Fjármálaráðuneyti

423/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 294/1997, um endurgreiðslu virðisaukaskatts til aðila búsettra erlendis, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 4. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað 3. málsl. 2. mgr. 4. gr. kemur nýr málsl. svohljóðandi: Seljandi skal festa greiðslukvittun sjóðsvélar við frumrit ávísunarinnar.
b. Við greinina bætist svohljóðandi málsgrein: Ríkisskattstjóri staðfestir form endurgreiðsluávísana.


2. gr.

Orðin: "í innsigluðum umbúðum" í 1. málsl. 2. og 3. mgr. 5. gr. falla brott.


3. gr.

Tafla í lið C í fylgiskjali orðist svo:

Sölufjárhæðir í
Endurgreiðsla á 14%
Endurgreiðsla á 24,5%
viðkomandi þrepi
virðisaukaskatti
virðisaukaskatti
1.001-2.000
150
250
2.001-3.000
200
350
3.001-4.000
250
450


4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 7. júní 2002.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Páll Jóhannesson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica