Fjármálaráðuneyti

255/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 705/2001 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti - Brottfallin

1. gr.

Á eftir orðunum "breytt með tilskipun nr. 98/4/EB" í skilgreiningu hugtaksins tilskipunin í 1. gr. reglugerðar nr. 705/2001 kemur: og tilskipun nr. 2001/78/EB, og hún tekin upp í XVI. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94, 96/99 og 143/2002 sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 17/01 28. júní 1994, 55/172 23. nóvember 2000 og 19/11 23. janúar 2003.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup og tekur gildi þegar í stað.


Fjármálaráðuneytinu, 27. mars 2003.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingvi Már Pálsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica