafsláttur ekki.
5. gr.
Í stað orðanna: "68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt"og "121. gr." í 10. gr. reglugerðarinnar kemur: 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og 122. gr.
6. gr.
11. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Sá persónuafsláttur sem ekki er nýttur og er ekki ráðstafað til greiðslu útsvars skal við álagningu opinberra gjalda falla niður ef hann flyst eigi til maka eftir þeim reglum sem um það gilda samkvæmt A-lið 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglugerðarinnar:
8. gr.
Í stað orðanna: "63. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt" í 16. gr. reglugerðarinnar kemur: 62. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
9. gr.
Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum og 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 10. janúar 2008.
F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingibjörg H. Helgadóttir.