Fjármálaráðuneyti

10/1992

Reglugerð um persónuafslátt og sjómannaafslátt. - Brottfallin

I. KAFLI

Persónuafsláttur.

1. gr.

Frá reiknuðum tekjuskatti skv. 67. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, skal draga persónuafslátt samkvæmt ákvæðum A-liðs 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

2. gr.

Persónuafsláttur manna á ári skal vera sú fjárhæð sem um ræðir í 1. mgr. A-liðs 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Fjárhæð persónuafsláttar breytist í samræmi við 121. og 122. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

3. gr.

Við ákvörðun staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir tiltekið launatímabil skal draga persónuafslátt frá reiknaðri staðgreiðslu og skal afslátturinn vera eftirfarandi hlutfall af fjárhæð skv. 2. gr.:

1. Ef launatímabil er einn mánuður er hlutfallið 1/12.

2. Ef launatímabil er hálfur mánuður er hlutfallið 1/24.

3. Ef launatímabil er annað en að framan greinir er hlutfallið reiknað þannig:

dagafjöldi launatímabils

365

Ekkert launatímabil getur verið lengra en einn mánuður.

4. gr.

Á skattkorti skal koma fram hlutfall persónuafsláttar. Ef launatímabil er annað en almanaksmánuður ber launagreiðanda að skipta persónuafslætti skv. 3. gr. eftir því sem tilefni er til.

5. gr.

Persónuafsláttur, sem safnast hefur upp í staðgreiðslu af þeim ástæðum að maður gat eigi nýtt sér hann, má færast til næsta launatímabils að því tilskildu að launamaðurinn starfi hjá sama launagreiðanda allan þann tíma er um ræðir og skattkort hans sé óslitið í vörslu launagreiðanda sama tíma.

Láti maður af starfi hjá launagreiðanda og eigi þá ónýttan persónuafslátt frá fyrri tímabilum getur hann ekki nýtt þann afslátt hjá næsta launagreiðanda. Sá persónuafsláttur nýtist því ekki í staðgreiðslu en kemur til lækkunar á tekjuskatti og til greiðslu á útsvari við álagningu.

Skilyrði fyrir millifærslu persónuafsláttar milli launatímabila skv. 1. mgr. er að launagreiðandi færi launabókhald samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 539/1987, um launabókhald í staðgreiðslu, og uppfylli ákvæði reglugerðar nr. 183/1990, um skilagreinar.

6. gr.

Ef maður krefst skila á skattkorti sem er í vörslu launagreiðanda ber launagreiðanda að rita aftan á kortið áður en það er afhent hve mikið af persónuafslættinum var nýttur á meðan kortið var í hans vörslu.

Þegar maður lætur af starfi hjá launagreiðanda skal launagreiðandi rita aftan á skattkort mannsins upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar á því ári.

7. gr.

Launagreiðandi er tekur við skattkorti eftir upphaf árs skal láta korthafa njóta fulls persónuafsláttar í þeim mánuði sem hann fær kortið að frádregnu því sem nýtt var í sama mánuði hjá fyrri launagreiðanda enda hafi hann skráð það á skattkortið. Ef maður hefur ekki verið í starfi eða haft launatekjur í viðkomandi mánuði, og því ekkert skráð á kortið um nýtingu persónuafsláttar í mánuðinum, skal launagreiðanda heimilt að láta korthafa njóta persónuafsláttar í samræmi við launatímabil samkvæmt 2. til 3. tölul. 3. gr.

8. gr.

Sé persónuafsláttur að hluta eða að fullu ónýttur er heimilt að millifæra 80% ónýtts persónuafsláttar til maka þegar um hjón eða samskattað sambúðarfólk er að ræða. Skilyrði þess að persónuafsláttur í staðgreiðslu sé millifærður skv. 1. málslið er að launagreiðandi hafi einnig skattkort makans í fórum sínum og skal þá taka tillit til 80% af þeirri fjárhæð sem á kortinu greinir eða þeirri fjárhæð hækkaðri samkvæmt auglýsingu ríkisskattstjóra.

9. gr.

Þegar skattstjóri gefur út nýtt skattkort í stað eldra skattkorts skal hann geta um þann persónuafslátt sem maður hefur nýtt samkvæmt upplýsingum úr skrám skv. 24. gr. laga nr. 45/ 1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, eða þeim upplýsingum sem launagreiðandi skráði aftan á það kort sem afhent var til breytinga.

10. gr.

Ef í ljós kemur við álagningu tekjuskatts og útsvars að persónuafsláttur í staðgreiðslu hefur orðið hærri en hann skal nema samkvæmt ákvæðum 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, fer um mismuninn við álagningu opinberra gjalda eftir ákvæðum 121. gr. sömu laga, sbr. 19. gr. laga nr. 49/1987.

11. gr.

Sá persónuafsláttur sem ekki er nýttur og er ekki ráðstafað til greiðslu útsvars, eignarskatts eða sérstaks eignarskatts skal við álagningu opinberra gjalda falla niður ef hann flyst eigi til maka eftir þeim reglum sem um það gilda samkvæmt 68. gr. A. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

II. KAFLI

Sjómannaafsláttur við álagningu opinberra gjalda.

12. gr.

Maður, sem stundar sjómennsku á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi, skal njóta sérstaks afsláttar, sjómannaafsláttar, sem koma skal til frádráttar reiknuðum tekjuskatti af þeim launum sem hann hafði fyrir sjómannastörf.

Rétt til sjómannaafsláttar skv. 1. mgr. hafa þeir sem skylt er að lögskrá í skipsrúm á fiskiskipi. Sama rétt skulu þeir menn eiga sem ráðnir eru sem fiskimenn eða stunda fiskveiðar á eigin fari þó ekki sé skylt að lögskrá þá, enda uppfylli þeir skilyrði 13. gr.

Enn fremur eiga rétt til sjómannaafsláttar skv. 1. mgr. sjómenn sem skylt er að lögskrá á varðskip, rannsóknaskip, sanddæluskip sem stunda efnistöku utan hafna og flytja það á land, ferju eða farskip sem er í förum milli landa eða er í strandsiglingum innanlands.

Jafnframt eiga hlutaráðnir beitningarmenn sem ráðnir eru samkvæmt skriflegum samningi um hlutaskipti rétt á sjómannaafslætti.

13. gr.

Við ákvörðun dagafjölda, sem veitir rétt til sjómannaafsláttar, skal miða við þá daga sem skylt er að lögskrá sjómenn skv. 4. og 5. gr. laga nr. 43/1987, um lögskráningu sjómanna. Séu dagar þessir 245 á ári eða fleiri skal sjómaður njóta sjómannaafsláttar í 365 daga og hlutfallslega séu þeir færri en 245, þannig að hver dagur reiknast til sjómannaafsláttar með margfeldinu 1,49, þó aldrei fleiri daga en hann er ráðinn hjá útgerð til sjómannsstarfa. Til ráðningartímans skal telja orlof og aðra ónýtta frídaga sem gerðir eru upp við lok ráðningar.

Hjá mönnum á fiskiskipum undir 12 rúmlestum brúttó, sem ekki er skylt að lögskrá á samkvæmt framangreindum lögum, skal miða við almenna vinnudaga (mánudaga til föstudaga) á úthaldstímabili í stað lögskráningardaga. Úthaldstímabil telst samfellt tímabil sem skipi er haldið úti við veiðar miðað við löndun samkvæmt kvótaskýrslum og vigtarskýrslum. Réttur þessara manna er þó háður því að laun fyrir sjómennsku séu a.m.k. 30% af tekjuskattsstofni þeirra.

Hjá hlutaráðnum beitningarmönnum skal við ákvörðun dagafjölda, sem veitir rétt til sjómannaafsláttar, miða við þá daga sem þeir eru ráðnir við slík störf samkvæmt skriflegum samningi um hlutaskipti, þó mest þann dagafjölda sem reiknaður er til afsláttar hjá sjómönnum á viðkomandi línubáti.

Þeir dagar á ráðningartíma hjá útgerð, sem sjómaður getur ekki stundað vinnu vegna veikinda eða slysa en tekur laun samkvæmt kjarasamningi, skulu veita rétt til sjómannaafsláttar. Leggja skal fram læknisvottorð til staðfestingar á veikindum eða slysi.

Til staðfestingar á dagafjölda getur skattstjóri m.a. krafist upplýsinga frá viðkomandi stéttarfélagi um greiðslur stéttarfélagsgjalda.

14. gr.

Útgerðaraðila er skylt að halda skrá yfir lögskráningardaga sjómanns og ráðningartíma hans og afhenda upplýsingar um þá til skattyfirvalda í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

Útgerðaraðili fiskiskips undir 12 rúmlestum brúttó, sem ekki er skylt að lögskrá á skv. 2. gr. laga nr. 43/1987, um lögskráningu sjómanna, skal halda skrá yfir þá daga sem veita sjómanni rétt til sjómannaafs1áttar. Í skránni skulu m.a. koma fram upplýsingar um úthaldstíma skips og róðrardaga. Skal skráin vera í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður og tiltæk skattyfirvöldum hvenær sem þess er krafist.

15. gr.

Sjómannaafsláttur hjá þeim, sem uppfylla skilyrði 13. gr. skal vera, fyrir hvern dag sem afslátt skal reikna skv. 13. gr., sú fjárhæð sem um ræðir í 1. málslið 4. mgr. B-liðs 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Hann getur þó mest orðið jafnhár reiknuðum tekjuskatti af þeim launum, sem greidd voru fyrir þann tíma, sem veitir rétt til afsláttar.

Sjómannaafsláttur skal dreginn frá reiknuðum tekjuskatti sbr. 67. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum áður en frá er dreginn persónuafsláttur skv. A-lið 68. gr. sömu laga. Sjómannaafsláttur kemur ekki til lækkunar á tekjuskatti af rekstrarhagnaði þeirra sem starfa við eigin útgerð. Sjómannaafsláttur, sem ekki nýtist á móti álagningu tekjuskatts sbr. framangreint fellur niður.

16. gr.

Sjómannnafsláttur er ekki millifæranlegur milli hjóna eða milli sambúðarfólks sem skattlagt er eftir ákvæðum 63. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

III. KAFLI

Sjómannaafsláttur í staðgreiðslu.

17. gr.

Launagreiðandi skal draga frá staðgreiðslu á tekjuári samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, sjómannaafslátt skv. 13. gr.

18. gr.

Maður, sem skylt er að lögskrá á tiltekið skip sbr. 13. gr. , skal á hverju launatímabili njóta sjómannaafsláttar til frádráttar staðgreiðslu sem miðast við fjölda daga með margfeldinu 1,49 fyrir hvern lögskráðan dag að viðbættum veikinda og slysadögum sbr. 4. mgr. 13. gr. Sjómannaafsláttur sem kemur til frádráttar samkvæmt þessari reglu getur þó aldrei orðið meiri en svarar til þess dagafjölda sem liðinn er af ráðningartímabilinu. Hjá mönnum á fiskiskipum undir 12 rúmlestum brúttó skal miða við almenna vinnudaga á úthaldstímabili í stað lögskráningardaga, sbr. 2. mgr. 13. gr.

19. gr.

Sjómannaafsláttur sem ekki nýtist að fullu í staðgreiðslu til frádráttar fyrir eitt launatímabil flyst til næsta launatímabils að því tilskildu að launamaður starfi hjá sama launagreiðanda bæði tímabilin. Sjómannaafsláttur er millifæranlegur á milli launagreiðenda enda liggi fyrir skrifleg staðfesting fyrri launagreiðanda á ónýttum hluta hans.

20. gr.

Sjómannaafsláttur sem ekki nýtist við staðgreiðslu á tekjuári kemur að fullu til frádráttar við álagningu tekjuskatts á launum fyrir sjómannsstörf árið eftir. Á sama hátt skal sjómannaafsláttur sem ofreiknaður kann að verða í staðgreiðslu leiðréttur við álagningu.

IV. KAFLI

Ýmis ákvæði.

21. gr.

Reglugerð þessi sem er sett samkvæmt heimild í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, og heimild í 68. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 79/1988, um persónuafslátt og sjómannaafslátt, með síðari breytingum.

Fjármálaráðuneytið, 22. janúar 1992.

Friðrik Sophusson.

lndriði H. Þorláksson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica