Fjármálaráðuneyti

559/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 294/1997, um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. og orðast svo:
Réttur til endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari fellur niður ef umsókn um endurgreiðslu berst viðkomandi skattstjóra eftir að sex ár eru liðin frá því að réttur til endurgreiðslu stofnaðist.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 43. gr. og 49. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað.


Fjármálaráðuneytinu, 15. júlí 2002.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Ingvi Már Pálsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica