Fjármálaráðuneyti

548/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 477/1995, um áfengisgjald, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 477/1995, um áfengisgjald,

með áorðnum breytingum.

 

1. gr.

                Við 14. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður er verði 7. töluliður, svohljóðandi:

7.             Áfengisblöndur sem notaðar eru til framleiðslu á áfengum drykkjum, óhæfar til neyslu, enda               séu þær fluttar til landsins af framleiðanda sem hefur leyfi til að selja áfengi skv. 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. áfengislaga nr. 82/1969, og framleiða vöru sem gjaldskyld er samkvæmt reglugerð þessari.

 

2. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. og 11. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi, til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Fjármálaráðuneytinu, 11. október 1996.

 

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica