Fjármálaráðuneyti

13/2002

Reglugerð um breyting á reglugerð, nr. 526/2000, um tollmeðferð vara sem ferðamenn og farmenn hafa með sér við komu til landsins. - Brottfallin

013/2002

REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð, nr. 526/2000, um tollmeðferð vara
sem ferðamenn og farmenn hafa með sér við komu til landsins.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað fjárhæðarinnar "36.000 kr." í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 46.000 kr.
b. Í stað fjárhæðarinnar "18.000 kr." í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 23.000 kr.
c. Í stað fjárhæðarinnar "13.000 kr." í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 17.000 kr.
d. Í stað fjárhæðarinnar "26.000 kr." í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 34.000 kr.
e. Í stað fjárhæðarinnar "13.000 kr." í 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 17.000 kr.
f. Í stað fjárhæðarinnar "10.000 kr." í 5. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 13.000 kr.


2. gr.
Í stað orðanna "Tveir lítrar" í d. lið 1. tölul. 3. gr. kemur: 2,25 lítrar.


3. gr.
Nýr töluliður, 2. tölul, bætist við 2. mgr. 9. gr. svohljóðandi, og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því: Munntóbak og fínkorna neftóbak.


4. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. tölul. 1. mgr., sbr. 2. mgr. 5. gr. svo og 148. gr. tollalaga, nr. 55/1987, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 15. janúar 2002.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Jóna Björk Guðnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica