1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Sala á matvörum og öðrum vörum til manneldis ber 14% virðisaukaskatt samkvæmt nánari afmörkun í 2. gr. þessarar reglugerðar.
2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Af vörum til manneldis í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 14% virðisaukaskatt:
| 0201.1000–0210.9990 | Kjöt og ætir hlutar af dýrum. |
| 0302.1101–0307.9920 | Fiskur, krabbadýr, lindýr og aðrir vatna- og sjávarhryggleysingjar. |
| 0401.1000–0401.3000 | Mjólk og rjómi. Þó skal greiða 24,5% virðisaukaskatt af ógerilsneyddum vörum í þessum tollflokkum. |
| 0402.1000–0410.0000 | Mjólkurafurðir, fuglaegg, náttúrulegt hunang og ætar vörur úr dýraríkinu, ót.a. |
| 0504.0001–0504.0009 | Þarmar, blöðrur og magar úr dýrum (þó ekki úr fiski), heilt og í stykkjum. |
| 0511.9901 | Dýrablóð. |
| 0701.1000–0714.9000 | Matjurtir og tilteknar rætur og hnýði. |
| 0801.1100–0814.0000 | Ætir ávextir, hnetur og hýði af sítrusávöxtum eða melónum. |
| 0901.1100–0910.9900 | Kaffi, te, maté og krydd. |
| 1001.1001–1004.0009 | Hveiti, meslín, rúgur, bygg og hafrar. |
| 1005.9001–1008.2009 | Maís (annar en fræ), rís, dúrra, bókhveiti og hirsi. |
| 1008.9009 | Annað korn, ót.a. |
| 1101.0010–1105.2009 | Malaðar vörur (korn, mjöl, bögglar og flögur). |
| 1106.1000 | Mjöl úr þurrkuðum belgávöxtum. |
| 1106.2009 | Mjöl úr sagó, rótum eða hnýðum. |
| 1106.3000 | Mjöl úr ávöxtum og hnetum. |
| 1107.1000–1202.2000 | Malt, sterkja, inúlín, hveitiglúten, sojabaunir og jarðhnetur. |
| 1204.0000 | Línfræ (hörfræ). |
| 1206.0000–1208.9000 | Sólblómafræ, önnur olíufræ, olíurík aldin og mjöl úr þeim vörum. |
| 1211.9001–1211.9002 | Plöntur og plöntuhlutar til manneldis (basilíkum, borasurt, mynta, rósmarín, rúturunni, salvía og malurt). |
| 1212.1000 | Fuglatrésbaunir (jóhannesarbrauð). |
| 1212.2009 | Sjávargróður og þörungar (söl o.fl.). |
| 1302.2001 og 1302.2009 | Pektínefni, pektínöt, pektöt, jurtaslím og hleypiefni. |
| 1501.0011 og 1501.0021 | Svína- og alifuglafeiti. |
| 1502.0011 og 1502.0021 | Fita af dýrum af nautgripaætt, kindum eða geitum. |
| 1503.0001 | Svínafeitisterín, svínaolía, tólgarsterín, oleóolía og tólgarolía. |
| 1504.1001 og 1504.1002 | Þorskalýsi. |
| 1504.1004 | Lýsi úr fisklifur, ót.a. |
| 1507.1001 og 1507.9001 | Sojabaunaolía. |
| 1508.1001 og 1508.9001 | Jarðhnetuolía. |
| 1509.1001 og 1509.9001 | Ólívuolía. |
| 1510.0001 | Aðrar olíur. |
| 1511.1001 og 1511.9001 | Pálmaolía. |
| 1512.1101 og 1512.1901 | Olía úr fræi sólblóma eða körfublóma. |
| 1512.2101 og 1512.2901 | Olía úr fræi baðmullar. |
| 1513.1101 og 1513.1901 | Kókoshnetuolía. |
| 1513.2101 og 1513.2901 | Pálmakjarna- eða babassúolía. |
| 1514.1101 og 1514.1901 | Repju-, kolsa- eða mustarðsolía. |
| 1514.9101 og 1514.9901 | Repju-, kolsa- eða mustarðsolía. |
| 1515.2101, 1515.2901, | |
| 1515.5001 og 1515.9001 | Maísolía, sesamolía og önnur olía eða feiti, ót.a. |
| 1516.1001–1516.2002, | |
| 1516.2009 | Feiti eða olíur, hertar. |
| 1517.1001–1517.9009 | Smjörlíki og blöndur eða framleiðsla til manneldis úr jurtafeiti eða -olíum. |
| 1601.0010–1605.9029 | Framleiðsla úr kjöti, fiski eða krabbadýrum, lindýrum eða öðrum vatnahryggleysingjum. |
| 1701.1100–1702.9009 | Sykur (þó ekki skrautsykur). |
| 1703.1002 og 1703.1009 | Reyrmelassi. |
| 1703.9009 | Melassi, ót.a. |
| 1801.0000–1804.0000 | Kakaóvörur, svo sem kakaóbaunir, kakaódeig og kakaósmjör (þó ekki kakaóduft). |
| 1806.2002 og 1806.9021 | Búðingsduft, búðingar og súpur sem innihalda kakaó. |
| 1806.9011–1806.9019 | Efni til framleiðslu á drykkjarvörum sem innihalda kakaó. |
| 1806.9022 | Fæða sem inniheldur kakaó, sérstaklega tilreidd fyrir sjúka. |
| 1806.9027 og 1806.2007 | Morgunverðarkorn sem inniheldur kakaó. |
| 1901.1000–1904.9009 | Framleiðsla úr korni, fínmöluðu mjöli, sterkju eða mjólk. |
| 1905.1000 | Hrökkbrauð. |
| 1905.3122 | Sætakex og smákökur sem innihalda minna en 20% af sykri. |
| 1905.4000 | Tvíbökur, ristað brauð og áþekkar ristaðar vörur. |
| 1905.9011 og 1905.9019 | Brauð. |
| 1905.9020 | Ósætt kex. |
| 1905.9030 | Saltkex og kryddkex. |
| 1905.9040 | Kökur og konditorstykki. |
| 1905.9051 og 1905.9059 | Bökur, þ.m.t. pítsur (pizza). |
| 1905.9060 | Nasl (snack), ót.a. |
| 1905.9090 | Brauðvörur, ót.a. |
| 2001.1000–2008.9909 | Framleiðsla úr matjurtum, ávöxtum, hnetum eða öðrum plöntuhlutum. |
| 2101.1100–2101.3009 | Kjarni, kraftur og seyði úr kaffi, tei eða maté. |
| 2102.1001–2102.2002 | Ger og bökunarduft. |
| 2102.2009–2102.3009 | Ger og bökunarduft. |
| 2103.1000–2104.2009 | Sósur, súpur og seyði og framleiðsla í það, blönduð bragðefni og bragðbætiefni, jafnblönduð samsett matvæli. |
| 2105.0011–2105.0029 | Rjómaís og annar ís til manneldis. |
| 2106.1000 | Próteinseyði og textúruð próteinefni. |
| 2106.9023 | Blöndur jurta eða jurtahluta til lögunar á seyði. |
| 2106.9024 | Drykkjarvara, sérstaklega tilreidd fyrir börn og sjúka. |
| 2106.9025 | Tilreidd drykkjarvöruefni sem innihalda prótein o.fl. |
| 2106.9026 | Tilreidd drykkjarvöruefni úr gingsengkjörnum o.fl. |
| 2106.9041–2106.9049 | Búðingsduft, ót.a. |
| 2106.9051 | Blöndur úr kemískum efnum og fæðu, svo sem sakkaríni og laktósa, notaðar sem sætuefni. |
| 2106.9059 | Létt smjörlíki o.fl. að meginstofni úr feiti og vatni. |
| 2106.9062 | Ávaxtasúpur og -grautar. |
| 2106.9064 | Búðingsduft með kjötinnihaldi sem að magni til er 3%, til og með 20%, miðað við þyngd. |
| 2106.9069 | Ýmis matvælaframleiðsla, ót.a. |
| 2201.9011–2201.9029 | Drykkjarvatn, annað en ölkelduvatn. |
| 2202.1021–2202.1029 | Drykkjarvara, sérstaklega tilreidd fyrir börn og sjúka. |
| 2202.9011–2202.9019 | Blönduð mjólk (25% eða minna blönduð miðað við rúmmál). |
| 2202.9021–2202.9029 | Drykkjarvara, sérstaklega tilreidd fyrir börn og sjúka. |
| 2501.0001 | Matarsalt í smásöluumbúðum, 5 kg eða minna. |
| 2836.1001 | Ammoníumkarbónat (hjartarsalt) í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |
| 2836.3001 og 2836.4001 | Karbónöt í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |
| 2836.9902 | Pottaska í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |
| 2918.1200–2918.1300 | Vínsýra. |
| 2922.4201 | Glútamínsýra í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |
| 2925.1101 | Sakkarín og sölt þess í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |
| 3203.0001 | Matarlitur. |
| 3302.1010 | Blöndur af ilmandi efnum til matvælaiðnaðar. |
| 3501.9001 | Kaseínöt. |
| 3502.1101 og 3502.1901 | Albúmín. |
| 3502.2001 og 3502.9001 | Albúmín. |
| 3503.0011 og 3503.0021 | Matarlím (gelatín o.fl.). |
| 3824.9008 | Blanda úr sakkaríni og kemískum efnum í smásöluumbúðum, 1 kg eða minna. |